Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Page 14

Fréttatíminn - 10.10.2014, Page 14
K Komi til verkfalls skurðlækna annars vegar og félaga í Læknafélagi Íslands í næsta mán- uði setur það heilbrigðiskerfi þjóðarinnar í óviðunandi stöðu. Þótt skurðlæknar muni sinna bráðaþjónustu, náist ekki samkomulag fyrir boðaða verkfallahrinu, leggjast af allar hefðbundnar skurðaðgerðir og göngudeildar- starfsemi, auk annarra hefðbundinna starfa stéttarinnar. Verkfall þeirra mun síðan skar- ast við verkfall lækna í Læknafélaginu, komi til aðgerða beggja. Himinn og haf er milli krafna lækna og þess sem samninganefnd ríkisins býður. Hún hefur boðið hina almennu 2,8% hækkun. Skurðlækna- félagið fer hins vegar fram á að laun skurðlækna verði sambærileg og í nágrannalönd- unum. Krafan er því, svo dæmi sé tekið, nær 100% hækkun á grunnlaunum nýútskrifaðra sérfræðinga. Þarna sést í hnotskurn vandi þess lág- launaþjóðfélags sem Ísland er í samanburði við betur sett nágrannalönd. Læknar og fleiri heilbrigðisstéttir eru eftirsóttur vinnukraftur þar. Undanfarin kreppuár hefur því legið við landflótta hjá þessum stéttum. Sá vandi bætist við niðurskurð sem bitnað hefur á endurnýjun tækja og úreltan húsakost Landspítalans. Samfélag okkar gengur ekki upp nema boðið sé upp á örugga heilbrigðisþjónustu. Höggva verður á hnút sem virðist óleysan- legur. Á annan vænginn eru það kröfur ómissandi sérfræðinga en á hinn eilífur kjara- samanburður. Sæmileg sátt er um það að fjár- munum hins opinbera verði forgangsraðað þannig að aukið fé fari í heilbrigðiskerfið, rekstur þess, endurnýjun tækja og húsnæðis. Í öðru dæmi, tilbúnu, væri hægt að hugsa sér að þjóðarsátt næðist um kjarabót lækna svo auka mætti starfsánægju þeirra og stöðva landflóttann. En það er ekki hlaupið að því. Af reynslu vitum við að aðrar stéttir myndu setja fram kröfur um sambærilega bót. Í kjöl- farið fylgdi ófriður á vinnumarkaði, almennar óraunhæfar launahækkanir, verðbólgufár og hækkun verðtryggðra lána. Staðan er því flókin. Bæði heilbrigðisráðherra og forstjóri Landspítalans skilja kröfur lækna. Kjör þeirra þarf að bæta, um það er vart deilt. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, bendir réttilega á að umræður um málefni Landspítalans blandist ríkum tilfinn- ingum. Vandinn sé hins vegar sá að úrlausn þeirra viðfangsefna sem að spítalanum snúa verði ekki slitin frá þeim kalda efnahagslega veruleika sem við búum við á hverjum tíma. Starfsemi nútíma sjúkrahúss byggir á þremur stoðum, eins og Þorsteinn nefnir: Fólki, tækjum og húsnæði. Þverbrestir hafi myndast í öllum þremur meginstoðunum. Við getum ekki boðið samkeppnishæf laun við grann- löndin, höfum ekki efni á að fylgja tækniþró- uninni nógu hratt eftir með tækjakaupum og ráðum ekki við að endurnýja húsakostinn sómasamlega. Rót vandans er dýpri en einföld forgangs- röðun, að mati Þorsteins. Þótt landið sé fleytifullt af peningum séu þar móti yfirfullar skálar skulda. Þrátt fyrir góðan hagvöxt skili atvinnulífið ekki nógu miklum afgangi. Við- reisn Landspítalans verði því ekki slitin frá óhjákvæmilegum kerfisbreytingum sem miða að því að auka framleiðni í landinu. Barið hafi verið í brestina með því að rýra verðgildi krónunnar. Framtíðarlausnin liggi ekki þar. Því kallar Þorsteinn á efnahagslegar kerfis- breytingar samfara forgangsröðun verkefna. Forgangsröðunin sé skjótvirkari en kerfis- breytingarnar. Hann nefnir sem dæmi að frá hruni hafi framlög til Landspítalans verið skorin niður jafnt og þétt en á sama tíma hafi framleiðslustyrkir til landbúnaðarins hækkað árlega samkvæmt vísitölu. Breytt forgangs- röðun væri að snúa því tafli við. Þorsteinn bætir því við að gild rök séu fyrir því að grynnka á skuldum ríkisins með bankasölu enda sé lækkun skulda ekki síst í þágu velferðarkerfisins. Álitaefnið sé hins vegar hvort hættan á hruni í þjónustu Land- spítalans sé það mikil að það yrði dýrkeyptara en ávinningurinn af skjótari niðurgreiðslu skulda. „Landið þrífst ekki,“ segir Þorsteinn, „með þeirri óvissu sem nú ríkir um þjónustu Landspítalans í náinni framtíð. Margt hnígur því að þeirri niðurstöðu að það geti reynst þjóðhagslega hagkvæmt að breyta bankabréf- um í sjúkrahús.“ Varla er annað ofar á borði stjórnvalda en þessi staða. Forgangsröðun og efnahagslegar kerfisbreytingar Ólíðandi óvissa um heilbrigðisþjónustu Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsal- isýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Fæst án lyfseðils Verkir? Verkjastillandi og bólgueyðandi! VoltarenGEL011014KVK-2X30 copy.pdf 1 28/09/14 21:43 AHC samtökin óska eftir styrkjum til að vinna að grunn- rannsóknum á Alternating Hemi- plegia of Childhood auk þess að stuðla að kynningu á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Reikningsnúmer samtakanna er 0319-13-300200 kt. 5905091590 Upplýsingar um AHC er að finna á heimasíðu AHC sam- takanna www.ahc.is 14 viðhorf Helgin 10.-12. október 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.