Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Helgarblað 15.–17. apríl 2011 Sundlaugar borgarinnar fá andlitslyftingu: Laugardalslaug endurbætt Borgarráð samþykkti í dag fram- kvæmdaáætlun um endurbætur á sundlaugunum að upphæð 275 milljónir, en alls er gert ráð fyrir 500 milljónum króna í fjárhagsáætlun 2011. Framkvæmda- og eignasviði er því heimilt að hefjast handa við hönnun og framkvæmdir. Endur- bæturnar sem snúa ýmist að við- haldi eða nýframkvæmdum ná til allra almenningslauga borgarinnar, sem og Ylstrandarinnar í Nauthóls- vík. Rúmlega helmingur fram- kvæmdafjár núna fer til verkefna við Laugardalslaug. Gönguleiðir á laugarsvæðinu verða endurgerðar og upphitaðar. Þá verður komið fyr- ir nýjum sjópotti og ráðist í fyrsta áfanga á endurgerð búningsher- bergja. Fleiri leiktækjum verður komið fyrir í barnalaug. Í Grafar- vogslaug verður eimbaðið endur- gert, í Árbæjarlaug verður unnið við nuddpott og í tengslum við Breið- holtslaug er til skoðunar að koma fyrir líkamsræktaraðstöðu. Einnig er gufubað á Ylströndinni í Nauthóls- vík á teikniborðinu auk þess sem fyrirhugað er að fjölga þar leiktækj- um. Framkvæmdir í Nauthólsvík miða að því að ströndin verði opin allt árið en vinsældir hennar til sjó- baða aukast stöðugt. BÍLALIND.ISBílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900 Góð og örugg þjónusta Líttu við og láttu okkur sjá um að selja bílinn fyrir þig ! Mikil sala! Vantar nýja bíla á skrá Páskaeggjaleikur Bílalindar Opið virka d aga kl. 10.00–18. 00 Laugardaga kl. 11.30–15.0 0 BÍLALIND.IS Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900 Góð og örugg þjónusta Líttu við og láttu okkur sjá um að selja bílinn fyrir þig ! Mikil sala! Vantar nýja bíla á skrá Við felum páskaegg á hverjum degi til páska í bíl eða ferðavagni og sá sem finnur má eiga! Þeir sem kaupa eð selja bíl hjá okkur fram að páskum fá einnig páskaegg. BÍLALIND.ISBílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900 Góð og örugg þjónusta Líttu við og láttu okkur sjá um að selja bílinn fyrir þig ! Mikil sala! Vantar nýja bíla á skrá Dv e hf . 2 01 1 Árni M. Mathiesen, fyrrverandi ráð- herra Sjálfstæðisflokksins, og ís- lenska ríkið voru í Hæstarétti Íslands í gær dæmd til að greiða Guðmundi Kristjánssyni 500 þúsund krónur í miskabætur. Hæstiréttur mildaði þar með miskabótagreiðsluna um þrjár milljónir frá því sem Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í fyrra. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Árna og íslenska ríkið til að greiða Guðmundi 3,5 milljónir í miskabæt- ur og 1 milljón króna í málskostnað í apríl í fyrra fyrir að skipa Þorstein Davíðsson, son Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, í emb- ætti héraðsdómara á Norðurlandi eystra árið 2007. Málskostnaðurinn stendur Samkvæmt dómi Hæstaréttar skal málskostnaði ekki haggað og þurfa Árni og íslenska ríkið að greiða Guð- mundi 500 þúsund í málskostnað fyrir Hæstarétti. Guðmundur sótti um embættið haustið 2007 ásamt fjórum öðrum. Dómnefnd taldi að allir umsækjend- urnir væru hæfir. Þrír þeirra töldust mjög vel hæfir og var Guðmundur einn þeirra. Þorsteinn var hins vegar metinn hæfur. Hafði ekki faglega þekkingu Héraðsdómur hafði komist að þeirri niðurstöðu að Árni hefði, sem settur dómsmálaráðherra, með saknæmum og ólögmætum hætti gengið á svig við niðurstöð- ur lögboðinnar dómnefndar og skipað Þorstein, sem metinn var tveimur hæfnisflokkum neðar en Guðmundur og með brot af starfs- reynslu hans, í embættið. Í dómi héraðsdóms sagði meðal annars: „Í ljósi menntunar sinnar og starfsreynslu verður að telja að hann hafi ekki faglega þekkingu á störfum dómstólanna. Við ákvörð- un sína byggir hann á því að 4 ára starfsreynsla, sem aðstoðarmað- ur ráðherra, en lögfræðimenntun er ekki skilyrði fyrir því starfi, upp- hefji 35 ára starfsreynslu stefnanda sem öll tengist dómstólunum. Þessi háttsemi stefnda, Árna, er órafjarri skyldum hans sem veitingarvalds- hafa við skipun í dómaraembætti,“ eins og það var orðað í héraðsdómi. Ófullnægjandi rannsókn Hæstiréttur staðfesti að öllu leyti dómi Héraðsdóms Reykjavíkur en lækkaði miskabæturnar sem Guð- mundur fær frá Árna og ríkinu, eins og áður segir. Hæstiréttur fann Árna það meðal annars til saka að rannsókn hans á gögnum máls- ins hafi verið með öllu ófullnægj- andi. Árni hafði rökstudd ákvörð- un sína með því að niðurstaða dómnefndarinnar hafi verið ógagnsæ, lítt rökstudd og innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. Þrátt fyrir það tók Árni sér einungis tvo sólarhringa til að ákveða sig eftir að hafa fengið gögn málsins í hendurnar og leitaðist ekki eftir nein- um frekari gögnum sjálfur. Tveir dómarar Hæsta- réttar skiluðu sératkvæði en það voru þeir Árni Kol- beinsson og Markús Sigur- björnsson. Þeir voru ósam- mála meirihlutanum um miskabætur og vildu fella þær alfarið niður. n Hæstiréttur staðfesti dóminn yfir Árna M. Mathiesen fyrir ráðningu á syni Davíðs Oddssonar n Miskabætur lækkaðar um 3 milljónir n Tveir dómarar skiluðu sératkvæði Hæstiréttur mildaði dóminn Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is „Tveir dómarar Hæstaréttar skil- uðu sératkvæði en það voru þeir Árni Kolbeinsson og Markús Sigurbjörnsson. Þorsteinn Davíðsson héraðsdómari Þrír voru metnir hæfari en Þorsteinn þegar hann var ráðinn. Árni M. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra Dómurinn taldi rannsókn hans á gögnum málsins með öllu ófullnægjandi. Allt til reiðu Miklar framkvæmdir verða við Laugardalslaug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.