Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 6.–8. maí 2011 Helgarblað Dr. Claudio Albrecht, núverandi for- stjóri lyfjafyrirtækisins Actavis, og Peter Prock, núverandi aðstoðar- forstjóri Actavis, létu af störfum hjá þýska lyfjafyrirtækinu Ratiopharm árið 2005 viku eftir að þýska blaðið Stern birti blaðagrein um meintar mútugreiðslur Ratiopharm til þýskra lækna. Þetta fullyrti Stern en auk þess hefur DV fengið þetta staðfest frá öðrum heimildamanni. DV hafði samband við Albrecht vegna málsins á fimmtudaginn en hann kærði sig ekki um að ræða það við blaðið. „Ef þú vilt ræða við mig um eitthvað sem tengist mér eða Actavis skaltu tala við almanna- tengslafulltrúa okkar. Ég tjái mig ekki við fjölmiðla í gegnum minn pers- ónulega farsíma,“ sagði Claudio Al- brecht. Mikið fjölmiðlafár í Þýskalandi Haustið 2005 birti þýska blaðið Stern blaðagrein um að lyfjafyrir- tækið Ratiopharm hefði borgað þýskum læknum fyrir að skrifa upp á lyfseðla fyrir lyfjum Ratiopharm. Á nokkurra mánaða fresti sendu læknar tölvupósta til Ratiopharm þar sem útlistað var hversu mikið af lyfjum frá Ratiopharm þeir hefðu skrifað upp á. Stuttu síðar fengu læknarnir sendar ávísanir í pósti sem voru stílaðar á þá persónu- lega. Talið er að allt að 1.000 þýskir læknar hafi þegið greiðslur frá Rati- opharm. Á þeim tíma sem málið kom upp var Ratiopharm í eigu þýsku Merckle-fjölskyldunnar. Viku eftir að Stern birti frétt sína ákvað Phi- lipp Merckle, þáverandi stjórnar- formaður Ratiopharm og sonur stofnandans Adolfs Merckle, að heppilegt væri að nýir stjórnendur kæmu að Ratiopharm í stað þeirra Claudios Albrecht og Peters Prock. Ástæðan var sú að hann vildi reyna að lægja ólguna sem hneysklismál- ið hafði vakið hjá þýskum fjölmiðl- um og almenningi. Sögðu brottför stjórnenda ótengda hneykslismáli Í fjölmiðlum neitaði Philipp Merckle því að Claudio Albrecht hefði hætt hjá Ratiopharm vegna mútumálsins. Hann sagði að þeim hefði greint á um stjórnunarhætti og framtíðarsýn fyrir- tækisins. Hið sama sagði Claudio Al- brecht við fjölmiðla. Hvort sem þetta er rétt eða ekki er ljóst að ef Philipp Merckle vildi ekki að Claudio Al- brecht stýrði Ratiopharm áfram var það einkennileg tímasetning að hann lét af störfum viku eftir að blaðið Stern upplýsti um meintar greiðslur Ratio- pharm til þýskra lækna. Á næstu mánuðum hættu fleiri stjórnendur hjá Ratiopharm. Nokk- uð var um mótmæli meðal almenn- ings vegna þessa hneykslismáls sem leiddi til opinberrar rannsóknar. Rannsókn á hugsanlegum lögbrot- um Ratio pharm var felld niður nokkr- um mánuðum eftir að Stern birti frétt sína. Málið hélt þó áfram sex mánuð- um síðar vegna kvörtunar frá þýskum borgara. Læknar dæmdir í fyrra Í október í fyrra voru tveir læknar dæmdir fyrir dómstólum í Ulm í Þýskalandi fyrir að hafa þegið greiðslur frá Ratiopharm. Þeir höfðu verið læknar á Ulm-svæðinu en þar eru líka höfuðstöðvar Ratiopharm. Báðir höfðu þeir þegið átta prósenta þóknun af öllum lyfjum sem þeir höfðu skrifað upp á frá Ratiopharm. Þetta sést á skýringarmynd með frétt. Læknarnir tveir höfðu fengið um 19 þúsund evrur í þóknun frá Ratio- pharm, eða rúmlega þrjár milljónir íslenskra króna. „Það er ekki sann- gjarnt að af þrjú þúsund tilfellum skuli 2.999 vera saklausir og við einir dæmdir,“ sagði annar læknanna sem var dæmdur en hann var 66 ára þeg- ar dómurinn féll. Var þetta fyrsti dóm- urinn í Þýskalandi þar sem sjálfstætt starfandi læknar eru dæmdir fyrir spillingu. Reyndar höfðu verið deilur um það í fimm ár í Þýskalandi hvort „tæknilega“ væri hægt að múta lækn- um. Á fimmtudaginn var mikilvægu máli um þetta atriði frestað af dóm- stólum í Ulm. Ef dómstólar komast að því að „tæknilega“ sé hægt að múta læknum gæti það leitt til frekari ákæra á hendur Ratiopharm. DV hafði samband við dómstóla í Ulm og fékk staðfest að þrátt fyrir þetta yrði ekki hægt að ákæra Claudio Albrecht í framtíðinni og er hann því opinberlega laus frá þessu hneykslis- máli. Buðu í Ratiopharm ásamt Actavis Adolf Merckle, 74 ára stofnandi Ratio pharm, framdi sjálfsvíg í upp- hafi árs 2009 í kjölfar mikils taps eignarhaldsfélags fjölskyldu hans í hruni á hlutabréfamörkuðum. Til þess að grynnka á skuldum félagsins var ákveðið að selja fyrirtækið. Ratiopharm var yfirtekið af ísra- elska samheitalyfjafyrirtækinu Teva í mars í fyrra á fimm milljónir doll- ara, eða um 630 milljarða íslenskra króna. Actavis og sænski fjárfest- ingarsjóðurinn EQT, sem er í eigu sænsku Wallenberg-fjölskyldunnar, voru á meðal þriggja sem fengu að gera lokatilboð í Ratiopharm. Þeir Claudio Albrecht og Peter Prock voru ráðgjafar EQT í baráttunni um fyrr- verandi vinnuveitanda sinn, Ratio- pharm. Þeir áttu saman ráðgjafar- fyrirtækið Cometh, sem stofnað var árið 2008, og sinntu ráðgjafarstörfum í gegnum Cometh þar til þeir voru ráðnir til Actavis. Ráðnir án auglýsingar „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Dr. Claudio Albrecht til liðs við Actavis og er sannfærður um að félagið muni njóta góðs af leiðtoga- hæfileikum hans,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformað- ur Actavis, þegar Albrecht var ráðinn til Actavis í júní í fyrra. Ásamt hon- um var Peter Prock, fyrrverandi fjár- málastjóri Ratiopharm, ráðinn að- stoðarforstjóri Actavis. Bæði Claudio Albrecht og Peter Prock voru ráðn- ir án auglýsingar. Actavis var kunn- ugt um mútumálið sem kom upp hjá Ratiopharm árið 2005 en það hafði ekki áhrif á ráðningu þeirra. DV hafði samband við Actavis og for- stjóra fyrirtækisins. Hvorugur aðil- inn vildi tjá sig efnislega um málið. Actavis kaus þess í stað að senda frá sér yfirlýsingu sem sést í heild sinni ofarlega á síðunni. Actavis Björgólfur Thor lýsti yfir ánægju með að fá Albrecht til Actavis þegar hann var ráðinn í júní í fyrra. Núverandi forstjóri Actavis Claudio Albrecht, núverandi forstjórI Actavis, hætti hjá Ratiopharm árið 2005 í kjölfar hneykslismáls. Aðstoðarforstjórinn Peter Prock, nú- verandi aðstoðarforstjóri Actavis, var fjár- málastjóri Ratiopharm og hætti þar á sama tíma og Claudio Albrecht, árið 2005. n Claudio Albrecht og Peter Prock hættu hjá Ratiopharm árið 2005 í kjölfar hneykslismáls n Ratiopharm mútaði 1.000 þýskum læknum n Albrecht er forstjóri Actavis í dag og Prock aðstoðarforstjóri Hætti í kjölfar Hneykslismáls Yfirlýsing frá Actavis: „Eftir samtöl við fréttamann og frétta- stjóra DV er ekki hægt að álykta annað en að blaðið ætli vísvitandi að birta ranga frétt. Actavis hefur boðið fréttamann- inum aðgang að gögnum sem sýna fram á þetta. Fyrirtækið og þeir einstaklingar sem fréttin fjallar um áskilja sér rétt til að grípa til viðeigandi lagalegra aðgerða.“ „Ég tjái mig ekki við fjölmiðla í gegnum minn persónulega far- síma. Fyrirkomulag meintra mútugreiðslna (Ratiopharm-líkan til 2005) 1. Ratiopharm borgar fyrir forrit sem læknar nota (Doc-Expert) 2. Læknir færir inn að hann hafi selt lyf frá Ratiopharm fyrir 10.000 evrur 3. Með hjálp Doc-Expert-forritsins tilkynnir læknir um lyfseðla sína til Ratiopharm 4. Læknir fær ávísun fyrir 8 prósentum af verði þeirra lyfja frá Ratiopharm sem hann skrifaði upp á, 800 evrur af 10.000 evra sölu sem dæmi Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.