Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Síða 20
20 | Fréttir 16.–18. september 2011 Helgarblað ÍSLAND Jóhannes Jónsson Býr í gamla húsinu sínu á Seltjarnar- nesi með konu sinni Guðrúnu Þórs- dóttur. Dvelur einnig í Orlando þar sem hann á hús við Nona-vatnið í næsta nágrenni við Tiger Woods og Kristin Björnsson. Fasteignirnar þar eru hver annarri glæsilegri en talið er að hús Jóhannesar sé metið að mark- aðsverði á um eina milljón dollara. Svæðið þykir hentugt fyrir erlenda auðmenn en alþjóðaflugvöllurinn í Orlando er í tíu mínútna aksturs- fjarlægð frá vatninu. Þar er einnig einn mest spennandi sveita- og golf- klúbburinn í Orlando. Missti talsverðar eignir, eins og verslunarkeðjurnar og glæsihýsi sitt fyrir norðan en á þó eitthvað af fast- eignum, þar á meðal glæsilegt skrif- stofuhúsnæði á Akureyri í félagi við aðra. Hann á einnig helmingshlut í verslunarfyrirtækinu SMS, sem mun vera það stærsta í Færeyjum og rekur meðal annars verslanir undir nafn- inu Bónus. Hann er enn á lista yfir þá sem greiða mest í skatt á landinu og greiddi 78,3 milljónir í skatt í fyrra sem skilaði honum 9. sætinu á þeim lista. Jóhannes var ungur farinn að vinna með föður sínum og fékk fyrsta 200 kallinn í laun átta ára gam- all. Hann er vinnuþjarkur og gamall skáti sem lenti í vandræðum með vín. Fór svo að stunda líkamsrækt um sextugt, spila golf og ferðast um hálendið á fjórhjóli, en þorði ekki á hestbak. Hann er að jafna sig á erfiðum veikindum og undirbýr útgáfu bók- arinnar Hagavagninn þar sem nei- kvæð skrif um fjölskylduna og fyr- irtækin verða tekin saman í þeim tilgangi að benda á einelti óvinanna – sem hann getur ekki fyrirgefið. „Ég er enginn glæpon,“ segir hann. Björgólfur Guðmundsson Býr enn í húsi eiginkonu sinnar, Þóru Margrétar Hallgrímsdóttur, að Vest- urbrún í Laugarneshverfinu en hús- ið var áður í eigu tengdaföður hans. Húsið var allt stækkað og endurbyggt fyrir nokkrum árum en þá komu þau sér meðal annars upp þjónustuíbúð í kjallaranum og lyftu, þar sem Þóra er orðin 81 árs gömul. Eins byggðu þau hvítan garðskála úti í garði og setlaug. Gjaldþrot Björgólfs er stærsta einstaklingsgjaldþrot Íslandssög- unnar þar sem hann var í pers- ónulegum ábyrgðum fyrir tæpum hundrað milljörðum en átti aðeins eignir að andvirði 15–27 milljarða eftir að hlutabréf í Landsbankan- um og Straumi-Burðarási urðu að engu. Hann á ekkert en konan hans er ágætlega stæð. Hann ekur um á Benz-jeppa sem er í eigu hennar. Hann hefur lífað tímana tvenna, hefur upplifað fangelsisvist, dóttur- missi og verið sæmdur fálkaorðunni, en ólíklegt þykir að hann rísi aftur upp í íslensku viðskiptalífi. Hann er orðinn sjötugur og er eftir sig eftir hrunið. Hann nýtur þess þó að eiga góða að og ku oft vera á sveitasetri sonarins í London þar sem aðbún- aðurinn er eins góður og má vera. „Ég borða enn hafragraut á morgnana,“ sagði hann þegar góðær- ið stóð sem hæst. Hann lifir hæglátu lífi en þrífst á því að vera innan um fólk, er opinn og glaðbeittur, þannig að hrunið hefur reynst honum erf- itt. Hann er mikill áhugamaður um knattspyrnu og KR er hans lið og hef- ur alltaf verið þó að hann hafi reynt fyrir sér sem eigandi West Ham. Þar mætir hann reglulega á völlinn og hittir sína gömlu vini úr ´56 árgang- inum. Þá sækir hann enn sína viku- legu fundi með AA-félögunum. Sagan segir að nafn Samson- hópsins komi frá honum og sé til- komið vegna þess að hann hafi upp- lifað sig sem Samson, en þótt hann hafi margt til brunns að bera, sé hnyttinn, skjótur til ákvarðana og bóngóður, þykir hann einnig dálítið sjálfhverfur og fljótfær. Karl Wernersson Býr í einbýlishúsi í Engihlíðinni en hann stækkaði húsið um 53 fermetra árið 2009. Er forstjóri og eigandi Lyfja og heilsu sem gengur vel, en þetta er stærsta keðja lyfjabúða hér á landi og telur 63 búðir undir merkjum Lyfja og heilsu og Apótekarans. Þá á hann hlut í Torfunesi en hrossaræktarbúið Fet á hann sjálfur. Þar fæðast fjörutíu til fimmtíu folöld árlega sem eru seld út um allan heim. Karl á einnig næstu jörð við búið Efri-Rauðalæk sem Rid- ley Scott leigði á dögunum fyrir sig og fylgdarlið sitt vegna Hollywood- myndarinnar Prometheus. Char- lize Theron lék í myndinni, sem og Noomi Rapace og Guy Pearce. Þar að auki á hann víngarð og ræktar ólífur á Ítalíu en hann á meðal annars þriggja hæða sumarhöll í Luca í Toscana-héraði á Ítalíu, þar sem glæsibifreiðar voru hýstar í kjallar- anum fyrir hrun. Húsið keypti Karl á sex milljónir evra þegar góðærið stóð sem hæst. Samkvæmt álagningu árið 2010 námu eignir Karls um fram skuld- ir tæpum 1,1 milljarði króna. Karl græddi líka nokkrar milljónir á útihá- tíð í Galtalæk síðasta sumar þar sem europopparinn Scooter kom fram. Karl keypti nefnilega Galtalækjarskóg fyrir 300 milljónir árið 2007. Á Akureyri sást til hans á svörtum stífbónuðum Bentley Continental, 400 hestafla, árgerð 2006, en slíkur eðalvagn kostar um nítján milljónir króna. Bíllinn er tryggður hjá Sjóvá en sérstakur saksóknari hefur rannsak- að Karl vegna meðferðar Milestone á bótasjóði Sjóvár fyrir hrunið 2008. Milestone keyrði Karl í gjaldþrot upp á níutíu milljarða króna. Bróðir Karls bar honum ekki vel söguna og kall- aði bróður sinn „einræðisherra“ í yf- irheyrslum og sagði að hann hefði kúgað sig svo mikið að hann hefði næstum getað sagt honum hvenær hann ætti að fara á klósettið. Vændi hann bróður sinn um að hafa ítrekað farið á bak við sig í rekstri Mileston og Sjóvá, sagði að hann hefði rekið sig frá höfuðstöðvunum með því að kalla sig aumingja og vit- leysing sem gæti ekki neitt. Hann væri því „algjörlega siðblind persóna“. Á sínum tíma var hann kallaður háloftalöggan í elítuklúbbi peninga- mannanna af því að hann hafði ein- kennisstafina VP-COP á Bombardier Challenger 600-vélinni sinni. Árið 1998 var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fang- elsi vegna brota á lögum í gegnum virðisaukaskatt. Jón Sigurðsson Býr á Seltjarnarnesi en hann færði fasteignir á Unnarbraut 17 og 19 á Seltjarnarnesi yfir á eiginkonu sína, Björgu Fenger, árið 2009. Ætlunin var að rífa Unnarbraut 19 en úrskurðar- nefnd skipulags- og byggingarmála kom í veg fyrir það. Engin áhvílandi lán eru á húsinu en frúin er sterkefn- uð. Auðurinn kemur fyrst og fremst úr N. Olsen-félaginu sem þau eiga. Hann er eftirsóttur ráðgjafi í yfir- tökum á fyrirtækjamarkaði á Íslandi þar sem hann þykir gríðarlega klár og einstaklega vel gefinn. Hann er mik- ill rólyndismaður og er sagður geta svæft heilu hverfin með nærveru sinni. Hann þykir þó ekki leiðinlegur, er bara vinnusamur og þessi endur- skoðendatýpa, eins og pabbi hans. Eignir Jóns voru kyrrsettar en úr- skurðurinn var felldur úr gildi. Sigurjón Árnason Býr á Íslandi og starfar sem ráðgjafi fyrir ýmsa, meðal annars í sjávar- útvegi og fyrir fyrirtæki sem eru og hafa verið að semja við banka um fjárhagslega endurskipulagningu. Hann hefur hægt um sig en hann þykir úrræðagóður og með talnag- löggari mönnum, er sagður séní á bókina en að hann hafi þó stundum farið of hratt yfir og hafi kannski ekki djúpa skynjun á umhverfinu. Marg- ar af hans ákvörðunum þóttu bera vott um fyrirhyggjuleysi og voru oft á gráu svæði. „Ef þetta er löglegt eft- ir einhverjum gjörningaleiðum þá er þetta bara í lagi,“ var sagt að væri hans mottó. Þá þótti hann fluggáfaður og flest- ir treystu hans dómgreind. „Hann hlustar ekki mikið á aðra auk þess sem alls ekki allir treystu sér til að mótmæla Sigurjóni þegar hann hafði ákveðið eitthvað því hann er svo dómínerandi karakter.“ Í gegnum tíðina hefur hann þó oft verið umdeildur, sem formaður Stúdentaráðs fyrir að hafa látið Vöku greiða stöðumælasektir í stórum stíl og blómvendi handa kærustunni. Ekki batnaði það þegar búið var að eyða öllum gögnum úr tölvum félags- ins. Seinna var hann sakaður um að hafa pappírstætara í stofunni til að eyða skjölum úr bankanum. Þá var hann gagnrýndur fyrir að hafa lánað sjálfum sér 70 milljónir af eigin líf- eyrissparnaði og fyrir að hafa látið mágkonu sína leppa kaup á fimm- tán milljóna króna Benz-sportbíl af Landsbankanum. Hann var þó hjarta bankans og leiðtogi hans, gríðarlega vinnusam- ur og skipti sér af hverju smáatriði. Allavega einu sinni reddaði hann manni starfi annars staðar því honum fannst svo sárt að segja honum upp. Eftir hrunið fór hann að kenna Afdrif og ævintýri 26 útrásArvíkingA E ftir að hrunið skall á hafa þeir ekki borist á eins og áður, þeir Björgólfsfeðgar, Bónusfeðg- ar, Bakkabræður og allir hin- ir víkingarnir sem voru hetjur Íslands um tíma. DV rakti slóðina og teiknaði upp hvert þeir fóru, hvað þeir gerðu og hvernig lífi þeir lifa nú. Marg- ir þeirra eru farnir úr landi og þeir ætla sér ekki allir að koma aftur, eru í einhvers konar sjálfskipaðri útlegð. Í þeirra huga var Bretland öruggur staður til að vera á – þar til eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar voru kyrrsett- ar þar í landi. Þá fóru margir þaðan og leituðu sér skjóls annars staðar. Lúx- emborg passar best upp á sína, því þar er gert út á bankaleynd og einnig í Sviss. Þeir sem eru hér enn, hvort sem það er alla daga eða með annan fót- inn segja að það sé bæði heiðarlegra og heppilegra að viðhalda tengslum við ræturnar, því þetta er jú þeirra heimaland. Ástæðurnar fyrir brotthvarfi þeirra frá landinu eru margvíslegar en af 26 lykilmönnum í íslensku efnahagslífi fyrir hrun eru átta með lögheimili sitt á landinu nú. Sumir hinna eru bara að leita að nýjum tækifærum og aðrir hafa starfað lengi erlendis. Enn aðrir vilja komast frá reiði og rannsóknum á viðskiptaháttum sínum. Útrásarvíkingarnir koma misvel undan hruni, sumir eru enn sterkefn- aðir og hafa jafnvel aukið við eignir sínar eins og Bjarni Ármannsson en aðrir skilja slyppir og snauðir við þetta ævintýri. Ljóst er að Björgólfur Thor Björgólfsson getur enn skemmt sér vel í Suður-Frakklandi þar sem hann var vanur að spóka sig um ber að ofan kvölds og morgna, Karl Wernersson getur haldið áfram að rækta ólífur á Ít- alíu og Ólafur Ólafsson kemst á fleiri ljónaveiðar í Afríku ef hann kærir sig um. Aðrir eiga minna, jafnvel ekki neitt, en geta þó haldið áfram að leika sér. Það kostar Jón Ásgeir til dæmis ekkert að fara í gamnislag við besta vininn eins og hann gerir gjarna. n Slóð útrásarvíkinga rakin n Farið yfir feril þeirra, góðærissögurnar og rýnt í týpurnar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Úttekt Sigurjón Árnason Stefán Hilmar Hilmarsson Jón Ásgeir Jóhannesson Ágústa Margrét Ólafsdóttir, eiginkona Lárusar Welding Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Magnús Ármann Halla Halldórs, eiginkona Pálma Haraldssonar Friðrika Hjördís Geirsdóttir, eiginkona Stefáns Hilmars StefánssonarUnnur Sigurðardóttir, eiginkona Hannesar Smárasonar Margrét Íris Baldursdóttir, eiginkona Magn- úsar Ármann Pálmi HaraldssonStuð Útrásarvíkingar og makar þeirra í góðu gamni í skíðaferð í frönsku Ölp- unum í boði Baugs í apríl 2007. „Hann er mik- ill veiðimaður en hann er sagður hafa eytt tugum milljóna í veiði- ferðir til Afríku þar sem hann hefur skotið þrjú ljón og jafnvel fíl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.