Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Síða 28
28 | Viðtal 16.–18. september 2011 Helgarblað Þ að er á köldum haust- degi sem Fjölnir Þor- geirsson fæst til að hitta blaðamann yfir kaffibolla. Hann vindur sér inn á kaffihús- ið, nánast fýkur inn. Rjóð- ur í kinnum upplýsir Fjölnir blaðamann um að hann hafi varið gærdeginum í tamning- ar og sé af þeim sökum eilít- ið veðurbarinn. „Það er skíta- kuldi,“ segir hann brosandi og fær sér feginn heitan kaffi- sopa. Fjölni þekkja allflestir landsmenn. Ef ekki fyrir afl- raunir á sviði íþrótta (hann á Íslandsmet í að setja Íslands- met) þá fyrir ástamálin. Hann er sagður vera einhvers konar alfa-karl og hefur verið eftir- sóttur af kvenþjóðinni. Hann er þess vegna oft í sviðsljós- inu og komst aftur í það fyrir skömmu þegar hann ræddi um samband sitt og Mel B., í útvarpsviðtali. Hann fórnar höndum þegar blaðamaður minnist á það. „Ég var í löngu viðtali en þetta þótti það markverðasta. Samband mitt við Mel B. er vel geymt í for- tíðinni og ég ræði það ekki í þaula,“ segir hann og hlær. Stekkur oft upp á nef sér Þeir sem ekki þekkja Fjölni persónulega halda sumir, vegna tíðra frétta af ástamál- um hans, að hann sé glaum- gosi. Aðrir segja að hann sé nokkurs konar Gunnar á Hlíðarenda nútímans. Þegar blaðamaður leitar álits vina Fjölnis á honum fær hann svör sem benda til þess að, jú, vissulega sé hann skap- stór en enginn glaumgosi. „Hann vill helst bara vera af- skiptur uppi í hesthúsi og er oftast bara í flíspeysu og reið- buxum,“ segir einn vina hans. „Hann stekkur oft upp á nef sér,“ segir annar. „Hann er hlýr og traustur vinur, og segir alltaf satt. Það kemur honum stundum í vandræði,“ segir enn annar. Þegar blaðamaður spyr Fjölni sjálfan hvort hann líti á sig sem afreksmann seg- ir hann einfaldlega: „Nei, en ég er ofvirkur og gríðarleg- ur keppnismaður með stórt skap. Ef einhver slær mig, þá slæ ég hann fastar. Ég vil alltaf gera betur. Alltaf í öllu. Sama hvað það er.“ Í byggingarvinnu fimm ára Fjölnir ólst upp á Seltjarnar- nesi hjá foreldrum sínum, Þorgeiri Yngvarssyni og Þrúði Pálsdóttur og tveimur systk- inum, Gunnari og Guðrúnu. Hann átti fjöruga æsku að eigin sögn. „Ég hefði lík- lega verið greindur ofvirkur í dag,“ segir Fjölnir. „Ofvirkur með athyglisbrest. Ég átti erf- itt með að lesa en æfði íþróttir alla daga. Sem betur fer fékk ég gott aðhald en ég er alinn upp við það sem við myndum í dag kalla gömul gildi,“ segir hann. Móðir hans var heima- vinnandi og faðir hans var mikill vinnuþjarkur. „Ég fór að vinna með pabba þegar ég var lítill polli, ætli ég hafi ekki verið fimm eða sex ára. Ég fékk aldrei vasapening heldur þurfti að vinna fyrir því að fá smá skotsilfur,“ seg- ir hann. „Pabbi hefur alltaf verið vinnuþjarkur. Á tímabili gekk vel hjá honum. Á öðru ekki. Menn sem eru komnir á sjötugsaldur eru búnir að sjá þetta allt saman. Pabbi hef- ur fengið að lifa allar þessar sveiflur, upp og niður, en sem betur fer er hann algjör nagli og hefur því alltaf lent á fót- unum.“ Fjölni þykir auðsjáan- lega mjög vænt um föður sinn og horfir á hendurnar á sér. „Hann er með þetta í höndunum. Svolítið eins og ég,“ segir hann og glennir út fingurna. „Við erum svona „fýsískir“ menn. Hann er samt líka algjör grúskari og þúsundþjalasmiður. Hann hefur gert upp svifflugu, smíðað flugvél, þyrlu og mið- að við hvað hann er grófur þá býr hann á öðrum sviðum yfir fínlegri nákvæmni.“ Móður sína segir Fjöln- ir vera eina flottustu konu heims. „Hún skákar enn fimmtugum konum í feg- urð og glæsileika. Þrítugum þess vegna. En það var mik- ið á hana lagt,“ segir Fjölnir. „Ég er nú faðir tveggja ungra drengja. Ef ég hefði gengið í gegnum það sama og hún þá hefði ég orðið geðveikur. Eft- ir að ég varð faðir þá áttaði ég mig á því hversu sterk kona hún móðir mín er. Dó í fangi litla bróður Þetta segir Fjölnir í fullri ein- lægni og segir frá því þegar hann var sautján ára og fjöl- skylda hans fékk válegar frétt- ir. „Við fengum að vita að eldri bróðir minn, hann Gunnar, væri með bráðahvítblæði. Hann fór í meðferð sem virtist hafa tilætluð áhrif og var góð- ur í eitt ár. En síðan varð hann skyndilega veikur á ný. Hvít- blæðið hafði tekið sig upp aftur og var enn illskeyttara. Hann fór á nokkrum dögum og hann dó í fanginu á mér, litla bróður sínum.“ Hann á augljóslega enn erfitt með að ræða daginn er bróðir hans dó og ókyrrist í sætinu meðan hann ræð- ir um hann. „Gunnar bróðir var mikil fyrirmynd mín í líf- inu. Ég hef farið í allar þær íþróttir sem hann stundaði. Ég valdi að feta í fótspor hans. Kannski var það til að milda áfallið. Og hann var sá eini sem hafði hemil á mér. Þegar ég var á þönum og náði ekki að hemja orkuna var hann sá sem gat fengið mig til að vera slakur með einni bendingu. Ég átti mjög erfitt með að vinna úr missinum og í heilt ár á eftir var ég brjálað- ur í skapinu. Það mátti ekk- ert segja við mig. Ég slóst og ég öskraði og réðst á menn af minnsta tilefni. Ef einhver sagði eitthvað sem mér mis- líkaði þá kýldi ég hann bara. Ég missti trúna á Guð og þakka fyrir að hafa ekki verið byrjaður að drekka á þessum tíma. Það hefði endað illa því þetta var mér svo gríðarlega erfitt.“ Fjölnir segir að reiðin hafi fylgt honum inn á fullorðins- árin en með auknum þroska hafi honum tekist að snúa henni og nýta hana á jákvæð- an hátt. „Ég á Þórhalli miðli margt að þakka, hann kom mér til aðstoðar og kom mér í tengsl við látinn bróður minn og ég fæ enn gæsahúð við til- hugsunina. Hann tók mig í heilun og viðtöl og einu sinni í einu af viðtölunum tók hann svona í hnakkann á mér og sagði: Tralli minn, slakaðu á, hættu! Ég féll saman. Þetta gerði Gunnar bróðir minn alltaf með nákvæmlega sama hætti þegar ég var órólegur. Þórhallur gat ekki með neinu móti vitað þetta. Hann sagði mér að Gunnar vildi skila því til mín að hann vildi að ég sleppti honum og sleppti reiðinni.“ Róaðist í föðurhlut- verkinu „Ég horfi á strákana mína og ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég missti þá, seg- ir Fjölnir og undirstrikar þá samúð sem hann segist finna með móður sinni. „Mamma fór miklu verr út úr þessu en við hin þótt þetta hefði haft mikil áhrif á okkur. Ég hugsa oft um Gunna og hversu gott væri að hafa hann. Ég geri þetta á góðum stundum og slæmum. Ég lifði auðvitað svolítið í gegnum hann, bæði áður en hann dó því hann var svo mikil fyrir- mynd, og svo eftir að hann dó til þess að bæta foreldrum mínum missinn. Auðvitað var þetta ómeðvitað. Það var eins og ég væri að reyna að vera hann líka. Ég keppti í öllum þeim íþróttum sem mér datt í hug að keppa í og helst í þeim sem voru Gunna kærastar, eins og snóker.“ En Fjölnir keppir ekki lengur nema við sjálfan sig. Hann hefur fundið sig í hesta- mennskunni, föðurhlutverk- inu og er líka umhugað um heilsusamlegan lífsstíl. „Það hefur hægst verulega á hjá mér eftir að ég varð faðir. Það breytist allt og hægist á lífinu og maður fer að upplifa hlut- ina öðru vísi. Ég er þakklát- ur fyrir svo margt og gef mér tíma til að vera það. Nú er ég til dæmis fertugur, bróð- ir minn dó þrítugur og ég er búin að lifa 10 árum lengur en hann. Það er gjöf.“ Vissi ekki að hann hefði verið með krabbamein Lífið kemur stöðugt á óvart eins og Fjölnir komst að. Fyr- ir nokkrum árum var hann staddur í samkvæmi. Þá gekk að honum læknir og sagðist hafa bjargað lífi hans. Fjöln- ir kom af fjöllum og spurði hann nánar út í hvenær hann teldi sig hafa gert það. „Lækn- irinn var töluvert í glasi þeg- ar hann sagði mér frá því að hann hefði fjarlægt úr mér rif- bein þegar ég var þriggja ára. Það hefði hann gert vegna þess að ég hefði verið með krabbamein. Hann hefði bjargað lífi mínu.“ Fjölnir segir að hann hafi reiðst lækninum mjög. „Hann stærði sig af því að hafa bjarg- að lífi mínu, það gerði hann fyrir framan alla og ég hafði enga hugmynd um hvað hann var að tala. Þetta er lýs- andi fyrir það hvað fólk getur verið vanhæft í starfi sínu. Ég varð brjálaður, mig langaði til að drepa hann.“ Hann mundi eftir sjúkra- húsvistinni en hélt hana hafa verið vegna einfalds bein- brots. „Mamma sagði mér að ég hefði hoppað niður úr sófa niður á konfektdós og brot- ið rifbeinið. Ég hafði reyndar á tilfinningunni að það væri ekki satt því mamma er ekk- ert sérstaklega góð í því að ljúga. En mig langaði ekki að vita þetta svo ég spurði aldrei. En eftir uppákom- una í samkvæminu bað ég um sannleikann og komst að því sanna. Ég hafði fengið krabbamein þriggja ára.“ Uppákoman dró dilk á eft- ir sér og í nokkurn tíma á eftir glímdi Fjölnir við heilsukvíða. „Ég fór að verða hræddur aft- ur við krabbamein, en tókst sem betur fer á stuttum tíma að vinna mig í gegnum þetta.“ Sveitastrákur og náttúrubarn Fjölnir er vanur að gera ná- kvæmlega það sem honum hugnast best og í dag er það hrossarækt og tamningar. Hann kynntist því að annast dýr í barnæsku og fór í sveit á hverju ári til sextán ára ald- urs. „Ég fór í sveit á hverju sumri í tíu ár sem krakki og ólíkt flestum sem voru send- ir í sveit óskaði ég sérstak- lega eftir því sjálfur. Þegar ég var sex ára var ég send- ur í vist í tvær vikur. Þegar ég kom heim bað ég um að fá að fara aftur strax sama sumarið, sem ég og fékk. Ég hlakkaði alltaf jafnmikið til að komast í sveitina á vorin til þess að mjólka beljurnar og komast á hestbak. Ég fór svo í sveit nánast á hverju ári frá 8 ára aldri alveg þangað til ég var 16 ára. Beljurnar fannst mér skemmtilegastar þegar ég var lítill, þær höfðu allar sín sér- kenni og maður vissi alveg hvað einkenndi hverja þeirra. Ég hafði yndi af að hugsa vel um þessar skepnur.“ Var látinn svæfa hundinn Fjölnir fékk sér hundinn Alex þegar hann byrjaði að búa. Hann dó fyrir tveimur árum og Fjölni þótti svo vænt um hann að hann fær sig ekki til að fá sér annan í hans stað. „Alex var minn besti vinur þar til hann dó. Ég þurfti að láta svæfa hann og það var mjög erfitt. Hann var með blöðru- vandamál og pissaði inni þannig að hann þurfti að vera mikið úti við. Hundagæslu- maðurinn í Hveragerði var farinn að skipta sér af þessu og lét mig eiginlega ekki í friði. Svo braust hann inn til mín og tók hundinn. Eftir að ég lét svæfa Alex glímdi ég við mikla reiði og fór inn á bæjar- skrifstofuna og henti reikn- ingnum fyrir svæfingunni í andlitið á bæjarstjóranum og sagðist aldrei ætla að segja eitt fallegt orð um Hveragerði framar. Ég tók það nærri mér að þurfa að svæfa þennan ein- staka hund. Þetta var eins og að drepa barnið sitt. Ég róaði mig þó niður á endanum. Ég var á þessum tíma að eignast seinni son minn og það var ekki í boði að hafa húsið opið. En ég sakna hans samt rosa- lega mikið á stundum. Alex var ótrúlegur hundur, allt- af á röltinu eins og sannkall- aður bóhem, skipti sér ekki af neinum. Hann var alltaf á pallinum hjá mér á bílnum og horfði fram svo eyrun flöks- uðust í vindinum.“ Setur á markað heilsudrykk Í dag á Fjölnir, og rekur, vef- síðuna hestafrettir.is, en síð- an er stærsti fréttamiðill hestamanna hér á landi í dag. „Ég hef mjög gaman að þess- ari vinnu og síðan ég byrjaði í hestunum aftur er ég búinn að fara í gegnum utanskóla- nám Félags tamningamanna, FT, ásamt því að vera orð- inn gæðingadómari. Honum eru dómaramálin hugleikin. „Mér finnst dómaramál ekki vera í réttu fari. Ég vil bæta dómkerfið, það er alltof mikið af miðlægisdómurum.“ Fjölnir segir líka skemmti- legar fréttir af nýjum starfs- vettvangi. Honum er heil- brigði hugleikið og setur á markað heilsudrykkinn Fjölva. „Mig langaði að tak- ast á við þetta og ég er vanur að gera það sem mig langar að gera og reyna að gera það vel. Ég set drykkinn á mark- að á næstunni og hann hef- ur fengið nafnið Fjölvi. Þetta er heilsusamlegur drykkur sem hentar fólki sem vill auka orku sína og vellíðan. Drykk- urinn hentar sérstaklega konum, í honum er lífrænt hunang og eplaedik, meðal annars, og fullt af kryddjurt- um sem ýta undir áhrif epla- ediksins. Þetta er basískt efni sem lækkar sýrustig líkam- ans, eyðir þannig sveppaflór- unni og vinnur á móti bjúg- myndun. Hann er góður,“ lofar Fjölnir. Lét hégómann lönd og leið Líf Fjölnis hefur breyst mikið á síðustu árum. Hann er fjöl- skyldumaður og draumarnir hafa breyst. Áður fyrr dreymdi hann um sigra á hvíta tjald- inu, afrek í íþróttum, hann ók um á sportbíl og var töffari, að eigin sögn. Í dag dreymir Líf Fjölnis Þorgeirssonar hefur tekið breyt- ingum til frambúðar. Áður fyrr dreymdi hann um sigra á hvíta tjaldinu, afrek í íþróttum, hann ók um á sportbíl og var töffari, að eigin sögn. Í dag dreymir hann um að eignast lítinn búgarð þar sem synir hans geta alist upp við áhyggjuleysi. Hégómann segir hann hafa vik- ið fyrir öðrum og háleitari viðmiðum. Fjölnir settist niður með Kristjönu Guðbrands- dóttur og ræddi við hana um æskuna, lífið í sveitinni og það hvernig lífið getur stundum komið manni rækilega á óvart. Laus undan hégó anu„Hann fór á nokkrum dögum og hann dó í fanginu á mér, litla bróður sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.