Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 24
Persie lengi frá Hollenski framherjinn Robin van Persie gæti orðið frá í það minnsta tvo mánuði eftir meiðsli sem hann hlaut í æfingalandsleik gegn Ítalíu á laugardaginn. Hann meiddist illa á ökkla eftir aðeins tólf mínútur og var borinn sárþjáður af velli. Það fer eðlilega eftir alvarleika meiðslanna hversu lengi hann verður frá en sérfræðingar segja tvo mánuði það minnsta miðað við fyrstu sýn. „Fyrsta skoðun leiddi í ljós slæm ökklameiðsli. Við erum að bíða eftir röntgenmyndum frá sjúkrahúsinu. Þetta er hrikalegt fyrir Robin, einnig Holland og auðvitað Arsenal,“ segir Bert van Marwij, þjálfari hollenska landsliðsins. Persie hefur átt frábæra leiktíð það sem af er með Arsenal sem er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Margir sáu eftir Nígeríu og Kamerún á síðasta heimsmeistaramóti í Þýska- landi árið 2006 enda þjóðirnar verið meðal þeirra bestu í Afríku um langt skeið og fastagestir á HM. Nígería fór afar illa út úr síðustu undankeppni en Kamerún missti af mótinu fyr- ir þremur árum á mun dramatískari hátt, sjálfur Samuel Eto’o klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma í síðasta leik riðlakeppninnar og sat liðið því eftir. En Nígería og Kamerún eru kom- in aftur á HM. Kamerún fór auð- veldlega upp úr sínum riðli, fjór- um stigum á undan Gabon en leikið er í fimm fjögurra liða riðlum þar sem aðeins efsta liðið kemst á loka- keppnina. Leið Nígeríu var þó mun grýttari. Fyrir lokaleikinn virtist ekk- ert í spilunum að Nígería væri á leið á HM. Nígería var tveimur stigum á eftir Túnis sem átti að því virtist létt- an leik eftir gegn Mósambík. Túnis tapaði þeim leik, 1-0, á sama tíma og Obafemi Martins skoraði sigurmark Nígeríu, 3-2, á 83. mínútu gegn Ken- íu og þar við sat. Ásamt Nígeríu og Kamerún kom- ust Fílabeinsströndin og Gana einn- ig á HM með öruggum sigrum í sín- um riðlum. Gífurleg spenna kom þó upp í C-riðli þar sem Alsír og Egypta- land börðust um síðasta sætið. Alsír hafði þriggja stiga forskot fyrir loka- umferðina þegar liðin mættust í Eg- yptalandi á laugardaginn. Egypta- land þurfti að vinna Alsír 3-0 til þess að komast á HM en tókst aðeins að skora tvö mörk og eru því Alsíringar komnir aftur á HM eftir nokkurt hlé. Sigurvegarar síðustu tveggja Afríku- keppna, Egyptaland, verða að bíða eitthvað lengur eftir því að komast á HM. tomas@dv.is Undankeppni HM í Suður-Afríku lokið: nígería og Kamerún Komin aftur UMsjón: tóMAs ÞóR ÞóRðARson, tomas@dv.is 24 mánudagur 16. nóvember 2009 sPort anelKa hetja fraKKa n Framherjinn Nicolas Anelka skoraði eina mark leiksins þegar Írland og Frakkland mættust í fyrri leik umspils undankeppni heimsmeist- aramótsins á Croke Park í Írlandi. Mikil eftirvænting ríkti í Írlandi fyrir leikinn en því miður fyrir heimamenn tókst þeim ekki að skora. Mark Anelka sem kom á 72. mínútu er kærkomið fyrir Frakka en ævintýraleg pressa er á þeim að komast á HM. Seinni leikurinn fer fram eins og aðrir í umspilinu á miðvikudaginn. stálhePPnir Portúgalar n Varnarmaðurinn Bruno Alves skoraði eina mark Portúgals þegar það lagði Bosníu-Herse- góvínu, 1-0, á heimavelli í fyrri leik umspilsins. Bosníu- menn léku afar vel í riðlakeppn- inni og gáfu ekkert eftir gegn vel mönnuðu liði Portúgals í leiknum. Gestirnir áttu heil þrjú skot í tréverkið og voru afar óheppnir að jafna ekki undir lokin þegar framherjinn Edin Dzeko skallaði í slá af markteig og félagi hans fylgdi því eftir með skoti í stöngina á opið markið. Von hjá slóVenum n Það blés ekki byrlega fyrir Slóvena gegn Rússlandi í fyrri umspilsleik liðanna sem fór fram í Moskvu. Everton- maðurinn Dimitar Bilyaletdin- ov skoraði tvö mörk, á 40. og 51. mínútu, og virtist sem Rússar ætluðu að sigla lygnan sjó inn á HM. En Slóvenar höfðu ekki sagt sitt síðasta orð og hleypti Nejc Pecnik, leikmaður Slóvena, fjöri í rimmuna með marki á 88. mínútu. Dugar því Slóvenum 1-0 sigur heima til þess að komast á heimsmeistarakeppnina. fyrirséð í griKKlandi n Markalaust er í rimmu Grikk- lands og Úkraínu eftir fyrri leik liðanna á Karaiskakis-vellinum í Grikklandi. Margir sáu úrslitin fyrir þar sem Grikkir spila að vanda stíf- an varnarleik og virðist oft vera meinilla við það að skora mörk. Úkraínumenn sóttu í leiknum og fengu ágætis færi, eins og reyndar heimamenn, en úrslitin urðu markalaust jafntefli. Liðin mætast að nýju í Kænugarði á miðvikudaginn þar sem mörkin telja tvöfalt fyrir Grikkland. HM-UMSPIL Komnir aftur nígería er aftur mætt á HM eftir smá hlé. mynd AFP Handboltaguðinn var á „copy/paste“- takkanum að Ásvöllum um helg- ina þar sem Íslandsmeistarar Hauka lögðu ungverska liðið Pler KC, sam- anlagt 48-47, í tveimur leikjum. Ein- ar Örn Jónsson var hetja Haukanna um helgina en hann skoraði jöfnun- armarkið, 26-26, þegar ein sekúnda var eftir af fyrri leiknum og svo sig- urmarkið í gærkvöldi, 22-21, þeg- ar fimm sekúndur voru eftir. Haukar verða því með í pottinum þegar dreg- ið verður í 16 liða úrslitin en þar verða meðal annars þýsku stórliðin Flens- burg og Lemgo. Rafmagnaður endir Haukar leiddu nær allan leikinn í gær, mest með fjórum mörkum snemma í fyrri hálfleik, 10-6, en jafnt var í hálf- leik, 12-12. Íslandsmeistararnir fóru oft á tíðum ævintýralega illa með góð tækifæri til þess að stinga Ungverjana af. Þess í stað leyfðu þeir Pler-mönn- um að hanga inni í leiknum en helsta vandamál Haukanna voru þau fjöl- mörgu dauðafæri sem þeir klúðruðu. „Við vorum bara í erfiðleikum all- an leikinn,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, þó kampakátur við DV eftir leikinn. „Við vorum hrein- lega að spila illa og fengum til dæm- is ekki það sem við eigum að fá út úr skyttunum. Svo vorum við að nýta dauðfærin alveg hrikalega illa í horn- unum,“ sagði Aron. Þegar ein mínúta var eftir af leikn- um var jafnt, 21-21. Góður varnarleik- ur Hauka tryggði þeim lokasóknina þar sem Einar Örn fór inn úr horn- inu með fyrrgreindum afleiðingum og allt ætlaði um koll að keyra að Ás- völlum. „Við erum virkilega ánægðir að klára þetta lið. Það er líka frábært fyrir íslenskan handbolta að komast áfram í 16 liða úrslitin. Það er ekki oft sem íslenskt lið er með í Evrópu- keppni eftir áramót en nú erum við að gera það annað árið í röð,“ sagði Aron skælbrosandi að lokum. Evrópukeppnin góð í kreppunni Hetja gærdagsins, Einar Örn Jóns- son, var á því að betra liðið hefði komist áfram úr rimmu liðanna. „Mér fannst við vera aðeins betri en þeir. Það munar nú samt bara einu marki eftir 120 mínútur af handbolta en miðað við að við vorum ekki að spila okkar besta leik held ég að við séum betri,“ sagði Einar sem er hæst- ánægður að halda Evrópukeppninni áfram. „Það er mjög ánægjulegt að kom- ast áfram. Í 16 liða úrslitunum skiptir engu máli hvernig þú spilar, það eru allt góð lið. Við lítum á þessa Evrópu- keppni bara sem bónus. Þetta er bara spurning um að hafa gaman af þessu og reyna brjóta aðeins upp kreppu- veruleikann hérna heima,“ sagði hetja Haukanna um helgina, Einar Örn Jónsson. EINAR ÖRN vAR HETJA HAUKANNA Einar Örn Jónsson skaut Haukum áfram í 16 liða úrslit Evrópukeppni félagsliða á dramatískan hátt að Ásvöllum í gærkvöldi. Hann skoraði sigurmark leiksins, 22-21, þegar fimm sekúndur voru eftir og komust Haukar áfram samanlagt, 48-47. Einar skor- aði einnig jöfnunarmarkið á síðustu sekúndunni í fyrri leiknum á laugardaginn. TÓmAS ÞÓR ÞÓRÐARSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Pler - hauKar 21 - 22 (12-12) n mörk Hauka: sigurbergur sveinsson 6/3, Freyr Brynjarsson 4, Björgvin Hólmgeirsson 3, Heimir óli Heimisson 2, Elías Már Halldórsson 2, Guðmundur Árni ólafsson 2, Pétur Pálsson 1, stefán sigmannson 1, Einar Örn jónsson 1. n Varin skot: Birkir Ívar Guðmunds- son 15/2 Pler 21 - 22 haukar Hetjan Einar Örn jónsson skoraði sigurmark Hauka þegar örfáar sekúndur voru eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.