Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Qupperneq 10
DV er sá fjölmiðill sem hefur staðið sig best í að ljóstra upp um spilling- armál í íslensku samfélagi á síðustu misserum. Þetta er niðurstaða könn- unar sem Markaðs- og miðlarann- sóknir, MMR, gerði í júníbyrjun. „Mér finnst athyglisvert að DV skuli koma svona hátt þarna út því það hefur tiltölulega litla útbreiðslu, allavega miðað við stóru blöðin, Fréttablaðið og Morgunblaðið, sem og ríkismiðlana og ljósvakamiðlana,“ segir Birgir Guðmundsson, lektor í stjórnmálafræði og kennari við fjöl- miðlafræðideild Háskólans á Akur- eyri. „Hvort sem þeir sem þarna svara hafa lesið DV eða ekki er ljóst að DV hefur allavega það orð á sér að vera gagnrýninn fjölmiðill,“ segir Birgir. Fréttastofa RÚV í öðru sæti „Hver eftirtalinna fjölmiðla telur þú að hafi staðið sig best í að ljósta upp um spillingarmál í íslensku samfé- lagi á síðustu misserum?“ er meðal þeirra spurninga sem MMR lagði fyr- ir í netkönnun dagana 9. til 13. júní. Úrtakið var 18-67 ára Íslendingar, valdir handahófskennt úr hópi álits- gjafa MMR. Þátttakendur í könnun- inni voru 849. Þar af tóku 472 afstöðu til spurn- ingarinnar. Flestir þeirra, eða 23,3 prósent, telja að DV hafi þar stað- ið sig best. Fast á hæla Dagblaðsins kemur Fréttastofa RÚV en 22,4 pró- sent telja hana hafa staðið sig best þegar kemur að uppljóstrun spilling- armála. MMR gerði könnun á trausti til fjölmiðla um miðjan maímánuð sem vakti mikla at- hygli. Þar kom í ljós að að- eins 15 pró- sent lands- manna bera mikið traust til fjölmiðla sem er heldur lítið. Traustið hafði þá far- ið þverrandi frá desember 2008 en samkvæmt könn- un sem MMR gerði báru þá 23 pró- sent mikið traust til fjölmiðla. Frétta- stofa RÚV bar þar höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla en flestir treystu henni. Fáir sögðust þá treysta DV og vekur því athygli að nú telja flest- ir þann fjölmiðil best til þess fallin að uppræta spillingu í samfélaginu. Sama fyrirtæki gerði báðar kannan- irnar. Útgáfa af trausti Birgir bendir á að ríkismiðlarnir hafi í gegn um áratugina notið sérstöðu vegna mikils trausts. „Það er fyrst og fremst vegna þessarar pólitísku fortíðar. Ég held að það hafi smitast yfir á aðra ljósvakamiðla. Menn taka öðruvísi eftir því sem birtist í ljós- vakamiðlum en í blöðunum,“ segir Birgir. Fréttastofur sjónvarpsstöðvanna tveggja koma fast á hæla DV í könn- uninni. „DV getur vel við unað og er í sérflokki hjá prentmiðlunum sam- kvæmt þessu. Staða Fréttastofu RÚV kemur hins vegar ekki á óvart því hún hefur alltaf notið mikils trausts. Þessi spurning er í raun útgáfa af því hverjum fólk treystir best til að segja satt og rétt frá,“ segir Birgir. Hins vegar eru aðeins 5,7 prósent svarenda í könnuninn sem telja víð- lesnasta blað landsins, Fréttablað- ið, hafa staðið sig vel þegar kemur að spillingarmálum. Birgir telur að þar komi tvennt til. „Það er orðspor- ið. Tengslin við eigendurna. Síðan er það líka þessi tilfinning sem menn fá þegar auglýsingahlutfallið er orð- ið jafn mikið og það er. Þá verður erf- iðara fyrir ritstjórnina að viðhalda þeirri tilfinningu að þetta sé alvöru blað. En það hefur ekkert með það að gera hvað raunverulega stend- ur í því heldur hvernig fólk upplif- ir það,“ segir Birgir. Ofurlaunafólk í sérflokki Athygli Birgis vekur sú staðreynd að aðeins rúmur helmingur þát- takendanna í könnuninni tekur afstöðu til spurningarinnar. „Það hversu fáir treysta sér til að segja hvaða fjölmiðill hefur staðið sig vel styður fyrri niðurstöður um að fjölmiðlar þurfa að hugsa sinn gang hvað varðar traust al- mennt,“ segir hann. Þegar niðurstöður könnunarinn- ar eru skoðaðar eftir tekjuhópum sést að þeir sem hafa á bilinu 600 til 799 þúsund krónur í heimilistekjur- tekjur hafa mest álit á uppljóstrun- um DV. Fast þar á eftir fylgir hópur- inn með tekjur frá 400 þúsundum til 599 þúsund króna á mánuði. Þegar mánaðartekjur heimilisins eru hins vegar komnar yfir 800 þúsund fer hrifning fólks á umfjöllun DV um spillingarmál þverrandi. Þeim hæstu launin fá hafa því minnst álit á upp- ljóstrunum DV. Slæm útkoma vefmiðla og Fréttablaðs Í könnun MMR var einnig spurt: „Hvaða fjöl- miðill telur þú að sé öflugustur íslenskra fjölmiðla á sviði rannsókn- arblaðamennsku?“ Þar trónir Frétta- stofa Stöðvar 2 á toppnum en 23,3 prósent þeirra 555 sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja hana öfl- ugasta. Morgunblaðið landar öðru sætinu með 22,6 prósent, Fréttastofa RÚV 19,5 prósent og DV 17,1 pró- sent. Þar langt fyrir neðan kemur síð- an Mbl.is en aðeins 5,9 prósent telja rannsóknarblaðamennsku öflugasta á þeim miðli. Fréttablaðið er enn neðar með 4,3 prósent. Vísir.is ber af að mati 2,3 prósent svarenda Aðrir nefndu aðra fjölmiðla til sögunnar. Samkvæmt þessu er DV í fjórða sæti yfir öflugustu ís- lensku fjölmiðlanna á sviði rann- sóknarblaðamennsku en mun víð- lesnari miðlar á borð við Mbl.is og Fréttablaðið teljast síður skara fram úr á þessu sviði. Vikmörk í könnun MMR þegar spurt var um uppljóstrun spillingar- mála voru á milinu 1,9 til 3,8 prósent. Mest voru þau hjá þeim hópum sem voru hlutfallslega stærstir og minnst hjá fámennustu hópunum. Þegar spurt var um rannsókna- blaðamennsku voru vikmörkin á bil- inu 1,3 til 3,5 prósent. föstudagur 19. júní 200910 Fréttir DV er sá fjölmiðill sem hefur staðið sig best í að ljóstra upp um spillingarmál í íslensku samfélagi á síðustu misserum samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. Fréttastofa RÚV fylgir fast á hæla blaðsins en hún hefur í gegn um árin notið mikils trausts almennings. Birgir Guðmundsson telur laka stöðu Frétta- blaðsins í þessu sambandi helgast af umræðu um eignarhald á blaðinu og hátt auglýsingahlutfall. DV KEMUR UPP UM SPILLINGU „DV getur vel við unað og er í sérflokki hjá prentmiðlunum“ 23,5% 22,5% 18,6% 11,4% 7,2% 5,7% 4,4% 6,6% FR ét ta St oF a RÚ V FR ét ta St oF a St öð Va R 2 M oR GU Nb La ðI ð Ví SI R. IS FR ét ta bL að Ið M bL .IS að RI R M Ið La R „HVER EFtIRtaLINNa FjöLMIðLa tELUR þÚ að HaFI StaðIð SIG bESt í að LjóSta UPP UM SPILLINGaRMáL í íSLENSKU SaMFéLaGI á SíðUStU MISSERUM?“ Fr ét ta st oF a st öð va r 2 M or gu nb la ði ð Fr ét ta st oF a rÚ v Dv M bl .is Fr ét ta bl að ið v ís ir .is a ðr ir Fj öl M ið la r 23,3% 22,6% 19,5% 17,1% 5,9% 4,3% 2,6% 4,7% „HVaða FjöLMIðILL tELUR þÚ að Sé öFLUGaStUR íSLENSKRa FjöLMIðLa á SVIðI RaNNSóKNaRbLaðaMENNSKU?” aFStaða tIL DV EFtIR tEKjUM HEIMILIS „Hver eftirtalinna fjölmiðla telur þú að hafi staðið sig best í að ljósta upp um spillingarmál í íslensku samfélagi á síðustu misserum?“ un Di r 2 50 þÚ su nD 25 0- 39 9 þ Ús un D 40 0- 59 9 þ Ús un D 60 0- 79 9 þ Ús un D 80 0 þ Ús un D eð a hæ rr a 20,4% 20,4% 24,5% 25,9% 18,9% Hátt auglýsingahlutfall Birgir guðmunds- son telur hátt auglýsingahlutfall í fréttablað- inu skapa ritstjórninni vandræði við að halda þeirri ímynd að um alvöru blað sé að ræða. ERla HlynSdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.