Fréttablaðið - 09.11.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.11.2015, Blaðsíða 10
7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 2011 2012 2013 2014 ✿ Fjöldi umferðarslysa* *skv. tölum Umferðarstofu NeyteNdur Fjögur stærstu trygg- ingafélög landsins styðjast öll við svokallaðar PC crash-skýrslur til að hafna bótakröfu vegna líkams- tjóns eftir árekstur. Hæstiréttur og héraðsdómar hafa ítrekað vísað gildi skýrslnanna á bug, meðal annars vegna þess að þeirra er aflað einhliða af tryggingarfélög- unum. Notkun þeirra hefur þrátt fyrir það ekki verið hætt hjá félög- unum. Þann 19. október síðastliðinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur enn einn dómurinn þar sem meðal annars reyndi á hvort PC crash- skýrsla Sjóvár gilti fyrir dómi. Þar kom fram að skýrslurnar tvær, PC crash-skýrslan og rannsóknar- skýrsla unnin af fyrirtækinu Aðstoð og öryggi, gætu ekki tromp- að matsgerð læknis um líkams tjón farþegans sem um ræddi. Í janúar árið 2014 lagði Trygg- ingamiðstöðin fram fyrir dómi PC crash-skýrslu, unna af Aðstoð og öryggi, sem sanna átti að sá sem fór fram á bætur eftir slys hefði ekið á ofsahraða. Í niðurstöðu dómsins segir: „Samkvæmt álitsgerðinni leiddi sú athugun í ljós að hraði bifreiðarinnar hafi verið 120 km/ klst. er hún fór út af veginum. Ekki kemur glöggt fram á hvaða forsend- um sú niðurstaða er byggð og er það mat dómsins að varhugavert sé að leggja hana til grundvallar sönnun um ökuhraða bifreiðarinnar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu er hætt að sinna minniháttar Marklausar skýrslur notaðar til að hafna kröfum um bætur Dómstólar hafa ítrekað hafnað gildi skýrslna sem tryggingarfélögin nota til að rökstyðja höfnun um bætur eftir umferðarslys. Skýrslurnar eru unnar af fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að aðstoða tjónþola. Hvað eru PC crash-skýrslur? PC crash er forrit að danskri fyrirmynd sem er ætlað að reikna út högg- þunga við slys. Inn í flókna formúluna er meðal annars sett inn þyngd ökutækis, þyngd ökumanna og borið saman sjáanlegt tjón á ökutækjum. Forritið tekur einnig inn í útreikningana ABS hemlakerfi og VSA stöðug- leikastýringu ef ökutæki hefur þann búnað. Þá skiptir máli framburður ökumanna um akstursstefnu og háttalag við akstur. Sá hraði sem öku- maður segist hafa verið á er ekki tekinn til greina, nema hann segist hafa verið kyrrstæður þegar árekstur verður. Tryggingarfélögin hafa í mörg ár stuðst við þessa útreikninga í þeim tilgangi að telja fólki trú um að áreksturinn sem það lenti í sé þess eðlis að það geti ekki hafa orðið fyrir varanlegu líkamstjóni. Styrmir Gunnarss on héraðsdómslögmaður Lögreglan sinnti áður árekstrum þar sem ekki verða slys á fólki en ekki lengur. Þjónustan er nú í höndum Aðstoðar og öryggis, fyrirtækis sem á allt sitt undir trygginga- félögunum. FréttAbLAðið/ViLheLm HjálparstarF Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að veita 13 milljónir króna til að fjármagna áríð- andi hjálparaðgerðir vegna neyðar- ástands á Grikklandi og svara með því kalli Alþjóðasambands Rauða kross- ins og Rauða hálfmánans. Hjálparaðgerðirnar fela meðal ann- ars í sér heilbrigðis- og mataraðstoð, dreifingu hreinlætispakka og aðstoð við að koma flóttafólki í samband við ættingja og ástvini. Um 600 þúsund hafa flúið til Grikk- lands á árinu og hefur straumurinn aukist sérstaklega síðustu þrjá mán- uði. Þannig hafa yfir 300 þúsund manns komið til eyjunnar Lesbos, þar af um þriðjungur í október síðast- liðnum, en eyjan er aðeins um tveir ferkílómetrar að stærð. Starfsfólk og sjálfboðaliðar gríska Rauða krossins hafa undanfarna mánuði komið hjálpargögnum til þeirra sem á þeim þurfa að halda en sökum gríðarlegs álags undanfarna mánuði er fjárhagslegt bolmagn gríska Rauða krossins takmarkað og þarfnast hann því fjárhags aðstoðar frá öðrum landsfélögum. Rauði krossinn á Íslandi sendi á dögunum, í fyrsta sinn á þessari öld, sendifull- trúa á vettvang til lands innan Evrópu þegar Páll Biering, dósent í geðhjúkr- unarfræði, hélt til flóttamannabúða norska Rauða krossins við landa- mæri Makedóníu. Auk þess að sinna þar sálfélagslegum stuðningi flótta- fólks starfar hann við að þjálfa gríska sjálfboðaliða til þess að veita slíkan stuðning. – gló Þrettán milljónir króna renna til hjálparstarfs á Grikklandi 300 þúsund flóttamenn hafa komið til eyjunnar Lesbos sem er um tveir ferkílómetrar að stærð. síerra leóNe Þúsundir skólastúlkna í Síerra Leóne í Afríku eiga nú á að hættu að dragast aftur úr í námi, að því er kemur fram í skýrslu mann- réttindasamtakanna Amnesty Int- ernational. Árið 2010 var óléttum stúlkum bannað að ganga í skóla þar sem þær kynnu að hafa slæm áhrif á aðrar skólastúlkur. Þegar skólarnir, sem var lokað í fyrrasumar vegna ebólufaraldursins, voru opnaðir á ný síðastliðið vor tilkynntu yfir- völd að bannið væri enn í gildi. Þegar faraldurinn gekk yfir urðu fleiri táningsstúlkur óléttar, meðal annars vegna nauðgana, skorts á getnaðarvörnum og ráðgjafar. Nýlega hafa verið opnaðir sér- stakir skólar fyrir ólétta nemendur. Amnesty International hvetur yfir- völd til að breyta stefnu sinni. – ibs Óléttum neitað um skólagöngu Ferðalög Í byrjun næsta árs verð- ur pláss fyrir 750 farþega í viku til Tenerife og 550 til Kanaríeyja. Um er að ræða um tvöfalt meira framboð á ferðum en á sama tíma í ár. Aukninguna má rekja til þess að 200 sæta þota á vegum flugfélagsins WOW hefur frá því í mars flogið alla laugardaga til Tenerife. Eftir áramót bætast við ferðir á þriðjudögum. Því verða vikulega í boði 750 sæti til Tenerife og þar af 400 á vegum WOW. – gló Tvöfalt fleiri ferðir verða farnar til Tenerife Vikulega verða í boði 750 sæti fyrir far- þega til tenerife. HorNaFjörður „Ljóst er að hús- næðisskortur er á svæðinu og staðan alvarleg,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar Hornafjarðar sem á fimmtudag ræddi um skýrslu félags- málastjóra sveitarfélagsins um hús- næðismarkaðinn. „Aðgerðir sveitarfélagsins, til dæmis niðurfelling gatnagerðar- gjalda, hafa ekki borið tilætlaðan árangur. Í skoðun eru möguleikar á byggingu leiguíbúða,“ segir bæjar- stjórnin. – gar Byggja kannski leiguíbúðir Á höfn er húsnæðisskortur. FréttAbLAðið/Pjetur árekstrum og umferðaróhöppum. Þess í stað er fólki bent á að hafa samband við fyrirtækið Aðstoð og öryggi, en fyrirtækið gengur jafnan undir nafninu árekstur.is. Á heimasíðu Aðstoðar og örygg- is segir að fyrirtækið sé „sérhæft þjónustufyrirtæki sem annist vett- vangsrannsóknir umferðaróhappa á hlutlausan hátt.“ Þá segir í kynn- ingarmyndbandi fyrirtækisins: „Þjónustan tryggir réttláta og fljót- virka afgreiðslu tjóna fyrir trygg- ingarfélög og viðskiptavini þeirra.“ Árekstur.is mætir á vettvang umferðarslyss og aðstoðar við frá- gang tjónaskýrslu auk þess sem teknar eru myndir af vettvangi og bílnum sem um ræðir. Skýrsla er svo send strax til viðkomandi tryggingarfélags. Þjónustan er tjónþola að kostnaðarlausu vegna þess að það eru tryggingafélögin sem greiða Aðstoð og Öryggi fyrir þjónustuna. Fyrirtækið er þar með í raun viðskiptavinur tryggingar- félaganna, en ekki tjónþola. Styrmir Gunnarsson, lögmaður á Landslögum, hefur farið með mál þar sem reynir á gildi skýrslnanna fyrir dóm. „Það sem er svo mikil- vægt að átta sig á er að PC crash- skýrsla er ekki sönnunargagn um það hvort einhver hafi orðið fyrir líkamstjóni við umferðaróhapp eða árekstur. Tryggingarfélögin hafa í mörg ár stuðst við þessa útreikninga í þeim tilgangi að telja fólki trú um að áreksturinn sem það lenti í sé þess eðlis að það geti ekki hafa orðið fyrir varanlegu líkamstjóni. Í ljósi þess hve lengi og mikið félögin nota þessa aðferð er líklegt að þetta sé að skila þeim tilsettum árangri og fólk veigri sér frá því að halda kröfum sínum á lofti. Það kemur ekkert á óvart enda virkar framsetning á þess- um gögnum mjög fagmannlega unnin.“ Hann segir mikilvægt að fólk leiti læknis ef það kennir sér meins eftir umferðaróhapp jafnvel þótt áreksturinn hafi verið tiltölulega vægur og ummerki á ökutækjum lítil. Fréttablaðið leitaðist eftir svör- um frá tryggingarfélögunum vegna þessa en án árangurs. snaeros@frettabladid.is 9 . N ó v e m b e r 2 0 1 5 m á N u d a g u r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -A 9 D 4 1 6 E E -A 8 9 8 1 6 E E -A 7 5 C 1 6 E E -A 6 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 8 1 1 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.