Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 15
fréttir 16. nóvember 2009 mánudagur 15 ÞJÓÐGARÐUR FYRIRMANNA athygli þar sem flytja þurfti efnivið með þyrlu og olli það óánægju með- al gesta og annarra sumarhúsaeig- enda. Bústaðurinn stendur enn hálf- kláraður og hefur ekkert verið unnið í honum síðan í fyrra. Byggingarefni liggur á víð og dreif um lóðina og er steyptur grunnurinn ekki falleg sýn í þjóðgarðinum. Sjálfstæðispar Við Valhallarstíg syðri númer 22 á einkahlutafélagið Systrabúð tæplega fimmtíu fermetra bústað. Í því félagi situr Ólafur Ísleifsson, lektor við við- skiptadeild Háskólans í Reykjavík. Ólafur átti bústaðinn áður á sínu nafni með fyrrverandi eiginkonu sinni, Dögg Pálsdóttur hæstaréttar- lögmanni. Ólafur hefur sinnt mörgum merk- um störfum í gegnum tíðina. Hann var efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar frá 1987 til ‘88 og vann ýmis störf innan Seðlabanka Ís- lands. Dögg var fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suð- ur 2007 til 2009 og tók þrívegis sæti á Alþingi á því kjörtímabili. Seldist á tugi milljóna Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, á bústað við Valhallarstíg nyrðri númer 9 með manni sín- um, Friðriki Hallbirni Karlssyni fjárfesti. Um er að ræða tæplega 72 fer- metra bústað sem skötuhjú- in keyptu af Helgu Gísladóttur fyrr á þessu ári. Helga er eigin- kona Eiríks Sigurðsson- ar, stofnanda versl- anakeðjunnar 10-11. Húsið var byggt árið 1942 og seldist samkvæmt heimildum á tugi millj- óna. Við Valhall- arstíg syðri númer sextán á Öss- ur Kristinsson, forstjóri Össurar hf., sumarhús. Það keypti hann af Davíð Scheving Thorsteinsson árið 2002 en Davíð hafði átt bústaðinn síðan hann var byggður. Davíð á merkan feril að baki og sat meðal annars í stjórn Al- mennra trygginga, Glitnis, Hafskips og Burnham International á Íslandi. Hann var ræðismaður Írlands frá 1977 og aðalræðismaður frá 1983. Hann var í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins frá 1979 til 1992, varamað- ur í bankaráði Landsbanka Íslands 1972 til 1984 og varamaður í banka- ráði Seðlabanka Íslands frá 1984 til 1993. Engin ný leyfi veitt Það er ekki bara hús Ágústs Guð- mundssonar sem er í byggingu held- ur annað svipað að stærð, einnig steypt. Engar upplýsingar um hús- ið fengust hjá aðstoðarmanni bygg- ingarfulltrúa Bláskógabyggðar. Þá er bústaður í byggingu við Valhall- arstíg um þessar mundir sem vakið hefur mikla athygli í ljósi bágrar fjár- hagslegrar stöðu eigandans. Hann er Laugar ehf., þar sem Björn Leifs- son, kenndur við World Class, situr einn í stjórn. Nú eru allir bygg- ingarskil- málar í þjóð- garðinum í endurskoðun. Að sögn Álfheið- ar Ingadóttur, formanns Þing- vallanefndar, þýðir það ekki að sum- arhúsaeigendur geti ekki byggt en nefndin hefur ekki veitt nein ný byggingarleyfi síðan hún var kosin í ágúst. „Þessir byggingarskilmálar hafa verið í endurskoðun nokkuð lengi. Það hefur legið fyrir nokkuð lengi að allir lóðaleigusamningar renna út á miðju næsta ári. Það hefur líka leg- ið fyrir að það hefur ekki verið sam- ræmi í byggingarskilmálum nefnd- arinnar og byggingarskilmálum sem Bláskógabyggð hefur haft. Bygging- arskilmálar, lóðaleigusamningar og deiliskipulag hefur allt verið í end- urskoðun hjá nefndinni í talsverðan tíma. Miðað er að því að ljúka því fyr- ir mitt næsta ár þegar allir lóðaleigu- samningarnir renna út.“ Hefur ekki hugmynd Í fundargerð Þingvallanefndar 14. október kemur fram að við endur- nýjun lóðasamninga þurfi að huga að ýmsu. „Meiri kröfur eru gerðar til safn- þróa, huga þarf að aðgengi almenn- ings um þjóðgarðinn og að Þingvalla- vatni, sem og að stærð, byggingarefni og útliti húsa.“ Aðspurð hvort stærð bústaða verði takmörkuð eftir að endur- skoðun skipulagsmála er lokið seg- ir Álfheiður slíkar takmarkanir vera fyrir hendi í byggingarskilmálum Bláskógabyggðar og Þingvallanefnd- ar. Hún segist ekki vita hverjar stærð- artakmarkanirnar eru. „Ég hef ekki hugmynd um það.“ Breyttir tímar Ekkert hefur verið unnið í húsi Ágústs síðan í kringum bankahrunið í fyrra. Á lóðinni liggur byggingarefnið. mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon Byggir í skugga taps Björn í World Class byggir nú tæplega 160 fermetra bústað í þjóðgarðinum. Hann notar pramma til að ferja efnivið yfir vatnið. mynd HEiðA HElgAdóttir Hálfkláraður Þessi bústaður er hálfkláraður en engar upplýsingar fást um hann hjá Bláskógabyggð. Svo virðist sem ekki hafi verið unnið í honum um nokkurt skeið. mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon Forseti og bæjarstjóri Ásdís Halla og Vigdís bjuggu í sama húsi. Nú er það í eign fyrrverandi forstjóra Toyota. Hjón með bústað Dögg og Ólafur áttu bústað við Valhallarstíg þangað til þau skildu. Nú er bústaðurinn í eigu Systrabúðar ehf. þar sem Ólafur situr í stjórn. Keyptu af verslunarkóngi Þorbjörg Helga og maður hennar keyptu bústað af eiginkonu stofn- anda 10-11. mynd EggErt JóHAnnESSon Á þann stóra Bústaðurinn sem er í eign Guðrúnar og nokkurra annarra er tæplega tvö hundruð fermetrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.