Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 25
G óðar hugmyndir eiga skil- ið að verða að veruleika,“ segir Friðrik á meðan við bíðum eftir nýlöguðum lattebolla á nýjum Laundrom- at-stað í Austurstræti. Í kringum okkur er fjöldi iðnaðarmanna að fínpússa staðinn sem verður opn- aður í byrjun mars með tilheyr- andi látum og smiðshöggum. „Ef þú bíður og veltir vöngum, þá er í raun bara stilla,“ heldur Friðrik áfram. „Þú ferð ekki neitt, ert bara á sama stað. En ef þú tekur ákvörð- un og framkvæmir, þá er hreyfing á hlutunum. Þannig er lífið. Það er á hreyfingu.“ Friðrik kemur snöggvast auga á eitthvað ógert og biður mig að hafa sig afsakaðan í smástund. Hann sest á koll við einn vegginn og tekur upp breiðan límborða. „Ég þarf að koma þessu á vegginn snöggvast,“ eftir augnablik kallar hann til mín og biður mig að aðstoða sig. „Haltu borðanum stöðugum,“ segir hann og réttir mér annan enda borð- ans. Hann þrýstir rauðum límstöf- um á vegginn, orðið „Barnasvæði“ stendur nú á veggnum. Framkvæmdagleði Friðriks er alkunn og hann hefur komið víða við. Hann setti á fót Kaffibarinn sem nýverið var friðaður, dúnd- urbúlluna Frikka og dýrið ásamt Dýrleifu Örlygsdóttur, kaffihúsið Gráa köttinn, Kaupfélagið og hið farsæla Laundromat Cafe í Kaup- mannahöfn. Hann hefur gert upp yfir tug fasteigna, sinnt greinaskrif- um fyrir tímarit og dagskrárgerð í sjónvarpi. Hann vakti svo auðvitað athygli allra Íslendinga þegar hann tók upp á því upp á sitt einsdæmi að safna fé fyrir skuldum Ómars Ragnarssonar þar sem svo vel tókst til að öll þjóðin er honum þakklát fyrir. Það er stórkostlegt að tilheyra þjóð sem sameinast um svona mál, segir Friðrik. Fæddist á herspítala Friðrik fæddist á herspítalanum í Keflavík. Þeim stað á Íslandi sem hverfist um ferðalög. Eins og ferða- langarnir sem stoppa þar stutta stund á leið sinni að næsta áfanga- stað hefur Friðrik aldrei dvalið lengi á sama stað. Hann er skiln- aðarbarn og fluttist oft milli staða. „Áður en foreldrar mínir skildu fluttu þeir á milli staða vegna starfa sinna. Móðir mín og faðir störfuðu bæði sem framkvæmdastjórar hjá Sambandinu gamla. Ég held ég hafi verið í 10 mismunandi skólum á jafnmörgum árum og flutti bæði innan bæjarfélaga og á milli lands- hluta.“ Friðrik segir tíða flutninga í æsku ekki hafa rænt sig öðru en því að hann á ekki gamla æsku- félaga eins og svo margir aðrir og sér frekar kosti þess en galla. „Ætli vistaskiptin hafi ekki gef- ið mér aðlögunarhæfnina og ég hugsa að þau hafi líka kennt mér að dvelja ekki við fortíðina heldur að lifa svolítið í núinu. Það er ákaf- lega ríkt hjá mér að vera sífellt að huga að næstu skrefum í lífinu. Ég er alltaf á hreyfingu og hef sterk- an vilja til þess að framkvæma þær hugmyndir sem ég fæ.“ Björgunarsveitir kallaðar út í feluleik Æska Friðriks var ljúf en litrík og þegar hann var lítill átti hann það til að byggja og bæta hluti, stund- um í óþökk foreldra sinna. „Ég átti það til að taka upp á ýmsum prakk- arastrikum og fór stundum í ferða- lög, feluleiki og útilegur þannig að það þurfti að kalla út björgunar- sveitir á eftir mér. Ég hugsa að ég hafi ekki verið neitt brjálæðislegt vandræðabarn en kannski hefði ég verið settur á ritalín ef ég hefði fæðst tuttugu árum seinna. Mér finnst sjálfum það vera mistök í þjóðfélaginu að reyna að jafna alla út. Það má enginn hlaupa og vera svolítið ofvirkur í dag án þess að eiga það á hættu að vera settur á lyf. Það boðar ekki gott að steypa alla í sama mót. Þá útilokum við það óvænta.“ Á skíðum í partí Friðrik dvaldi hjá báðum foreldr- um sínum sem unglingur, hjá móður sinni í Reykjavík en með föður sínum á Akureyri. Í tvö ár dvaldi hann þó í heimavistarskól- anum á Núpi í Dýrafirði og stund- aði þar nám með borgarstjóra Reykvíkinga, Jóni Gnarr, og þing- konunni Birgittu Jónsdóttur meðal annarra. Hann segir þennan tíma lífs síns hafa verið dásamlegan. „Þetta var frábær tími,“ segir Friðrik. Þarna ríkti mikið frelsi og þarna voru frábærir krakkar sem nutu þess að vera þarna. Náttúr- an í Dýrafirði er að auki stórkost- leg og þess vegna mikil upplifun að fá að dvelja þarna. „En þvílíkur vilji sem ríkti hjá okkur að fara í partí á Ísafirði,“ segir hann og skell- ir upp úr. „Það er eiginlega bara hálffyndið að við skyldum lifa af sumar af þessum glæfraförum. Við létum snjóbíl keyra okkur upp á miðja heiði og skíðunum svo nið- ur í Ísafjörð og svo aftur að skólan- um, stundum í geðveiku veðri! Við lögðum oftar en einu sinni í leið- angur á skíðunum í blindbyl með partífötin okkar í bakpoka. Þetta er ágætis dæmi um það að unglingar sem vilja skemmta sér eru óstöðv- andi.“ Lærir af mistökum sínum „Ég bið ekki um próf þegar ég ræð fólk í vinnu. Ég horfi frekar í augun á því,“ segir Friðrik sem nam jafn- ólíkar greinar og hárgreiðslu og seinna trésmíði á skólaárum sín- um. „Ég fékk permanent og blástur metið inn sem valgreinar í smíð- inni!“ segir Friðrik og hlær. Hann kláraði ekki lokapróf í þessum fög- um en segist myndu hvetja ungt fólk til að klára sín mál í dag. „Ein- hvern tímann myndi ég vilja fara í kvöldskóla og klára gráðu í því sem ég hef áhuga á í dag. Til að mynda listasögu. Metnaður minn liggur ekki í hárgreiðslunni í dag,“ bætir hann við og hlær. Friðrik segist trúa því að það sé öllum hollt að læra af því að fram- kvæma hlutina og gera mistök. „Burtséð frá menntun og annarri reynslu, þá er reynslan af því að gera mistök einstaklega dýrmæt.“ Kaffibarinn og rokkstjörnulífið Friðrik var heillaður af miðbæn- um og sá mikla möguleika í því að bæta mannlífið með því að koma skemmtilegum hugmyndum í framkvæmd. Hann byrjaði á því að opna Dúndurbúlluna með Dýr- leifu og gekk sá rekstur allur von- um framar. En þar sem hann var á gangi í miðbænum og skoðaði hús að Bergstaðastræti 1 fann hann hjá sér þörf til að gerast stórtækari. „Ég sá möguleika í þessu gamla húsi á því að skapa eitthvað nýtt. Ég talaði við Andrés Magnússon, sjálfstæð- ismann, og hann samþykkti að vera með í því að opna nýtt kaffi- hús og bar og að fjármagna 40% á móti eignarhlut í staðnum. Staður- inn vakti strax mikla lukku og vel- gengni hans hefur síðan þá verið framar öllum vonum. En þetta sumar sem staðurinn var opnaður var svona „summer of ‚69“. Ég opnaði nefnilega aðra verslun í gamla Rauðakrosshúsinu á Laugavegi og fljótlega snerist lífið hreinlega á hvolf. Það var brjálað að gera og þetta var nánast rokkstjörnulíf, mikið djamm og mikil vinna og fljótlega fékk ég nóg af þessu líferni.“ Stórtækur í fasteigna- kaupum og -sölu „Ég hef alltaf haft gaman af því að búa til og skapa og langaði til þess að gera það í frekara næði. Ég kúplaði mig því út úr rekstrin- um og hófst handa í nýjum kafla í lífi mínu. Það lá beint við að fara í húsasmíði eftir að hafa farið í gegn- um þetta ferli með Kaffibarinn. Þetta þróaðist þannig að ég keypti mér litla íbúð í bænum og gerði hana upp, en þar bjó ég í nokkur ár,“ segir hann. „Ég bar mig afskap- lega klaufalega að í fyrsta skipti. Reif niður þak með klaufhamri um miðja nótt og skemmdi á mér hendurnar. En ég seldi eignina og keypti mér gamalt og skemmtilegt hús við Smiðjustíg 11 en það hús byggði Gísli Guðmundsson árið 1910. Ég hélt ég myndi búa þarna ævina á enda og hreifst svo af hús- inu. En ég seldi það einnig á end- anum þrátt fyrir allt. Eftir nokkur ár hafði ég fest kaup á 14 fasteign- um og gert þær upp og selt. Ég bar sterkar taugar til hverrar einnar og einustu þeirrar og held ég hafi ver- ið að leita að minni endastöð.“ Ber sterkar taugar til miðbæjarins Friðrik ber sterkar taugar til mið- bæjarins. „Ég er ákaflega hrifnæm- ur maður og mér finnst miðbærinn vera sál borgarinnar,“ segir hann. „Fólk hefur verið að vakna til vit- undar og við erum að snúa frá því að nútímavæða allt. Þessi gömlu hús sem hér eru búa yfir aðdráttar- afli engu líku og þegar ég kem inn í húsnæði sem hefur þokka og sögu þá fæ ég ákveðna tilfinningu sem ég fæ illa lýst. Ég fæ hana þegar ég stend inni í þessu gamla og glæsta húsi hér,“ segir hann og bendir í kringum sig. „Þetta hús er einstakt og á sér mikla sögu. Ég kom hér oft Friðrik Weisshappel er hugmyndaríkur maður og lætur ekkert stöðva sig fái hann góða hugmynd. Kristjana Guðbrandsdóttir hitti Friðrik á nýju íslensku Laundromat-kaffihúsi í Austurstræti 9 sem verður rekið að fyrirmynd þess danska og ræddi við hann um góðar hug- myndir og nauðsyn þess að gera mistök, auraleysi og ástina sem hann fann í græneygðri fegurðardís í Kaupmannahöfn. Hollt að gera mistök Viðtal | 25Helgarblað 25.–27. febrúar 2011 Við stofnun Laundromat Cafe í Danmörku Friðrik og Ingvi Steinar við barinn á Laundromat í Kaupmannahöfn. Á þessum tímapunkti grunaði Friðrik ekki hversu mikil velgengni staðarins yrði. Friðrik og Irma Friðrik býr í Kaupmannahöfn með konu sinni Tinu og dætrunum Irmu og Yrsu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.