Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað „Þessi ótti við pabba var alltaf til staðar, hann stjórnaði algjörlega andrúmsloftinu á heimilinu. Það var í kringum sex ára aldurinn sem ég man fyrst eftir að pabbi beitti mömmu líkamlegu ofbeldi. Hann var oft fullur og varð þá mjög illa drukkinn.“ Svona lýsir Björg Ásdís- ardóttir upplifun sinni af heimilis- ofbeldi sem hún, fjórar yngri syst- ur hennar og móðir urðu fyrir til margra ára. Það kaldranalega er að sjálf beitti hún eigin börn andlegu ofbeldi því hún „fór vitlaust forrituð út í lífið“ og kunni ekki að eiga í eðli- legum kærleiksríkum samskiptum. Aukin umræða mikilvæg Saga Bjargar er einstök að því leyti að hún varð fyrir mjög grófu kyn- ferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu föður síns og sem betur fer hafa ekki komið upp mörg tilfelli í líkingu við hennar, svo vit- að sé. Systir Bjargar, Thelma Ásdís- ardóttir, steig fram með eftirminni- legum hætti þegar hún sagði sögu sína í bók sem Gerður Kristný skráði og vakti mikinn óhug hjá þjóðinni. Björg féllst á að segja sögu sína í von um að aukin umræða verði til þess að auðveldara verði fyrir konur sem búa við hvers kyns ofbeldi að leita sér aðstoðar. Hún vill líka segja frá því hvaða áhrif það hefur á barn að alast upp við ótta og ógn í stað ör- yggis og kærleika. Reynsla Bjargar hefur markað djúp spor í líf hennar og hún lítur á það sem lífstíðarverk- efni að vinna úr fortíðinni. Ofboðsleg skelfing „Ég upplifði aldrei mömmu mína og pabba sem hamingjusöm hjón og var alltaf mjög meðvituð um þetta andlega ofbeldi sem hann beitti hana. Pabbi var þessi ógnvald- ur á heimilinu og allt gekk út á það að hafa hann góðan. Í fyrsta skipti sem ég man eftir að pabbi gekk illa í skrokk á mömmu var ég sex ára. Ég man eftir ofboðslegri skelfingu þar sem ég stóð hjá og öskraði af öllum lífs og sálar kröftum. Eftir það gekk allt út á það að koma upp á milli þeirra og halda friðinn. Ég var kom- in í þá stöðu að passa upp á að þeim lenti ekki saman. Ég tiplaði á tánum og gerði allt fyrir pabba svo að hann hefði ekki ástæðu til að reiðast. Ég var líka að passa að mamma hefði ekki ástæðu til að rífast við hann svo að ég laug að mömmu þegar þess þurfti og hélt hlífiskildi yfir pabba. Ég vissi að annars myndi þetta enda með barsmíðum.“ Hún lýsir stöðunni á heimilinu eins og nokkurs konar stríðsástandi þar sem ógn lá yfir heimilisfólkinu eins og mara. Björg og systur hennar lærðu að hlýða og gera eins og pabbi þeirra sagði til að halda friðinn. Það hvarflaði ekki að þeim að óhlýðnast. „Ég reyndi að vera eins lítið heima og ég gat og skammaðist mín fyrir heimilið. Það var mikið drukkið og við bjuggum í mikilli fátækt. Ofbeld- ið var alltaf yfirvofandi, sérstaklega þegar hann var fullur. Þegar ég kom heim úr skólanum opnaði ég allt- af útidyrnar fyrst til hálfs og notaði öll skilningarvit til að meta ástand- ið á heimilinu. Maður hlustaði eftir hljóðunum, athugaði hvernig fólki lá rómur og hvort hann væri fullur. Þannig reyndi ég að skynja hvernig andrúmsloftið var. Ég var sérfræð- ingur í að lesa í allt í umhverfi mínu og var stöðugt að athuga hvernig öðrum liði.“ Andartaksfrelsi Móðir Bjargar reyndi hvað hún gat að vernda systurnar fyrir ofbeldinu og hún segir hana hafa verið ljósið í lífi þeirra. Í eitt skipti þegar hún ætl- aði að fara frá föður þeirra fóru þær ásamt móður sinni norður á Skaga- strönd þar sem móðurfjölskyldan bjó. „Þá var ég sjö ára og ég man hvað ég var ofboðslega glöð þegar við fórum. Við vorum á Skagaströnd heilt sumar og það var dásamlegur tími. Þar gat ég verið frjáls og leik- ið mér eins og önnur börn. Síðan fór pabbi að hafa samband og lof- aði öllu fögru. Á endanum snéri mamma aftur. Það voru mikil von- brigði fyrir mig og ég kveið fyrir því að fara. Þegar við komum heim var pabbi byrjaður að stunda vinnu eins og hann hafði lofað að gera. Hann var búinn að raka sig og var fínn og strokinn. Pabbi hélt vinnunni í tvo mánuði en síðan fór allt í sama far- ið.“ Hent út eins og hverju öðru rusli Móðir Bjargar reyndi að vernda systurnar eftir bestu getu en úrræð- in á þeim tíma voru engin og stuðn- ingur við fjölskylduna lítill. Án eig- inmannsins var hún einstæð fimm barna móðir sem átti í engin hús að venda. „Mamma var alltaf minn klettur, hún mátti ekki fara af heimilinu því þá var ég alveg gjörsamlega ber- skjölduð. Ég gleymi aldrei einu skipti þegar pabbi var á einhverju eiturlyfjatrippi og fleygði mömmu nakinni út um hábjartan dag. Hann henti henni út eins og hverju öðru rusli og ég man þegar ég sá hana allsbera úti á miðri götu. Það var vinnuflokkur að störfum í götunni og ég vorkenndi mömmu mikið að þeir skyldu sjá hana nakta. Ég var líka svo hrædd um að hún kæmi ekki aftur heim. Ég óttaðist mest af öllu að missa mömmu Hún náði sér í föt af þvottasnúrunni og hlóp nið- ur götuna til ömmu. Eftir að hann henti mömmu út hélt hann okk- ur vakandi í sólarhring og lét okk- ur hlusta á sögur. Við máttum ekki hreyfa okkur og hann trylltist þegar við sofnuðum fram á borðið.“ Kom alltaf aftur Björgu dreymdi um að þeim yrði bjargað. En í ekkert skiptið sem lögreglan var kvödd á heimilið var aldrei talað við þær systur og þær spurðar út í ofbeldið. Móðir þeirra, buguð af andlegu ofbeldi og með- virkni, vildi aldrei kæra föður þeirra og horfði fram hjá ofbeldinu sem þær urðu fyrir. „Þegar ég var um sjö ára talaði ég óhikað um kyn- ferðisofbeldið sem ég varð fyrir og sagði einni vinkonu minni frá því. Þá varð allt vitlaust. Löggan kom og hann var settur í fangageymslu. Mér fannst gott að pabbi væri sett- ur í fangelsi en svo lærði ég að það var aðeins tímabundið. Hann kom aftur. Þá lærði ég að þegja. Ég man að kennararnir og hjúkrunarfræð- ingurinn í skólanum spurðu mig einhvern tímann hvernig ástandið væri á heimilinu. Hvort pabbi væri góður við okkur. En þá var ég orðin eitthvað um 10 ára gömul og búin að læra að loka.“ Hlegið að nauðgun Þrátt fyrir að lögreglan, nágrannar, skólayfirvöld og fleiri vissu að eitt- hvað væri að á heimilinu var ekkert aðhafst. Ítrekað brugðust yfirvöld Björgu en það var atvik sem hún varð fyrir á unglingsaldri sem varð til þess að hún missti allt traust. „Þegar ég var þrettán ára sendi pabbi mig í heimahús til að ná í áfengi fyrir sig og þar var mér nauðgað. Ég fór á lögreglustöðina í Kópavogi og var færð í lítið yfirheyrsluherbergi þar sem sátu fjórir eða fimm lögreglu- menn. Eftir að ég hafði sagt þeim frá nauðguninni spurði einn þeirra hvort pabbi væri hvort sem er ekki búinn að kenna mér þetta allt sam- an og hinir glottu. Skömmin sem helltist yfir mig var yfirþyrmandi. Þarna missti ég alla trú á yfirvöldum og hugsaði að enginn gæti hjálpað mér.“ Hún lærði að lifa af og treysta á engan nema sjálfa sig. Byggði vegg í kringum sig sem á vissan hátt bjarg- aði henni og gerði hana ónæma fyr- ir ofbeldinu og hörmungunum sem dundu á fjölskuldunni dag hvern. „Ég varð algjörlega aftengd til- finningum mínum, eins og vél- menni. Ég grét aldrei. Ég man ekki eftir að hafa grátið síðan ég var um átta ára en vanlíðanin var mikil. Ég var mjög hlédræg og alltaf á nálum. Ég hlakkaði til að fara í skólann, því að þá var ég ekki heima hjá mér. Ég var ofboðslega feimin í skólan- um, lagði allt mitt í námið og fékk mjög góðar einkunnir. Ég átti engar vinkonur og var óörugg og hrædd í samskiptum við aðra og langt í frá að vera þessi týpíski unglingur. Þeg- ar ég sé svona einstaklinga núna „Ég upplifði aldrei mömmu mína og pabba sem hamingjusöm hjón og var alltaf mjög meðvituð um þetta and- lega ofbeldi sem hann beitti hana. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „MANNESKJUR EINS OG ÉG ERU HÆTTULEGAR“ Eilífðarverkefni að vinna úr ofbeldi Björg segist hafa farið vitlaust forrituð út í lífið og ekki kunnað að vera foreldri og eiga eðlileg samskipti við annað fólk. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI n Upplifði hryllilegt ofbeldi á heimili sínu n Dreymdi um að sér yrði bjargað n Beitti eigin börn andlegu ofbeldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.