Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 5
fréttir 16. nóvember 2009 mánudagur 5 Ríkisendurskoðun er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis. Meginhlutverk hennar er að endurskoða ríkisreikning og reikninga ríkisaðila, hafa eftirlit með og stuðla að umbótum á fjármála- stjórn ríkisins og nýtingu almannafjár. Megingildi hennar eru óhæði, hlutlægni, hæfni og trúverðugleiki. FLOKKAR OG FRAMBJÓÐENDUR FÁ LENGRI SKILAFREST Frestur sem stjórnmálasamtök og frambjóðendur hafa til að skila Ríkisendurskoðun upplýsingum um fjárframlög fyrri ára hefur verið framlengdur til 10. desember nk. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 162/2006 skal Ríkisendur- skoðun taka við og birta upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálasam- taka og frambjóðenda nokkur ár aftur í tímann. Hlutaðeigandi aðilum var upphaflega gefinn frestur til 15. nóvember sl. til að skila af sér en ákveðið hefur verið að framlengja þann frest til 10. desember nk. Um er að ræða framlög til Stjórnmálasamtaka á tímabilinu 2002–2006 Frambjóðenda í prófkjöri/forvali vegna kosninga 2006 og 2007 Frambjóðenda í formanns- eða varaformannskjöri 2005–2009 Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Ríkisendurskoðunar www.rikisend.is. ER ÞREYTT Á PÓLITÍKUSUM Þátttakendur þjóðfundarins telja heiðarleika mikilvægasta gildið í dag. Þetta kemur Birgi Guðmunds- syni, lektor í stjórnmálafræði, ekki á óvart og segir fyrstu niðurstöður fundarins almennar. Hann telur góða þátttöku sýna að Íslendingar séu orðnir þreyttir á hinu hefðbundna, pólitíska ferli. Bæta hag fjölskyldunnar Þátttakendur fundarins vilja meðal annars tryggja fjölskyld- um þak yfir höfuðið og bæta réttindi einstæðra feðra. MYND Rakel Ósk siGuRðaRDÓttiR Nýtum skattinn Meðal þess sem kom fram á fundinum var að þátttakendur vilja nýta tóbaks-, áfengis- og sykurskatt í öflugri endurhæfingu og ókeypis heilbrigðis- þjónustu fyrir börn og aldraða. MYND Rakel Ósk siGuRðaRDÓttiR „Maður hefur heyrt frekar lítið um það hverjar þessar niðurstöður eru. Ég bíð spenntur að sjá frekari út- færslu. Hugmyndin er fín og auð- vitað er þetta gagnlegt en bara það að finna út að heiðarleiki og virðing séu gildi sem þjóðin setur ofarlega og metur mikils hefði verið hægt að finna út með miklu einfaldari hætti en þarna gerðist,“ segir Birgir Guð- mundsson, lektor í stjórnmálafræði og kennari við fjölmiðlafræðideild Háskólans á Akureyri, um þjóð- fundinn á laugardaginn. Fundurinn var haldinn til að endurmeta grundvallargildi sem ís- lenskt samfélag er reist á og marka skýrari framtíðarsýn lands og samfélags. Rúmlega tólf hundruð manns tóku þátt í fundinum sem skipt var niður í hópa sem ræddu saman hver við sitt borð. Heiðar- leiki er það gildi sem þátttakendur fundarins telja mikilvægast. Á hæla þess fylgja jafnrétti, virðing, rétt- læti, kærleikur og ábyrgð. Hröð úrvinnsla Birgir segir umræðurnar við borðin það sem skiptir máli. „Hugmyndafræðin byggist á því að taka tölfræðilega marktækt úr- tak af þjóðinni en verðmæti þessa fundar hlýtur að liggja í samantekt- inni á umræðunum og greiningu á þeim. Hana hefur maður ekki séð.“ Hann segir fundinn einhvern besta mælikvarða sem hægt er að fá á þjóðarpúlsinn í dag. „Þetta er í rauninni ofurskoð- anakönnun. Það er hægt að nota niðurstöður fundarins sem viðmið um stemninguna hjá þjóðinni og hvað þjóðin er að hugsa á þessum tímapunkti. Eftir sem áður er þetta ekki eitthvað sem hægt er að nota mjög lengi. Þetta er eitthvað sem verður að vinna úr mjög hratt. Eft- ir tvö til þrjú ár er þetta ekki sami leiðarvísirinn. Þá eru sjónarmiðin og gildismatið breytt.“ almennar niðurstöður Birgi finnst þær niðurstöður fund- arins sem hann hefur séð og les- ið um í fjölmiðlum frekar almenn- ar en telur fundinn sýna að fólk er óhrætt við að prófa eitthvað nýtt. „Hvað það er mikil þátttaka og hvað menn eru tilbúnir til að reyna sýnir að það er ákveðin þreyta með þetta hefðbundna pólitíska ferli og pólitísku stofnanirnar. Þetta ber því vitni að fólk er tilbúið til að prófa eitthvað nýtt og vita hvort það ger- ist eitthvað frumlegt. Hvort það komi einhverjar nýjar hugmynd- ir. En þær koma ekki fyrr en búið er að greina þessar umræður. Það sem við höfum séð ennþá er dálít- ið almennt. Eftir að við erum búin að ganga í gegnum táradal svika og pretta í samfélaginu telja menn að heiðarleiki skipti máli. Það þarf ekki að koma mjög mikið á óvart.“ Beint lýðræði Fundinum lauk á laugardagseftir- miðdag og var stemningin afar góð þegar blaðamann DV bar að garði. Margir töluðu um það að fram- kvæmd fundarins hafi verið til fyr- irmyndar og líkaði fólki að geta rætt sínar skoðanir og gildi á faglegum nótum, án frammígripa. Birgir telur að ef úrvinnsla fund- arins heppnast vel muni fleiri fund- ir fylgja í kjölfarið. „Ef úrvinnslan gagnast held ég að geti vel farið svo að fólk reyni að fá milliliðalausar hugmyndir frá fólki almennt, hvort það er ná- kvæmlega með þessum hætti eða einhverjum öðrum. Mér finnst það almennt séð ekkert ólíklegt í samfélaginu að menn reyni að út- færa beint lýðræði með einhverj- um hætti. Þetta er ekki alveg nýtt dæmi. Borgarafundir hafa verið haldnir víða en það sem er merki- legt við þennan fund er að hann er á stórum skala.“ ekki ný tíðindi Birgir segir þær niður- stöður um gildi sem birtar hafa verið eftir þjóðfundinn ekki vera sérstaklega ný tíðindi. lilja katRíN GuNNaRsDÓttiR blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Þátttakendur á þjóðfundi - Landshlutaskipting Reykjavík 618 suðvestur-kjör- dæmi 361 Norðvestur- kjördæmi 73 Norðaustur- kjördæmi 75 suðurkjör- dæmi 89 Karlar 53% Konur: 47% Góð þátttaka Samkvæmt heimasíðu þjóðfundarins voru skráðir þátttakendur á laugardaginn rúmlega tólf hundruð. Flestir komu úr Reykjavík og Suðvesturkjördæmi. Vinstri grænir funduðu um skattamál í gær: Auðmannsskattur á hátekjufólk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.