Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 13
„Það átti að selja mig í vændishús“ Fréttir 13Miðvikudagur 29. ágúst 2012 Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 n Komst að því að selja ætti hana til Brasilíu n Upplifir kvíða og martraðir n Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi þar sem hún handtók fólkið. „Ég var þarna í skýrslutöku á ensku í einhverja sex tíma en lögreglan sagðist aðeins hafa aðgang að ein- um íslenskum túlk og að hún þyrfti að nota hann til að yfirheyra hina handteknu. Mér var komið fyrir á öruggum stað á hóteli yfir nóttina og það var vægast sagt ömurleg nótt. Í hvert skipti sem einhver labbaði fram hjá dyrunum hrökk ég í kút.“ Daginn eftir, það er á sunnudag, fékk hún að hringja í föður sinn og kærasta sem voru farnir að hafa miklar áhyggjur af henni. Við tóku frekari yfirheyrslur en nú með að- stoð túlks. „Ég vissi að það væri flug til Íslands seinna um kvöldið og spurði hvort ég mætti ekki fara heim. Annars yrði ég að fá einhvern út til mín, því ég var við það að sturlast. Ég fékk bara loðin svör og það end- aði með því að ég tók nett æðiskast. Það fór svo að ég mátti fara. Ég var algjör taugahrúga á flugvellinum og það var ekki fyrr en ég var komin inn í flugvél og sá íslenskar flugfreyjur að ég brotnaði alveg saman.“ Fær martraðir Eftir að hún kom til Íslands fór hún beint í faðm fjölskyldu sinnar sem hún segir að hafi verið með sig í hálf- gerðri gjörgæslu síðan. „Ég fór í við- tal upp á geðdeild þar sem ég fékk lyf og mun fara í frekari meðferð. Mér er búið að líða alveg hræðilega illa. Ég á erfitt með að sofa og þegar ég sef fæ ég rosalegar martraðir. Ég er mjög kvíðin og vænisjúk og það er rosalega erfitt fyrir mig að vera í Reykjavík. En ég mun fara út og bera vitni gegn þessu fólki þegar þar að kemur og ég vona að með því að hafa kært það til lögreglunnar hafi ég komið í veg fyrir að fleiri muni lenda í þessum aðstæðum.“ Málið er nú rannsakað af lög- reglunni í Amsterdam en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig verið gert kunnugt um málið. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn staðfestir við blaðamann að fjór- ir Íslendingar hafi verið handteknir vegna málsins í Amsterdam. n „Ég lá undir sæng og hvíslaði að ég væri í haldi og það ætti að fara með mig til Bras- ilíu morguninn eftir. Fórnarlambið Konan vill segja sögu sína öðrum konum til varnaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.