Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 19
„Þetta er ekki auðvelt líf“ Úttekt 19Helgarblað 29. júní–1. júlí 2012 álegg, ávexti og ýmislegt. Sumir koma bara í kaffi. „Það koma örugglega um 50 manns hér daglega,“ segir hún og viðurkennir að það sé erfitt hjá mörg- um. Sumir komi undir áhrifum en þó sýni allir þeim virðingu. Þær banna fólki að koma með áfengi inn í húsið. „Sumir koma bara til að spjalla, það er mikið af einmana fólki sem hefur engan að tala við,“ segir hún og tekur fram að ekki sé þetta allt ógæfufólk og það skiptist nánast til helminga, Íslendingar og útlendingar. Fleiri sækja sér aðstoð Systirin segir þeim sífellt vera að fjölga, þeim sem sækja til þeirra aðstoð. Þær sjái mikið af ung- um fíklum og margir séu heimil- islausir. „Það verður verra þegar Hjálpræðisherinn flytur, þá verða margir á götunni. Þar var lág leiga, gott fyrir fólk sem á ekki mikinn pening. Það er ekki mikið pláss í Gistiskýlinu og ég er hrædd um að það verði margir á götunni þegar það húsnæði fer. Það er svo dýrt að leigja í Reykjavík. Það verður ekki gott ástand,“ segir hún. „Góðan daginn,“ segir glað- leg rödd og þar er mættur aftur Jón Lárus, sá sem við hittum í gær. Hann er kominn að fá sér morgun- mat og kaffi. „Blessi þig systir,“ seg- ir hann og þakkar fyrir sig. „Þær eru svo yndislegar og alltaf til í að hjálpa manni,“ segir hann. Systirin ber honum vel söguna. „Það er gaman hvað það koma hérna góðhjartaðir menn eins og hann Jón,“ segir hún. „Hann hjálpar oft til hérna, í eldhús- inu og svona,“ segir hún brosandi og heilsar ungri konu sem kemur inn með dóttur sína. „Þessa höfum við þekkt lengi, alveg frá því hún var lítil stelpa,“ segir hún og fer að spjalla við konuna. Svaf í tjaldi Lárus Jökull Þorvaldsson sest við borðið en hann er einn þeirra sem koma hérna á morgnana til að þiggja mat og kaffi. Hann hefur lengi verið á götunni. „Ég byrjaði ungur að drekka. Ég átti kærustu sem sagði við mig í eitt skipti þegar ég hafði verið fullur í tvo daga að ég ætti við vandamál að stríða. Ég var ekki sam- mála því en hún fór og ég sé alltaf eft- ir henni.“ Síðan þá hefur hann barist við áfengis bölið. Hann þekkir það að eiga ekki samastað neins staðar. „Ég bjó lengi í tjaldi í Laugardalnum, svaf þar í frosti. Ég hef líka oft sofið úti, á bekkjum og annars staðar. Fundið mér staði hér og þar, í kjöllurum og ruslageymslum. Það hefur oft verið erfitt og auðvitað er þetta niðurlægj- andi. Þetta er ekki auðvelt líf,“ seg- ir hann. Núna hefur hann samastað í litlu herbergi. „Þetta er bara lítil kytra en ég er mjög þakklátur.“ Hann hefur einu sinni verið edrú í þrjá mánuði. „Þegar ég var yngri tók ég tarnir, fór á vertíðir og vann og drakk svo á milli. Ég verð bráðum sextugur og hef verið í þessu í tugi ára. Þegar ég er edrú þá gengur það í smá tíma en svo hefur maður engan stað til að vera á eða veit ekki hvert maður á að snúa sér. Það er svo erfitt að takast á við þetta allt og maður endar á að deyfa sig með flöskunni. Þannig endar þetta alltaf, maður veit ekkert hvað maður á að gera.“ Halda sína leið Smá saman tæmist húsnæðið hjá nunn unum og brátt loka þær og halda af stað í heimsóknir. Þær koma við hjá fólki úti um allan bæ, stundum til að hjálpa til en í öðr- um tilvikum bara til að spjalla. Það er góðviðris dagur og fólkið heldur sína leið, sum ir aftur heim, aðrir út á götu. Jón og Lárus stefna á Aust- urvöllinn þar sem aðrir bíða þeirra, það þarf að finna áfengi fyrir daginn og það getur reynst erfitt rétt fyrir mánaðamót. Á Austurvelli munu þeir eyða deginum líkt og flesta aðra daga, spjalla við vinina og drekka. Síðan tekur kvöldið við, sumir fá inni einhvers staðar og einhverjir sofa úti. Síðan vakna þeir og það sama tekur við, bara annar dagur. Úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík 1 Borgarverðir Aðstoða fólk sem á í erfiðleikum við vímu- efnafíkn og/eða geðsjúkdóma. Þeim er ætlað að aðstoða utangarðsfólk, lendi það í vandræðum á almannafæri sem það ræður ekki við eða veldur ónæði. Þá kalla þeir á aðstoð eða koma fólkinu í skjól, þurfi þess. 2 Gistiskýlið Þingholts-stræti Gistiskýlið er neyðar- athvarf fyrir 20 heimilislausa karlmenn. Þeir þurfa að hafa lögheimili í Reykjavík en öðrum er ekki vísað frá nema allt sé fullt. Samhjálp og Reykjavíkurborg reka skýlið saman. Þar er opið frá 17–10 næsta dag. Þar er kvöldhressing og morgunmatur. 3 Konukot Í Konukoti er pláss fyrir allt að 8 heimilislausar konur. Konukot er opið frá 17–12 næsta dag. 4 Smáhýsi Fjögur smáhýsi eru á vegum borgarinnar og eru þau ætluð fyrir fjóra til átta einstaklinga og pör. Markmiðið með þeim er að veita einstaklingum og pörum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og/eða vímuefnaneyslu, annarra veikinda eða sérþarfa. Stuðn- ingur er í formi innlita og eftirlits en starfsmaður í 100 prósent starfi sinnir stuðningi þar. 5 Heimili fyrir karla í vímuefnavanda Heimili fyr- ir átta heimilislausa karlmenn þar sem eru einstaklingsherbergi. Markmiðið er að útvega heimilislausum karlmönnum sem erfitt hefur reynst að finna sér samastað. Algengt er að þeir séu tví- greindir; með vímuefnafíkn og geðræna erfiðleika. Íbúar hafa sérherbergi og setustofa, eldhús og þvottaaðstaða er sameiginleg. 6 Heimili fyrir konur í vímuefnavanda Heimili fyrir fimm heimilislausar konur. Markmið með búsetu á heimilinu er að útvega þeim hópi heimilislausra kvenna sem hefur gengið erfiðlega að útvega búsetu annars staðar. Íbúar hafa sérherbergi og setustofa, eldhús og þvottaaðstaða er sameiginleg. 7 Heimili fyrir geðfatlaða karla með vímuefnafíkn Heimili fyrir átta heimilislausa karlmenn sem erfitt hefur reynst að finna búsetu- úrræði fyrir. 8 Dagsetur Hjálpræðisherinn rekur Dagsetur sem opið er frá 12–17 og þar er utangarðsfólki boðið upp á aðstöðu yfir daginn. 9 Kaffistofa Samhjálpar Kaffistofan er fyrir utangarðsfólk og aðra aðstöðulausa. Þar er opið alla daga frá 11–16 og einnig um helgar. 10 Kærleiksboðberarnir Nunnur í reglu móður Teresu bjóða upp á morgunmat í Ingólfsstræti. „Ég hef farið í margar meðferð- ir. Ég náði svo að vera edrú í þessi átta ár og þá blómstraði allt í lífi mínu. Ég átti búgarð í Svíþjóð og allt gekk vel. „Konan sem ég elska fór frá mér út af því ég drakk svo mikið. Sagði mér að hætta eða hún færi. Og hún stóð við það. Á götunni Jón Lárus á margar meðferðir að baki. Hann náði átta árum edrú og þá blómstr- aði allt í hans lífi, hann átti búgarð í Svíþjóð og fjölskyldu. Svo féll hann og allt fór niður á við. myndir Sigtryggur ari Orðin þreytt Sigrún hefur lengi verið meðal utangarðsfólks. Hún segist vera orðin þreytt á þessu lífi. Lárus Jökull Lárus hefur lengi barist við áfengisbölið og oft ekki haft skjól að leita í. Hann kemur til nunnanna á morgnana og fær morgunmat líkt og margt annað utangarðsfólk. niðurlægjandi Skari hefur lengi verið utangarðsmaður. Hann segir það niðurlægjandi þegar fólk biður þá um að færa sig af bekkjunum við Austurvöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.