Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Síða 50
50 | Lífsstíll 11.–13. nóvember Helgarblað n Uppeldisfræðingurinn Debra Gilbert Rosenberg: 6 lífseigar mýtur um börn U ndanfarið hefur bor- ið á umræðu um magnesíum og gagn- semi þess við svefn- leysi, streitu, ger- sveppaóþoli (candida) og súrnun líkamsvökvanna. Í þessu sambandi var mælt með magnesíum á duftformi fremur en töfluformi. Í fjölmiðlum var rætt við heildsala og/eða sölu- aðila magnesíumdufts og var varan uppseld, hafði rokið út í kjölfar umræðunnar og end- urútkomu bókar sem nú er víst orðin metsölubók í annað sinn. Það sem mér fannst skrít- nast við þessa umræðu, var að ekkert var minnst á magnesíum í fæðunni. Það er alltaf betra að fá næringarefnin úr fæðunni en úr fæðubótarefnum, og gildir þá einu hvort fæðubótin er í duftformi, töfluformi eða einhverju öðru formi. Það er alltaf best að borða fjölbreytta og næringarríka fæðu. Í fæð- unni eru næringarefnin í rétt- um hlutföllum innan um önn- ur efni sem sum hver auðvelda upptöku eða frásog næringar- efnanna úr meltingarveginum í blóðið, auðvelda flutninginn um blóðrásina eða nýtingu þeirra í líkamanum. Önnur efni í fæðunni geta torveldað frá- sogið, en fjölbreytt fæða tryggir jafnvægi þarna á milli. Magnesíum er víða að finna í fæðu okkar, bæði í dýraríkinu og í jurtaríkinu. Baunir, dökkt súkkulaði, heilkornabrauð, hýðishrísgrjón, bananar, brok- kolí, ostur, ýsa og tófú eru allt fæðutegundir sem eru ríkar af magnesíum. Mjólk, app- elsínur og kjöt eru líka ágæt- ar uppsprettur magnesíums. Magnesíumskortur er því mjög óalgengur og þekkist varla hjá fólki sem borðar sæmilega fjöl- breytta fæðu.  Frásogið minnkar Ég hef fullan skilning á því að þeir sem þjást af svefnleysi, streitu eða annarri óáran vilji prófa að auka magnesíum- neyslu sína, ef vera skyldi að það dygði til að ná betri heilsu og líðan. Fyrir þá vil ég benda á að hnetur, möndlur, fræ og harðfiskur eru sérlega magn- esíumríkar fæðutegundir.  Meira er ekki alltaf betra þegar að næringarefnunum kemur. Rannsóknir hafa sýnt að þegar lítið magn magnesí- ums er tekið sem fæðubót með mat (7–36mg) þá er frásogið úr meltingarvegi 65–70%, þ.e. 65–70% af skammtinum er tek- ið upp í blóð. Þegar fæðubót- in með sömu máltíð var aukin upp í 960–1.000 mg, þá var frá- sogið aðeins 11–14% (Fine KD et al. J Clin Invest 1991;88:369– 402 og Roth P and Werner E. Int J Appl Radiat Isot 1979;30:523– 6). Mér skilst að á umbúðum umrædds magnesíumdufts sé mælt með 1.000 mg á dag. Það er líka vel þekkt að lík- ami okkar bregst við mikilli daglegri eða reglulegri neyslu næringarefnis með minna frá- sogi úr meltingarvegi. Þau áhrif koma ekki fram fyrr en eftir ein- hverjar vikur eða mánuði. Frá- sogið og nýtingin gæti því farið langt undir 10% hjá reglulegum neytendum magnesíumdufts. Fyrir fullorðna, heilbrigða einstaklinga er ráðlagður dagsskammtur fyrir magnesí- um 280–350 mg. Það er auð- velt að ná þessu magni með fjölbreyttri fæðu. Efri mörk neyslu fyrir magnesíum hafa ekki verið sett á Íslandi, en læknaskóli Harvard-háskóla í Bandaríkjunum ráðleggur heilbrigðum einstaklingum að fá ekki meira en 350 mg af magnesíum úr fæðubótarefn- um. Efri mörk neyslu eru sett til að koma í veg fyrir óæski- legar aukaverkanir og jafn- vel eitrunaráhrif. Eins og áður segir hefur líkaminn ótrúlega hæfileika til að stilla af það magn sem hann frásogar úr meltingarveginum, og einnig til að stilla af það magn sem hann losar sig við með þvagi. Þrátt fyrir það er einhver hætta á eitrun, sérstaklega ef stórir skammtar eru teknir daglega í langan tíma. Magnesíum er ekki töfralausn 1 Þið tengist ekki nema þú fáir barnið strax til þín „Þessi mýta gengur út frá því að við fáum aðeins eitt tækifæri til að verða góð mamma. Fyrstu augnablikin eru mikilvæg en sambandið ykkar á milli lifir út ævina,“ segir Rosenberg. 2 Mæður geta alltaf lesið í grátinn„Þú ert ekki vond mamma þótt þér takist ekki að laga öll vandamál. Það tekur tíma að þekkja inn á grát barnsins þíns.“ 3 Brjóstagjöf er einföld„Brjóstamjólkin er besta fæða barnsins en stundum gengur hún einfaldlega ekki. Sumar mæður og börn þurfa tíma til að læra inn á brjóstagjöfina.“ 4 Rólur, leik- og göngu-grindur eru jákvæðar fyrir þroska barnsins „Þessi tæki hindra frekar að barnið læri að hreyfa sig um og skoða heiminn. Börn ættu að fá að vera á maganum til að þau geti hreyft sig sem mest.“ 5 Ungbörn geta ekki talað„Börn eru alltaf að reyna tjá sig. Við skiljum ekki þessi hljóð en þessi hljóð eru samt þeirra tungumál. Hlustaðu á barnið og bíddu eftir svari þegar þú talar við það. Mundu að barnið stjórnar því sjálft hvort það svarar eða ekki. Taktu til- raunum barnsins til að tjá sig fagnandi. Það er barninu svo mikilvægt að mamma viti að það geti tjáð sig.“ 6 Nám hefst í skóla.„Námið hefst við fæðingu, ef ekki fyrr. Heil- inn vex hratt frá fæðingu til sex ára aldurs. Því yngra barnið sem barnið er því hraðar lærir það.“ Anna Ragna Magnúsdóttir Doktor í heilbrigðisvísindum Aðsent „Magnesíum- skortur er því mjög óalgeng- ur og þekkist varla hjá fólki sem borðar sæmilega fjölbreytta fæðu. Heilræði Anna Ragna er doktor í heilbrigðisvísindum. Á heilraedi.blogspot.com, vefdagbók hennar, er að finna góð ráð fyrir bætta heilsu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.