Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 40
40 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 6.–8. maí 2011 Helgarblað Ingibjörg Jónsdóttir Foringi í Hjálpræðishernum f. 5.5. 1921 – d. 4.5. 2011 Ingibjörg fæddist við Strandgötu 27 á Akureyri, í sama húsi og faðir hennar fæddist í, en húsið stendur enn á horni Norðurgötu og Strandgötu. Hún var í barnaskóla á Akureyri, stundaði fjarnám við enskan skóla Hjálpræðishersins og lauk þaðan foringaprófi árið 1942, en kennari hennar hér á landi var Svava Gísladóttir majór. Auk þess sótti hún ýmis námskeið síðar á vegum hersins. Ingibjörg og eiginmaður henn- ar, Óskar, sinntu hinum ýmsu for- ingjastörfum á vegum Hjálpræð- ishersins, allan sinn starfsferil, í Reykjavík, í Færeyjum, í Noregi og í Danmörku, voru deildarstjórar, flokksstjórar, sinntu umönnunar- starfi hersins í fangelsum og á með- al drykkjumanna og eiturlyfjaneyt- enda. Þá sinnti Ingibjörg alla tíð sjúklingum og gamalmennum á sjúkrahúsum og í heimahúsum. Ingibjörg hefði orðið níræð sl. fimmtudag en hún lést daginn áður. Fjölskylda Ingibjörg giftist 13.2. 1943 Óskari Jónssyni, f. 4.6. 1916, d. 23.1. 2002, foringa í Hjálpræðishernum. For- eldrar hans voru Jón Jónsson, tré- smiður í Reykjavík, og k.h., Agnethe Jónsson húsfreyja, af norskum ætt- um. Börn Ingibjargar og Óskars eru Rannveig Óskarsdóttir, f. 19.11. 1944, flokksstjóri hjá Hjálpræð- ishernum á Akureyri, gift Einari Björnsyni, fyrrv. næturverði og eiga þau fjögur börn; Hákon Óskarsson, f. 6.7. 1946, leiðsögumaður, kennari og líffræðingur í Reykjavík, kvænt- ur Heiði Agnesi Björnsdóttur við- skiptafræðingi og eiga þau einn son; Daníel Óskarsson, f. 17.4. 1948, for- ingi í Hjálpræðishernum, búsett- ur í Danmörku, kvæntur Anne G. Óskarsson, foringja í Hjálpræðis- hernum og eiga þau þrjú börn; Ósk- ar Óskarsson, f. 3.10. 1953, d. 1996, foringi í Hjálpræðishernum, var fyrst kvæntur Unni Kurseth, foringja í Hjálpræðishernum og eignuðust þau tvær dætur en seinni kona hans var Thorhild Ajer, hjúkrunarfræð- ingur og fyrrv. foringi í Hjálpræð- ishernum og eignuðust þau tvær dætur; Miriam Óskarsdóttir, f. 27.6. 1960, söngkona og útvarpsþula og fyrrv. trúboði, nú búsett í Svíþjóð. Systur Ingibjargar: Ester Jóns- dóttir, f. 14.2. 1923, d. 20.11. 1982, var búsett á Akureyri; Jakobína Jónsdóttir, f. 15.1. 1925, d. 5.7. 1978, húsmóðir á Akureyri; Pálína Mar- grét Jónsdóttir, f. 15.11.1926, hús- móðir á Akureyri; Sigríður B. Jóns- dóttir, f. 30.4. 1929, d. 1.7. 2005, saumakona á Akureyri; Hermína Jónsdóttir, f. 14.1. 1932, húsmóðir á Akureyri. Foreldrar Ingibjargar voru Jón Sigurðsson frá Akureyri, f. 1889, d. 1955, verkamaður á Akureyri, og k.h., Rannveig Sigurðardótt- ir, f. 1888, d. 1971, húsmóðir, frá Hraunshöfða í Öxnadal. Útför Ingibjargar fer fram frá Hallgrímskirkju, mánud. 9.5 frá kl. 13.00. Andlát Kolbrún fæddist á Ísafirði og ólst þar upp. Hún var í Barnaskóla Ísafjarðar og stundaði síðan nám við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar. Kolbrún vann við rækjuvinnslu og í skelfiski í Rækjuverksmiðju O.N. Ol- sen á Ísafirði á unglingsárum og fram yfir tvítugt, sinnti síðan verslunarstörf- um, s.s. í Hamraborg, Búð í Hnífsdal og hjá Vöruvali og Kaupfélagi Ísfirð- inga. Hún hefur unnið við ræstingar hjá Ísafjarðarbæ frá 2000 og sinnt jafn- framt verslunarstörfum hjá Bónus á Ísafirði frá 2007. Kolbrún hefur starfað á vegum Samfylkingarinnar á Ísafirði, setið í nefndum á vegum hennar, var vara- bæjarfulltrúi fyrir flokkinn á Ísafirði, er varamaður í hafnarstjórn og situr í stjórn Orkubús Vestfjarða. Fjölskylda Sambýlismaður Kolbrúnar var Hörð- ur Sævar Bjarnason, f. 21.2. 1948, fórst með kúfiskbátnum Æsunni ÍS 87 þann 25.7. 1996, skipstjóri. Foreldrar hans voru Bjarni Hálfdánarson húsasmið- ur, og k.h., Laufey Ágústa Markúsdótt- ir húsmóðir en þau eru bæði látin. Börn Kolbrúnar og Harðar eru Hörður Sævar Harðarson, f. 23.4. 1981, rafeindavirki og lögreglumað- ur, búsettur á Ísafirði en kona hans er Jóna Dagbjört Guðmundsdóttir, verslunarmaður og myndlistarmaður og er dóttir þeirra Katrín Rós Harðar- dóttir, f. 11.6. 2010; Sverrir Guðmund- ur Harðarson, f. 13.2. 1992, nemi í húsasmíði við Menntaskólann á Ísa- firði, búsettur á Ísafirði; Sigrún Gunn- dís Harðardóttir, f. 2.2. 1996, grunn- skólanemi. Systkini Kolbrúnar eru Sveins- ína Björg Jónsdóttir, f. 10.12. 1953, verkakona í Hafnarfirði og á hún fimm börn; Sigurgeir Hrólfur Jóns- son, f. 31.5. 1955, sjómaður, búsett- ur á Siglufirði en kona hans er Þórdís Mikaelsdóttir verkakona og eiga þau fjögur börn; Bjarnþór Haraldur Sverr- isson, f. 3.9. 1957, sjómaður, búsettur á Ísafirði og á hann tvær dætur; Sig- ríður Inga Sverrisdóttir, f. 16.7. 1959, verkakona í Reykjavík og á hún einn son; Guðmundur Bjarni Sverrisson, f. 22.9. 1965, verslunarstjóri, búsettur á Ísafirði en kona hans er Sakuntara Chantavong verslunarmaður og eiga þau einn son; Halldór Benedikt Sverr- isson, f. 15.7. 1967, sjómaður, búsettur í Reykjavík og á hann einn son; Haf- steinn Sverrisson, f. 13.11. 1972, sjó- maður á Breiðafjarðarferjunni Baldri, búsettur í Stykkishólmi en kona hans er Margrét Björgvinsdóttir húsmóðir og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Kolbrúnar voru Sverrir Halldór Sigurðsson, f. 6.9. 1936, fórst með kúfiskbátnum Æsunni ÍS 87 þann 25.7. 1996, sjómaður, og Sigrún Sigurgeirsdóttir, f. 23.4. 1935, hús- móðir í Stykkishólmi. Hennar maður er Gunnlaugur Valdimarsson, f. 20.5. 1927, fyrrv. vélstjóri á millilandaskip- um, trilluútgerðarmaður og gerir enn upp gamla báta í Hólminum. Ætt Sverrir Halldór var sonur Sigurðar Jósefs, sjómanns í Reykjavík Guð- mundssonar Helga, sjómanns og daglaunamanns frá Sandeyri á Snæ- fjallaströnd, bróður Sigurðar, b. á Sandeyri, langafa Þóris H. Ólafsson- ar ljósmyndara. Guðmundur Helgi var sonur Jósefs, b. á Sandeyri Guð- mundssonar, b. á Tyrðilsmýri á Snæ- fjallströnd Þorvaldssonar. Móðir Guð- mundar á Tyrðils mýri var Valgerður Guðmundsdóttir. Móðir Guðmundar Helga var Sigríður Sigurðardóttir, b. á Bæjum Sigurðssonar og Halldóru Halldórsdóttur. Móðir Halldóru var Kristín Guðmundsdóttir, b. í Neðri- Arnardal Bárðarsonar, ættföður Arn- ardalsættar Illugasonar. Móðir Sigurð- ar Jósefs var Ragnhildur, systir Rakelar, langömmu Georgs Guðna Hauksson- ar myndlistarmanns. Ragnhildur var dóttir Jakobs, b. á Tyrðilmýri og í Un- aðsdal Kolbeinssonar. Móðir Ragn- hildar var Elísabet, systir Solveigar, langömmu Ingigerðar, móður Þor- steins Pálssonar, fyrrv. forsætisráð- herra. Elísabet var dóttir Þorleifs, b. í Unaðsdal Benediktssonar, b. á Blá- mýrum, bróður Markúsar, langafa Ás- geirs Ásgeirssonar forseta. Benedikt var einnig bróðir Matthíasar, langafa Jóns, langafa Guðmundar, föður Guð- mundar Jaka, formanns Dagsbrún- ar. Matt hías var einnig langafi Matt- híasar, afa Matthíasar Á. Mathiesen ráðherra, föður Árna Mathiesen, fyrrv. fjármálaráðherra. Benedikt var son- ur Þórðar, stúdents í Vigur Ólafsson- ar, lögsagnara á Eyri Jónssonar, lang- afa Jóns forseta. Móðir Elísabetar var Sigríður Árnadóttir, umboðsmanns í Vatnsfirði Jónssonar, og Elísabetar, systur Kristínar, Guðmundsdóttur, b. í Neðri-Arnardal Bárðarsonar, ættföður Arnardalsættar Illugasonar. Móðir Sverris Halldórs var Ingi- munda Tryggvey Guðmunda Bjarnadóttir, útvegsb. á Snæfjöll- um Jónssonar, b. á Snæfjöllum Kol- beinssonar, bróður Jakobs, á Tyrðil- mýri og í Unaðsdal. Móðir Bjarna var Matthildur Guðmundsdóttir. Móð- ir Ingimundu var Þórdís Arnórs- dóttir, b. á Skarði á Snæfjallaströnd Kristjánssonar, b. á Sandeyri Helga- sonar Dýrendal, beykis á Sandeyri Þorsteinssonar. Móðir Þórdísar var Guðrún Þórðardóttir. Sigrún er dóttir Sigurgeirs Bjarna, sjómanns og matsveins á Ísafirði Halldórssonar, formanns á Minni- Bakka í Skálavík Benediktssonar, b. á Meiri-Bakka í Skálavík Bjarnason- ar, b. á Meiri-Bakka Benediktsson- ar. Móðir Halldórs var Elín Þorláks- dóttir, b. á Meiri-Bakka Einarssonar. Móðir Sigurgeirs Bjarna var Ingibjörg Björnsdóttir, hreppstjóra í Goðdal, bróður Guðbjargar, móður Björns Jónssonar, prófasts á Miklabæ. Björn var sonur Björns, b. á Stóra-Fjarðar- horni Guðmundssonar, og Sigríðar, dóttur Jóns, b. á Þórustöðum í Bitru Guðmundssonar og Valgerðar Jóns- dóttur, systur Einars, langafa Ragn- heiðar, móður Snorra Hjartarsonar skálds og Torfa Hjartarsonar, fyrrv. tollstjóra og sáttasemjara, föður Hjartar, fyrrv. hæstaréttardómara, og Ragnheiðar, fyrrv. rektors MR. Móðir Ingibjargar var Þuríður Kristjánsdótt- ir, b. í Stórholti í Saurbæ Björnssonar, og Margrétar Benónýsdóttur. Móðir Sigrúnar var Sveinsína Björg Guðmundsdóttir Árna, skó- smiðs í Bolungarvík og víðar Sæ- mundssonar, b. við Baldur í Mani- toba í Kanada Árnasonar, b. í Litlanesi Jónssonar. Móðir Sæmund- ar var Guðbjörg Jónsdóttir. Móðir Guðmundar Árna var Guðrún Ólöf Gísladóttir, b. í Krossadal í Tálknafirði Bjarnasonar, og Steinunnar Bjarna- dóttur. Móðir Sveinsínu Bjargar var Pálína Kristín Þorleifsdóttir, b. í Kleif- arholti í Nauteyrarhreppi Helgason- ar, vinnumanns í Æðey Guðmunds- sonar. Móðir Pálínu Kristínar var Sveinsína Magnúsdóttir, b. í Kleifar- koti Jónssonar, og Jóhönnu Árnadótt- ur. Kolbrún hélt upp á daginn með fjölskyldu sinni. Kolbrún Sverrisdóttir Verkakona á Ísafirði 50 ára sl. miðvikudag Elvar fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hvolsvelli. Hann var í Hvolsskóla. Elvar hefur starfað við tamningar frá sextán ára aldri, fyrst fyrir föður sinn sem ræktar hross frá Strand- arhjáleigu, en auk þess fyrir ýmsa aðra aðila. Hann ræktar nú hross með foreldrum sínum og fjölskyldu að Strandarhjáleigu og stundar auk þess tamningar. Tómstundir Elvars hafa allar og ætíð snúist um hross. Fjölskylda Unnusta Elvars er Hulda Dóra Ey- steinsdóttir, f. 12.4. 1981, nemi og starfskona við umönnun á Dvalar- heimilinu á Hvolsvelli. Börn Elvars og Huldu Dóru eru Þormar Elvarsson, f. 30.6. 2000; Eik Elvarsdóttir, f. 16.1. 2007; Elimar Elv- arsson, f. 20.1. 2011. Bræður Elvars eru Ívar Þormars- son, f. 16.11. 1975, ferðaþjónustu- bóndi að Smáratúni í Fljótshlíð; Heiðar Þormarsson, f. 13.3. 1984, tamningamaður og verktaki á Hvols- velli; Óskar Þormarsson, f. 29.6. 1987, tónlistarmaður og tónlistar- nemi. Foreldrar Elvars eru Þormar Andrésson, f. 27.4. 1954, verktaki á Hvolsvelli, og Sigurlín Óskarsdóttir, f. 7.11. 1958, svæðisstjóri hjá VÍS á Hvolsvelli. Indíana fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hún var í Myllubakka-skóla og Holtaskóla og hefur stundað nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ. Indíana var flokkstjóri í ung- lingavinnunni í Reykjansbæ í nokk- ur sumur, var sundlaugarvörður við sundlaugina í Keflavík og hefur verið barþjónn. Indíana hefur unnið mikið að for- vörnum gegn sjálfsvígum. Hún skrif- aði fyrsta kaflann í bókina Children of Jonah, útg. í New York 2001, en bókin geymir reynslusögur ættingja einstaklinga sem sviptu sig lífi. Þá var hún einn helsti frummælandi á alþjóðlegri ráðstefnu um sjálfsvígs- forvarnir í Memphis í Tennessee í Bandaríkjunum 2005. Indíana æfði knattspyrnu með yngri flokkum ÍBK og æfði dans í nokkur ár. Fjölskylda Synir Indíönu eru Bjartur Logi, f. 13.1. 2000; Ásbjörn Máni, f. 21.3. 2006. Systkini Indíönu eru Berglind Þorsteinsdóttir, f. 3.2. 1987, starfs- maður við Heiðaskóla í Reykja- nesbæ; Davíð Þorsteinsson, f. 8.9. 1989, nemi í Reykjanesbæ; Lilja Ösp Þorsteinsdóttir, f. 22.8. 1999, grunn- skólanemi. Foreldrar Indíönu eru Þorsteinn Ingi Sigvaldason, f. 22.10. 1958, smiður í Reykjanesbæ, og Auður Gunnarsdóttir, f. 17.8. 1960, stuðn- ingsfulltrúi. Elvar Þormarsson Tamningamaður á Hvolsvelli Indíana Erna Þorsteinsdóttir Nemi í Reykjanesbæ 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.