Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 36
36 | Viðtal 15.–17. apríl 2011 Helgarblað R agnhildur Magnúsdóttir Thordarson er fædd í Reykjavík en bjó í Stykkis- hólmi til 8 ára aldurs. Þá flutti hún til Kaliforníu og er mestmegnis alin upp í San Francisco og Los Angeles. Hún er stjórn- málafræðingur að mennt en sinnti dagskrár- gerð í mörg ár á Bylgjunni, Kiss FM og sjón- varpsstöðinni sálugu Sirkus.   Ragnhildur er framtakssöm og lifandi kona og því vatt áhuginn á dagskrárgerð upp á sig. Verkefnin urðu sífellt stærri og ekki leið á löngu áður en áhugi á kvikmyndagerð gerði vart við sig. Byrjendaverk hennar í kvikmyndagerð var  heimildarmyndin From Oakland to Ice- land. „Ég gerði myndina reynslulaus eftir eigin höfði og fjármagnaði hana með því að selja bíl- inn,“ segir Ragnhildur frá. Myndin fékk góðar viðtökur og var meðal annars sýnd á vef MTV í Skandinavíu, á RÚV og á Movieola-sjónvarps- stöðinni í Kanada. Ragnhildi líður vel úti í Bandaríkjunum þar sem hún eyddi stórum hluta æsku- og ung- lingsáranna. Hún fluttist aftur þangað síðast- liðið sumar ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi til þess að fara í framhaldsnám. „Ég bý í West Hollywood sem er frábær borg. Er á kafi í framhaldsnámi og er einnig að vinna í „internship“, verkefni tengt náminu, í bíómynd sem verður skotin í maí og júní. Við erum í „pre-production“, eða að undirbúa tök- ur. Aðalleikonan er mjög flott og hefur komið til Íslands en ég held að það sé ekki búið að senda út fréttatilkynningu um ráðningu henn- ar þannig að ég þarf víst að bíða með að nefna hana með nafni. Þetta er verulega skemmti- legur hópur og fjölbreyttur sem ég vinn með – ég kynntist danskri stelpu þarna á fyrsta degi sem er gullmoli og leikstjórinn er mjög flipp- aður og skemmtilegur Ameríkani af bestu gerð. Svo hef ég einnig stýrt umræðum og staðið í kynningum á svokölluðum „speaker-series“ í Warner Bros Studios og hef hitt fjölbreyttan hóp af sjóuðu fólki. Eftirminnilegast var viðtal við John Savage úr Deer Hunter sem var mjög áhugasamur og forvitinn um Ísland.“ Vandað nám „Ég er á kafi í New York Film Academy hjá Uni- versal Studios í framhaldsnámi í „producing“. Þetta er mjög fjölbreytt nám. Við tökum allt frá lögfræði eða „entartainment law“ og busi- ness-kúrsa upp í að pródúsera stuttmyndir og það er mjög mikið skrifað. Við skrifum eigin myndir og gerum myndir eftir aðra og þurf- um að hanna svokallaðar sjónvarpsbiblíur þar sem við teiknum upp þætti og erum í handrita- kúrsum. Ég hef einnig leikstýrt þremur verk- efnum. Við réðum vinnandi leikara í verkefnin. Ein leikkonan kom aftur í næsta verkefni og við munum vinna saman aftur. Við höfum feng- ið greiðan aðgang að vinnandi fólki í brans- anum. Það er ekki langt síðan handritshöf- undur Walking Dead sat með bekknum heilan sunnudag  og kenndi okkur um uppbyggingu og strúktúr í slíkum verkum. Konan sem rekur „producing“-deildina rak fyrirtæki fyrir Micha- el Mann í mörg ár og einn kennarinn minn hef- ur framleitt um 30 Disney-myndir. Þetta er of- boðslega skemmtilegt og einnig krefjandi nám og er ég stundum í burtu í 16–17 tíma á dag.“ Slitu trúlofun „Ég flutti út með fyrrverandi sambýlismann- inum mínum, Mikael. Við vorum saman í tvö ár og nokkra mánuði og vorum tiltölulega nýtrúlofuð þegar við skildum fyrir um þremur mánuðum. Stundum þegar fólk planar fram- tíð saman þá skýrast hlutirnir og við gátum ekki fundið flöt á framtíðinni. Þetta var auðvi- tað mjög erfitt enda var vægast sagt mikil ást í gangi þarna, sérstaklega í fyrstu, en í dag er allt alveg eins og það á að vera og allir sáttir. Við eigum í samskiptum annað slagið og erum í praktískum skuldbindingum saman enn og þurfum að klára viss mál. Hann er dýnamískur og flottur maður og hann mun alltaf eiga stað í hjarta mínu.“  Hefur flutt meira en 40 sinnum Ragnhildur vonast þó til að geta sinnt verk- efnum tengdum kvikmyndagerð hér heima og segist ekki vera ákveðin í því hvort hún sé al- farið flutt út.  „Við framleiðandinn Viðar Garðarsson höfum verið að krukka í verkefni sem ég fékk handritsstyrk fyrir frá KMÍ 2008 og það er aldrei að vita hvort það komist í framleiðslu.“ Nafn verksins er Fíkill. Myndin fjallar að sögn Ragn- hildar á óhefðbundinn hátt um nokkra ein- staklinga sem áttu við fíkniefnavanda að stríða en náðu að snúa lífi sínu við.    „Ég er reyndar bara hér sem námsmaður núna og lít bara á mig sem slíkan. En ég hef lært í lífinu að maður getur ekki ákveðið suma hluti fyrir fram. Ég hef flutt meira en 40 sinnum og maður veit aldrei hvernig eða hvar hlutirn- ir enda. En það er ekkert leyndarmál að ég er algjör Ameríkani enda ólst ég upp í Kaliforníu og var í grunn- og háskóla hér. Ég gjörsam- lega elska Ísland og sakna þess ofboðslega en mér leið alltaf pínu eins og útlendingi heima, enda var ég kölluð kanamellan í Kópavogin- um þegar ég kom til Íslands hér áður. Ég hlæ að þessu í dag en öllu gríni fylgir alvara, ég var svona kannski svolítill einfari. Ég skil kúltúrinn hér úti vel og vinn vel með Könum í þessum verkefnum.  Ég tala og skrifa mun betri ensku en íslensku líka sem auðveldar allt svona bæði í námi og í verkefnum almennt. Ég finn mig vel í þessu fjölmenningarsamfélagi sem Amer- íka er en Guð, Ísland er og verður alltaf heima. Landið er fallegt og magnað og Íslendingar skemmtilegir og kraftmiklir. Fjölskyldan býr hér í Kaliforníu og ég á foreldra hér og tvo ynd- islega bræður sem eru nú frekar miklir Kanar. Það er gott að vera nær þeim í bili.“ Kristjana@dv.is Ragnhildur Magnúsdóttir býr í Hollywood og undirbýr tökur á kvikmynd í fullri lengd. Hún er á kafi í framhaldsnámi í kvikmyndaframleiðslu og í náminu hefur hún greiðan aðgang að fólki í bransanum í Hollywood. Hún flutti út með fyrrverandi sambýlismanni sínum, Mikael Torfasyni. Ást þeirra var heit en sam- bandið gekk ekki upp. Þau voru nýtrúlofuð þegar þau slitu sambandinu en þrátt fyrir allt er Ragnhildur sátt og segir allt vera eins og það eigi að vera. „Mun alltaf eiga stað í hjarta mínu“ „Mér leið alltaf pínu eins og út- lendingi heima, enda var ég kölluð kanamellan í Kópavoginum þegar ég kom til Íslands hér áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.