Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 17
Ég hefði breitt yfir þetta Við höfðum ekki efni á að leigja Gunnar Bjarni Ragnarsson segir margt hafa breyst en hann yrði seint kallaður ráðsettur. – DV Tillögurnar ekki verið hunsaðar Spurningin „Nei, ég held að það sé algjör óþarfi.“ Embla Sigurást Hallsdóttir 19 ára nemi „Þarf að spyrja að því?“ Þórdís Guðmundsdóttir 52 ára náms- og starfsráðgjafi „Guð minn góður, nei.“ Geir Finnsson 20 ára nemi „Það held ég nú ekki.“ Sverrir Páll Sverrisson 20 ára starfsmaður í sláturhúsi „Er þetta ekki bara úrelt hefð?“ Oddur Ævar Gunnarsson 20 ára nemi Þarf forsetinn fylgd? 1 Harmleikur í Noregi Íslenskur karlmaður féll til bana í Noregi um helgina. 2 Mættu óboðin í brúðkaup Taylor Swift og kærasti hennar Conor Kennedy mættu óboðin í brúðkaup Kyle Kennedy. 3 Grínari hafnar opinberu sögunni um 11. september Þorsteinn Guðmundsson segir að árás- irnar á Tvíburaturnana 11. september 2001 sé mesta lygi sögunnar . 4 „Þetta voru nú mjög saklaus mótmæli af minni hálfu“ Ók á mótorhjóli inn í grunnskóla til að mótmæla einelti. 5 Sveddi tönn trúlofaður í fangelsi Trúlofaðist íslenskri kærustu sinni í Ary Franco-fangelsinu í Brasilíu. 6 Rændu jarðböð Peningaskápur brotinn upp og hundruðum þúsunda króna stolið. 7 Sátu báðum megin borðsins Sverrir Bollason vann skýrslu um fjölgun gistirýma í Reykjavík. Mest lesið á DV.is T ilefni þessarar greinar er ein- hliða og villandi fréttaflutn- ingur DV af flokksstjórn- arfundi Samfylkingarinnar sl. laugardag undir fyrirsögninni: Hrunstjórnarflokkur hunsar um- bótastarf. Á flokksstjórnarfundinum var rökrætt um útfærslu á einni tillögu, vissulega mikilvægri, af alls 31 til- lögu sem umbótanefnd Samfylk- ingarinnar skilaði í desember 2010. Í fréttinni er nær eingöngu vitn- að í þá sem voru ósáttir við niður- stöðu fundarins, en sjónarmið og rök hinna ekki rakin. Með fyrirsögn og viðtölum er gefið til kynna að allt umbótastarf Samfylkingarinn- ar standi og falli með þessari einu tillögu. Veruleikinn er allt annar. Í viðamiklu ferli flokksins sem enn stendur yfir hefur, auk þess að viður- kenna andvara- og aðgerðaleysi flokksins í aðdraganda bankahruns- ins og biðja þjóðina afsökunar á því, verið unnið í samræmi við nær all- ar tillögur umbótanefndarinnar og mikil eining verið um niðurstöður. Starfshættir og stefnumörkun Sam- fylkingarinnar var endurskoðuð frá grunni og fjöldi lagabreytinga sam- þykktur í því skyni að styrkja inn- viði og auka áhrif almennra félaga. Það er því af og frá sem fyrirsögnin og ummæli nokkurra meðlima um- bótanefndar fullyrða, að Samfylk- ingin „sé að hverfa frá uppgjörinu“ eða „ýta tillögum umbótanefndar til hliðar“. Þessi eina af tillögum umbóta- nefndar var, að einungis skráðir og virkir flokksmenn, sem hefðu greitt árgjald og verið meðlimir í tiltek- inn tíma, mættu taka þátt í vali á framboðslista. Fyrir flokksstjórn- arfundinum sl. laugardag lá tillaga framkvæmdastjórnar frá því í mars sl. sem gekk skemur, en fól í sér að takmarka þátttöku í prófkjörum við þá sem væru skráðir í flokkinn þegar framboðsfrestur rynni út. Þegar til- lagan kom fram sl. vor varð töluverð umræða og fram kom breytinga- tillaga um að bæði flokksfélagar og skráðir „stuðningsmenn flokksins“ gætu tekið þátt í vali á frambjóðend- um. Það væri ein fjögurra aðferða við val á framboðslista sem kjör- dæmisráð veldi á milli. Á fundinum sl. laugardag kom fram viðbótar- tillaga sem skilgreindi skilyrði þess að fólk gæti gerst skráðir stuðnings- menn, m.a. að flokknum væri heim- ilt að varðveita þá skrá og nýta til að hafa samband og senda viðkom- andi upplýsingar. Það hefur aldrei verið gert áður og er því frábrugð- ið opnum og skuldbindingalaus- um prófkjörum fyrri tíma. Svipað fyrirkomulag „skráðra stuðnings- manna“ er þekkt meðal evrópskra sósíaldemókrata (t.d. á Spáni og í Grikklandi) og þegar franski sósía- listaflokkurinn valdi sinn forseta- frambjóðanda, Hollande, og sá breski sinn formann, Miliband, gátu allir sem kosningarétt höfðu í þeim löndum kosið með því að undir- rita stuðningsyfirlýsingu við þeirra flokka. Þeir sem studdu tillöguna um stuðningsmannaskrá bentu á að stjórnmálaþátttaka fólks hefði breyst, valkostum til áhrifa fjölg- að, færri tækju þátt í hefðbundnu flokksstarfi og flokkar yrðu að vera opnir fyrir margs konar tengslum við sína stuðningsmenn. Ungt fólk vildi ekki skuldbinda sig til langtíma flokksaðildar í sama mæli og fyrri kynslóðir. Samtíminn gerði aukn- ar kröfur um meiri hlutdeild fólks í ákvarðanatöku; persónukjör og margs konar beint lýðræði, sem allt er í stefnu Samfylkingarinnar. Enginn ágreiningur var um þá til- lögu umbótanefndar að takmarka mjög fé sem frambjóðendur mættu eyða í prófkjörum og voru því sett- ar þröngar skorður. Þar með var brugðist við einni megingagnrýni á prófkjör fyrri tíma. Sú röksemd að auðveldara sé að „smala fólki“ á stuðningsmannaskrár en inn á félaga skrár flokka stenst illa þegar litið er til þeirrar staðreyndar að á núverandi flokksskrám flestra flokka er fjöldi fólks sem einungis vill taka þátt í vali á framboðslista. Eðlilegra er að hafa þá á sérskrá stuðnings- manna, í stað þess að á félagaskrám sé fjöldi fólks sem aðeins kýs að taka þátt í vali á framboðslista en ekki öðru flokksstarfi. Íslenskir stjórnmálaflokkar eiga undir högg að sækja. Þeir eru lykil- stoðir okkar lýðræðiskerfis. Fjöl- miðlum ber að veita þeim aðhald. En það aðhald verður að vera mál- efnalegt og sanngjarnt. Fyrrnefnd frétt DV uppfyllir því miður ekki þau skilyrði. Nei eða já? Andstæðingar Evrópusambandsaðildar leynast víða, meðal annars í Leirársveit þar sem ljósmyndari átti leið hjá á dögunum. Eins og sjá má er búið að útbúa eins konar traktor úr heyböggum og skilaboðin eru skýr: ESB – NEI TAKK Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Umræða 17Miðvikudagur 29. ágúst 2012 „Íslenskir stjórnmála- flokkar eiga undir högg að sækja Kjallari Margrét S. Björnsdóttir Pirrandi að láta ljúga að sér Þorsteinn Guðmundsson segir að árásin þann 11. september sé lygi. – Rás 2 Elvar Árni Lund, formaður SÍ, um mynd af höfuðlausu hreindýri. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.