Fréttablaðið - 09.11.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.11.2015, Blaðsíða 40
Gott er að byrja ferlið á bráðabirgðagreiðslumati. Þannig færðu svar við því á hvaða verðbili fasteignin má vera sem þú getur keypt miðað við þínar forsendur. Mikilvægt er að vinna þetta út frá rétt­ um forsendum, það gerir leitina árangurs ríkari. Hvar vilt þú búa? Þegar það liggur fyrir á hvaða verðbili eignin má vera tekur við næsta skref, þ.e. hvar vilt þú helst búa og hve stóra eign þú þarft? Hér er gott að eyða góðum tíma í að skoða fasteignasíðurnar t.d. fasteignir.is og mbl.is, þannig að draumaeignin fari nú ekki fram hjá þér. Við íbúðarleitina er gott að huga að þáttum sem skipta máli fyrir þig og þína fjölskyldu eins og hve langt er í skóla, leik­ skóla og grunnþjónustu, hvernig almenningssamgöngum er hátt­ að í hverfinu o.s.frv. Skoðun eignar Við skoðun á eign er mikilvægt að gefa sér góðan tíma til að leggja mat á það sem fyrir augu ber og vera ófeimin/n við að spyrja selj­ anda eða fasteignasala spurninga um ástand eignar. Upplýsinga­ skylda seljanda er mjög rík í sölu­ ferlinu. Mikilvægt er að kynna sér söluyfirlit með upplýsingum frá seljanda um ástand eignar­ innar, ekki síst ef seljandi er ekki til staðar til að sýna eignina. Einnig er mikil­ vægt að skoða alla eignina vel, leita t.d. eftir ummerkjum um raka ásamt því að færa til hús­ gögn eða skoða undir teppi eftir leyndum göllum því það er rík skoðunarskylda á kaupanda við fasteignakaup. Ekki er verra að taka með sér smiðinn í fjölskyld­ unni til að taka betur út ástand eignar. Ef ekki er mikið kapp­ hlaup um eignina þá margborg­ ar sig að skoða eignina aftur áður en lagt er fram tilboð. Mikilvægt er að skoða eignina vel því þú vilt að hún standi undir kaupverðinu í dag og einnig til lengri tíma litið. Kauptilboð Þegar þú hefur fundið réttu eign­ ina þá er næsta skref að gera kauptilboð í hana. Nú þarft þú að spyrja þig hvað þú ert til búinn að borga fyrir þessa eign. Mundu þegar kaupandi og seljandi eru búnir að skrifa undir kauptilboð­ ið er kominn á bindandi samn­ ingur um kaupin. Áður en gert er tilboð í íbúð í fjöleignarhúsi er nauðsynlegt að kynna sér yfirlýsingu húsfélags, þar sem meðal annars koma fram húsgjöld á mánuði fyrir íbúð, hvað er innifalið í húsgjöldum, hver staða framkvæmda við húsið er og staða hússjóðs þ.e. hvort það er inneign eða skuld. Ef yfirlýsing húsfélags er ekki til staðar þarf að hafa fyrirvara um skoðun á henni í kauptilboði, helst innan tíu daga frá samþykki kauptilboðs. Við tilboðsgerð á að liggja fyrir söluyfirlit sem þú lest vandlega yfir, þar kemur fram lýsing eign­ ar og gallar á eign ef þeir eru til staðar ásamt yfirliti yfir áhvílandi lán á eigninni ef þau eru til staðar. Ef á íbúðinni er áhvílandi lán er tækifæri til að skoða hvort mögu­ legt er að yfirtaka það og um leið að kanna hvort það sé hagstætt til yfirtöku, en við það getur þú nýtt þér reiknivélina „Berðu saman lánakosti“. Mundu að setja greiðslur þannig upp í kauptilboði að þú ráðir við að greiða þær. Góð regla er að greiða lokagreiðslu einhverjum mánuðum eftir afhendingu eign­ ar. Afsal er gefið út þegar kaup­ andi hefur greitt allar kaupsamn­ ingsgreiðslur. Greiðslumat og lánaskjöl útbúin Þegar samþykkt kauptilboð ligg­ ur fyrir er næsta skref að fara í greiðslumat hjá þeirri lánastofn­ un sem þú hyggst taka lán hjá. Þegar greiðslumat liggur fyrir eru lánaskjöl útbúin og í fram­ haldi af því ert þú látinn vita þegar skjölin eru klár til undir­ ritunar. Kaupsamningur og þinglýsing Þegar þú hefur staðist greiðslu­ mat og búið er að útbúa skulda­ bréfið hjá lánastofnuninni er næsta skref að fara í kaupsamn­ ing. Í kaupsamningi fer löggiltur fasteignasali yfir kaupsamning­ inn og fylgigögn hans með kaup­ anda og seljanda. Mikilvægt er að spyrja út í þá hluti sem þér þykja ekki nógu ljósir áður en þú skrifar undir kaupsamninginn. Við undirritun kaupsamnings er gott að hafa í huga að kaupandi þarf að greiða stimpil­ og þing­ lýsingargjöld sem oftast eru inn­ heimt af fasteignasala sem sér um þinglýsingu skjala. Afhending eignar Í f lestum tilfellum semur kaup­ andi um afhendingu eignar í kauptilboði. Afhending eign­ ar er samkomulag milli kaup­ anda og seljanda, mikilvægt er að þær áætlanir standist. Við afhendingu tekur við einn mest spennandi hluti kaupferilsins. Nauðsynlegt er að skoða eign­ ina aftur vel við af hendingu samhliða því að njóta þess að vera fluttur inn í eigið húsnæði. Ef fljótlega kemur í ljós galli sem kaupanda var ekki kunnugt um í kaup tilboði/kaupsamningi þarf hann að setja sig strax í sam­ band við fasteignasalann sem sá um söluna. Afsal Þegar kaupandi og seljandi hafa uppf yllt sínar skyldur sam­ kvæmt þinglýstum kaupsamn­ ingi boðar fasteignasalinn báða aðila í afsal. Lokagreiðsla fer í f lestum tilfellum fram sam­ hliða undirritun afsals. Eins og áður hefur komið fram er gott að greiða lokagreiðslu einhverjum mánuðum eftir afhendingu svo kaupandi hafi tíma til að skoða eignina áður en lokagreiðslan er innt af hendi. Ef engin vanda­ mál eru til staðar er lokagreiðsla greidd til seljanda og hann afsal­ ar sér eigninni til kaupandans. Nú hafa hin eiginlegu eigenda­ skipti átt sér stað. Afsal er síðan sent í þinglýsingu. Þegar búið er að þinglýsa afsali, ert þú orðin/n þinglýstur eigandi eignarinnar. Ráðgjöf til kaupenda Að kaupa fasteign er ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur en jafnframt ein sú skemmtilegasta. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við kaupin. Listinn er þó ekki tæmandi. Kristján Gestsson, sérfræðingur í eignaumsýslu hjá Íbúðalánasjóði, tók saman. Kristján Gestsson Br an de nb ur g Hafðu okkur með í ráðum Okkar hlutverk hefur frá upphafi verið að stuðla að jafnvægi og að allir hafi jafna möguleika á að eignast húsnæði, hvar sem er á landinu. Hjá okkur færðu óháða og trausta ráðgjöf, hvort sem þú ætlar að kaupa eða leigja, þannig að þú vitir örugglega hvað þú ert að fara út í. www.ils.is 569 6900 08:00– 16:00 Kynning − auglýsing 9. nóvember 2015 mÁnUDAGUr4 Húsnæðislán 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E E -1 A A 4 1 6 E E -1 9 6 8 1 6 E E -1 8 2 C 1 6 E E -1 6 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 8 1 1 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.