Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 40
40 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Sakamál 10 börn myrti Jeanne Weber á árunum 1905 til 1908. Á meðal fórnarlamba hennar voru hennar eigin. Hún var í þrígang ákærð fyrir morð en fyrir tilstilli snjalls verjanda slapp hún með skrekkinn í tvö skipti. Í maí var hún gripin glóðvolg við að kyrkja 10 ára son eiganda gistiheimilis sem hún bjó á. Við réttarhöldin var hún úrskurðuð geðveik og send á geðsjúkrahús þar sem hún framdi sjálfsmorð tveimur árum síðar.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s xxxT revor Edwards og kærasta hans Elsie Cook komu frá sama velska námubænum, Cynon Valley. Trevor var kolanámumaður og hafði þegar hér er komið sögu, í júní 1928, nýlega slitið sambandi við Anne Protheroe, sem hafði flutt úr bæn­ um. Trevor hafði þá beint ást sinni til Elsie sem varð barnshafandi skömmu síðar. Um miðjan júní, 1928, kom maður á lögreglustöðina í bæn­ um og var mikið niðri fyrir; hann hafði séð alblóðugan mann á förnum vegi. Lögreglumenn könnuðu málið og rákust á um­ ræddan mann sem sagði þeim í óspurðum fréttum að hann hefði banað kærustu sinni. Hann hefði skorið hana á háls með rakhníf og lík hennar væri að finna á hæðar­ dragi skammt frá. Réttað var yfir Trevor í Glam­ organ 22. nóvember sama ár og bar Trevor við geðveiki. Geðveiki var vel þekkt í fjölskyldu hans og hafði faðir hans til dæmist endað ævi sína á geðsjúkrahúsi. En þó ýmislegt styddi full­ yrðingu Trevors, eða verjanda hans, hafði Trevor virst vera al­ heilbrigður á geði þegar hann ját­ aði á sig morðið. Hann var dæmd­ ur til dauða, en sagan er ekki öll. Böðullinn sem sá um aftökuna var Robert Baxter, mikill reynslu­ bolti í faginu, og honum til að­ stoðar var nýliði að nafni Alfred Allen. Sennilega var um að ræða fyrstu aftöku Alfreds og engin smá dramatík sem beið hans. Robert Baxter var snöggur að setja lykkjuna um háls Trevors og beið ekki boðanna og tók í hand­ fangið sem stýrði fallhleranum. En Alfred Allen var alls óviðbúinn svo snörum handtökum og hafði ekki ráðrúm til að færa sig og var því samferða hinum dauðadæmda, án lykkju um hálsinn að sjálf­ sögðu og varð ekki meint af. Óhappið hafði engin eftirmál og skuldinni skellt á samspil rösk­ leika Baxters og slæmrar sjónar hans. Trevor Edwards var tvítugur þegar hann var tekinn af lífi, 11. desember 1928, í Swansea. Dauðadæmdur 20 ára T hierry Paulin fæddist í Fort­ de­France á eynni Martíník í Karíbahafi 1963. Fað­ ir hans sá sitt óvænna eft­ ir fæðingu Thierry, fór til Frakklands og skildi barnsmóður sína á táningsaldri eina eftir með barnið. Reyndar ólst Thierry að mestu upp hjá föðurmóður sinni á Mart­ íník. Hún átti þar veitingastað en skipti sér lítið af barnabarni sínu. Tíu ára að aldri fluttist Thierry til móður sinnar sem þá var gift og reyndi að blanda geði við stjúpsystk­ in sín. En hegðun hans breyttist til hins verra – hann varð óútreikn­ anlegur og einnig örlaði á ofbeldi í garð hinna barnanna. Að lokum fór svo að móðir hans hafði samband við föður hans og bað hann að taka drenginn til sín til Frakklands, og það gekk eftir. Blendingur og hommi Thierry eignaðist ekki marga vini í Frakklandi. Honum gekk illa í skóla og féll á prófum. Sautján ára ákvað hann að ganga í herinn og fékk inn­ göngu í fallhlífaherdeildina. En hann átti litlum vinsældum að fagna á meðal annarra hermanna sem fyr­ irlitu hann vegna kynþáttar hans og kynhneigðar, en Thierry hneigðist til eigin kyns. Árið 1982 réðst hann á aldraða konu í nýlenduvöruverslun henn­ ar og ógnaði henni með hníf. Kon­ an kannaðist við kauða og innan skamms var hann kominn á bak við lás og slá. Hann fékk tveggja ára dóm sem síðan var skilyrtur. Um tveimur árum síðar komst hann að því að móðir hans og fjöl­ skylda hennar væru flutt til Frakk­ lands og byggju í úthverfi í norður­ hluta Parísar. Thierry fékk inni hjá fjölskyld­ unni en samband hans við hana einkenndist af spennu og fjandskap. Ránmorð Thierry fékk þjónsstarf á nætur­ klúbbi sem alræmdur var fyrir drag­ sýningar sínar. Þar hóf hann sjálfur feril sinn sem listamaður af slíkum toga. Þar kynntist hann einnig 19 ára karlmanni frá Frönsku Gvæjana, Je­ an­Thierry Mathurin. Sá var fíkill og innan skamms urðu þeir elskendur. Í október 1984 var ráðist á tvær eldri konur í París. Önnur þeirra, Germaine Petitot 91 árs, lifði af en var of slegin til að geta lýst árásar­ mönnunum. Hin, Anna Barbier­ Ponthus 83 ára, var ekki svo heppin. Morðingi hennar hafði upp úr krafs­ inu 300 franka. Á tveggja mánaða tímabili, októ­ ber/nóvember þetta ár voru átta aðrar konur myrtar á einkar ofbeld­ isfullan máta; sumar höfðu verið kæfðar með plastpoka, aðrar voru barðar til bana og ein hafði verið neydd til að innbyrða stíflueyði. Tilgangur morðanna virtist í öll­ um tilfellum hafa verið rán og síð­ ar var gefið í skyn að fórnarlömb Thierry hefðu verið konur sem höfðu verið önugar í hans garð. Hann vísaði slíkum fullyrðingum á bug: „Ég réðst á þær sem voru mest veikburða.“ Kampavín og kókaín Kumpánarnir lifðu hátt á þessum tíma og nóttunum eyddu þeir í dans, kampavínsdrykkju og kókaínneyslu. Undir lok nóvember ákváðu þeir að fá inni hjá föður Thierry. Samkomulag feðganna var ekki upp á marga fiska og Paulin eldri átti erfitt með að umbera kærasta son­ ar síns. Stundum kom til líkamlegra átaka, en að lokum fór svo að upp úr slitnaði hjá Thierry og ástmanni hans. Jean­Thierry flutti til Parísar en Thierry reyndi að koma á laggirn­ ar eigin dragsýningafyrirtæki. Sú tilraun fór endanlega út um þúfur haustið 1985. Frá desember 1985 til júní 1986 voru átta konur myrtar til viðbótar. Lögreglan hafði ekki mikið að ganga út frá en vissi þó að um var að ræða sama morðingja og bar ábyrgð á morðunum árið 1984. Þó hafði orðið ein breyting á; morðinginn var hættur að beita jafnmiklu ofbeldi og fyrr og virtist velja fljótlegri leið til að fyrirkoma fórnarlömbum sínum. Haustið 1986 var Thierry dæmd­ ur til 16 mánaða fangelsisivistar eftir að hafa gengið í skrokk á kók­ aín birginum sínum með hafna­ boltakylfu. Hann losnaði úr grjótinu eftir árs dvöl og vissi þá að hann var HIV­smitaður. Á þeim tíma var sjúkdómurinn nánast dauðadóm­ ur og við tók villtur tími hjá Thierry, glaumur og gleði sem voru fjár­ mögnuð með stolnum krítarkortum og fölsuðum tékkum úr fórum fórn­ arlamba hans. Lögreglan fékk lýsingu Þann 25. nóvember 1987 myrti Thierry 79 ára konu, Rachel Cohen. Sama dag réðst hann á 87 ára konu, Berthu Finalteri, og hélt sig hafa gengið fyllilega frá henni. Tveim­ ur dögum síðar kyrkti hann konu að nafni Genevieve Germont. Hún varð síðasta fórnarlamb hans. Um svipað leyti og Thierry fagn­ aði 24. afmælisdegi sínum komst Finalteri, sem hann taldi sig hafa kyrkt, til meðvitundar og gat gefið lögreglunni ítarlegar upplýsingar. Í desemberbyrjun var Thierry Paulin handtekinn og eftir tveggja daga varðhald játaði hann allt sam­ an, þar á meðal það sem hann hafði brallað með ástmanni sínum. Hann var ákærður fyrir 18 morð og gert að bíða réttarhalda í fangelsi. Áður en til réttarhalda kæmi varð Thierry alvarlega veikur vegna AIDS. Hon­ um var komið fyrir á sjúkrastofnun en dó 16. apríl 1989. Jean­Thierry Mathurin var ákærð ur fyrir fyrstu níu árásirnar og morð in. Hann fékk lífs tíðar dóm og átján ár að auki án möguleika á reynslulausn. Hann losnaði þó úr fangelsi í ársbyrjun 2009, fyrir ein­ hverra hluta sakir. Thierry Paulin var, eðli málsins samkvæmt, aldrei sakfelldur fyrir þau morð sem hann var sakaður um. n Thierry Paulin átti erfitt uppdráttar vegna kynþáttar og kynhneigðar Böðull féll með dauðadæmdum dömumorðingjarnir Var aldrei sakfelldur Dauðinn kom í veg fyrir að Thierry Paulin yrði sakfelldur fyrir fjölda morða. „Ég réðst á þær sem voru mest veikburða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.