Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Qupperneq 46
Vel valin sundföt geta undir-strikað það besta við vaxtarlag-ið á meðan sundföt sem passa illa geta haft akkúrat öfug áhrif og dregið athygli að því sem þú vilt helst fela. Þau þrjú orð sem þú þarft alltaf að hafa í huga þegar þú velur þér sundföt eru: litur, samsetning og snið. Tískustraumar hafa líka áhrif á sund- föt. Háar buxur og bikinítoppar í anda sjötta áratugarins, hlýralausir topp- ar sem og toppar sem eru aðeins með hlýra yfir aðra öxlina, blómamynstur og grafísk prent er afar heitt í sumar og þá sérstaklega djarfir sundbolir sem sýna bera húð hér og þar eða eru með mjög djúpu V-hálsmáli. ingibjorg@dv.is Njóttu sumarsiNs í botN Þar sem ís- lenska sumarið er heldur í styttri kantinum verðum við að njóta þess til hins ítrasta. Næst þegar þú skiptir um á rúmunum er um að gera að nota tækifærið og hengja hreinu rúmfötin út svo geislar sólarinnar og vindurinn gefi þurrkaranum þínum frí. Það er fátt dásamlegra en að skríða upp í ferskt og ilmandi hreint rúm. Annað gott ráð til að njóta sólarinnar til hins ítrasta er að borða úti á verönd við hvert tækifæri. Ekki skemmir fyrir ef grænmetið kemur beint úr garðinum. „Sumarlínan er mjög litrík og stelpuleg. Þetta eru fullorðins kjólar úr rómantískum og svo- lítið barnalegum efnum og stíll- inn minnir á hljómsveitina Coco Rosie. Þú getur alveg verið í striga- skóm við,“ segir Sandra Berndsen fatahönnuður sem hannar undir merkinu Oktober. Sandra býr í Danmörku og hef- ur tekið þátt á mörkuðum sem svipar til PopUp-markaðanna hér. Hún segir mikið hark í bransan- um í Kaupmannahöfn enda séu margir um hituna. „Ég og fjórar aðrar stelpur rekum saman versl- un þar sem við erum einnig með vinnustofu. Það er mjög erfitt að komast inn í bransann þarna úti enda mikið af ódýrum og vinsæl- um verslunum eins og H&M sem er erfitt að toppa en sem betur fer eru Danir hrifnir af hönnun,“ segir hún og bætir við að hún hafi gam- an af baráttunni. „Ég er allavega ekkert á leiðinni heim í bráð enda gift Dana en maður veit auðvitað aldrei.“ Sandra er á Klakanum þessa dagana og verður með á PopUp- markaðnum sem haldinn verður í Hafnarhúsinu um þarnæstu helgi. Aðspurð segir hún að sér lítist vel á sumartískuna. „Margir hönnuð- ir eru að gera mjög flotta hluti. Í sumar er um að gera að vera litrík- ur og frjálslegur og þora að blanda saman mismunandi flíkum.“ Hægt er að skoða hönnun Söndru á vefnum okt.is. Sandra Berndsen fatahönnuður selur hönnun sína í verslun sinni í Kaupmannahöfn: Litadýrðin ræður ríkjum í sumar UmsjóN: iNdíANA ásA hrEiNsdóttir, indiana@dv.is Er barnið öruggt í sum- arlEyfinu? n mundu að bera vel af sólarvörn á barnið áður en þið farið út í sólina og endurtaktu reglulega yfir daginn. n derhúfa ver höfuð barns fyrir sterkum geislum sólarinnar yfir heitasta tíma dagsins. n settu armkúta á lítil börn í sundlauginni. mundu að börn þín eru í sundi á þína ábyrgð. n hafðu vatnsbrúsa ávallt meðferðis. hiti getur farið illa í börn. n sólgleraugu verja augu barnsins frá geislum sólarinnar. n Ungbörn ættu að vera í skugga í miklum hita. n Ekki leyfa barninu að leika sér berfættu á tjaldsvæðinu. n reyndu að halda í rútínuna þótt um sumarleyfi sé að ræða því þá gengur allt betur. sumarlEgur glamúr- drykkur n 60 ml vodka n 15 ml ferskur sítrónusafi n 15 ml ferskur lime-safi n 15 ml sýróp eða 1 tsk. sykur n dropi af Crème de cassis Settu martiniglas á hvolf ofan á und- irdisk fullum af Crème de cassis og skelltu svo glasinu ofan á undirskál fulla af sykri. Settu drykkjarblönd- unni í hristara og bættu klaka út í. Helltu varlega ofan í martiniglas- ið án þess að skemma skreyting- una. Ljúktu við kokteilinn með því að hella einum dropa af Crème de cassis í mitt glasið. 46 föstudagur 18. júní 2010 Litrík sandra í litríkum kjól úr eigin sumarlínu. Veldu sundföt út frá vaxtarlagi Sólríkir dagar og heitar laugar er tvenna sem hljómar vel. Það getur verið afskaplega ljúft að láta líða úr sér í lauginni og leyfa geislum sólarinnar að leika um líkamann. Til þess að geta notið þess er samt mikilvægt að manni líði vel í lauginni. Galdurinn við að vera sjálfsöruggur í sundfötum felst í því að vanda valið á þeim og velja föt sem henta líkamsvextinum. Þótt konurnar hér séu allar þvengmjóar vilja sumir draga athyglina frá ákveðnum svæðum og að öðrum um leið. stór rass Dökkir litir grenna og sömuleiðis stórgerð mynstur. Buxur sem ná hátt upp í mittið henta betur en þær sem liggja lágt á afturendanum. Best er að forðast buxur með drengjasniði þar sem þær geta haft þau áhrif að rassinn virðist vera stærri en hann er í raun. LitLar mjaðmir Mjaðmirnar virðast breiðari ef bux- urnar eru þverröndóttar. Léttir litir og fíngerð mynstur henta líka vel. Boxerbuxur geta hjálpað til við að skapa ávalar línur og gefa þér stundaglasavöxt. Bikiníbuxur sem eru bundnar á hliðunum geta einnig hjálpað til við að skapa lín- ur. Skorin sundföt með götum við mjaðmirnar skapa sömu áhrif.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.