Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 64
á landi valdhafar sem mætu meira Pál Stígsson en Magnús Gíslason, að skipta aftur um sæti legsteinanna. Nú hafi Þjóðminjasafnið hins vegar tekið við ýmsum gripum úr Bessastaðakirkju, enda sé varðveizla forn- gripa á vegum safnsins og í höndum trúverðugra manna. Lýsir Guðjón síðan í fáum orðum kirkjunni nú undir lok viðgerðarinnar. Hún sé öll orðin hin virðulegasta hið innra, enda bekkir og altari nú smíðuð úr eik og Kristsmynd komin í stað altaristöflu, eftir einn af helztu listamönnum landsins.2 Er öll frásögn húsameistara orðuð þannig, að sem fæst leiði hugann að breytingunum sjálfum á kirkjunni en því meira að vönduðum frágangi nýsmíðinnar. Gylfi Þ. Gíslason lagði fram fyrirspurn á Alþingi til ríkisstjórnarinnar í tveimur liðum, sem tekin var til umræðu í Sameinuðu þingi 25. febrúar 1948. Var annað atriði hennar um Bessastaðakirkju og hljóðar: „Eru breytingar þær á Bessastaðakirkju, sem nú er unnið að, gerðar að fyrirlagi ríkisstjórnarinnar? Hversu mikið er áætlað, að þær muni kosta, og hve mikið hefur þegar verið greitt vegna þeirra?“ – Hinn liður fyrirspurnar- innar var um bifreiðar í eigu ríkisins. Fyrirspyrjandi skýrði stuttlega frá kirkjunni, sem hann taldi að hefði haft mikið minja- og minningargildi, sem sjálfsagt var að varðveita, þótt brýn nauðsyn hafi verið á ýmsum endurbótum nú til að forðast frekari skemmdir á hinni merku byggingu. Kveður hann fyrir nokkru hafa borizt sér til eyrna, að undanfarið hafi verið unnið að mikilli og dýrri „viðgerð“ (orðið er innan tilvitnana- merkja í Alþingistíðindum), en telur að framkvæmdum hafi verið hagað mjög á annan veg en skyldi. Er ræða Gylfa3 reyndar mjög á sama veg og blaðagrein hans, og væntanlega fyrrgreint útvarpserindi einnig, en hann kveður gripi þá, sem þjóðminjavörður hafi tekið úr kirkjunni, hafa eftir hrakninga hafnað í hermannaskála á háskólalóðinni, og mun safnið þá ekki hafa haft ráð á öðru geymsluhúsnæði. Kveður Gylfi kostnað við framkvæmdir þessar við kirkjuna farnar að nálgast hálfa milljón króna, en hann hafi ekki fundið í fjárlögum undanfarinna ára neinar fjárveitingar til þessa verks. Spyr hann því hæstvirta ríkisstjórn, hvort hún hafi ákveðið þessar framkvæmdir, hvort hún hafi lagt fyrir húsameistara ríkisins eða veitt honum heimild til þess að tortíma einni elztu kirkju á landinu, og með hvaða heimild fjárveitingavaldsins hún hafi veitt slíkt stórfé sem verkið sé búið að kosta og hvað verkið muni svo kosta alls. Kveðst hann vilja að sem bezt og veglegast sé búið að þjóðhöfðingja landsins, en kveðst ekki kunna við að slíkum framkvæmdum sé haldið utan við lög og rétt. Nefnir Gylfi síðan blaðagrein húsameistara ríkisins um þetta mál. „VANDALISMINN“ Í BESSASTAÐAKIRKJU 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.