Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 22

Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 22
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Engin lántökugjöld Lánshlutfall allt að 80% Engin lántökugjöld Allt að 7 ára lánstími Landsbankinn býður betri kjör. Í október greiða einstaklingar engin lántökugjöld af bílafjármögnun. Kynntu þér allt um bílalán á landsbankinn.is/bilalan. Y oko Ono tendraði Friðarsúluna í Viðey í áttunda skipti í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. „Ég minnist mannsins míns, John Lennon, þegar ég kem hingað og kveiki á súlunni. Mér finnst gott að gera þetta fyrir hann, og ekki bara hann heldur alla aðdáendur hans,“ segir hún. Friðarsúlan, sem á ensku nefnist The Imagine Peace Tower, er útilista- verk sem Yoko Ono vann til minningar um eigin- mann sinn John Lennon en Friðarsúlan er einskonar tákn fyrir baráttu hjónanna fyrir heimsfriði, baráttu sem hófst snemma á 7. áratug síðustu aldar. Vinsæl á Twitter Yoko Ono hefur haldið friðarboðskapnum hátt á lofti og er meðal annars afar virk á samfélagsmiðlunum. Hún og hennar aðstoðarfólk halda úti vefsíðunni ImaginePeace.com þar sem stór mynd af Viðey og Friðarsúlunni er það fyrsta sem mætir lesendum. Yoko Ono er á Facebook, myndasíðunni Instagram og á Twitter er hún með hvorki meira né minna en 4,7 milljón fylgjendur sem þar lesa um friðarboðskap hennar. Hún segir það alls ekki taka mikinn tíma að sinna friðarunnendum á öllum þessum miðlum. „Mér finnst svo dýrmætt að geta spjallað við fólk á þennan hátt og jafnvel mynda vinskap. Það er einstakt að ná til fólks um allan heim á þennan hátt,“ segir hún. Auk þess tekur hún vikulega við spurningum frá fylgjend- um en aðstoðarfólk hennar velur úr um 20 spurning- ar í hverri viku, en jafnt er spurt um samband hennar og John Lennon, hvernig hún heldur sér hraustri orðin 81 árs gömul, eða hún jafnvel beðin um að færa hjónum nokkur vísdómsorð á brúðkaupsafmælum. Sameinumst í friði Hún er afar stolt af Friðarsúlunni og dáist mikið af fegurð hennar. Hún segir að upphaflega hafi fólk erlendis ekki alveg áttað sig á því um hvað listaverkið snerist en nú hafi hróður þess farið um allt. „Nú vita allir hvað Friðarsúlan er og hver þýðing hennar er. Hún er sameiningartákn og gerir fólki líka kleift að koma saman í huganum þegar hugsað er um frið.“ Yoko Ono segir að hver og einn geti lagt baráttunni fyrir heimsfriði lið á sinn hátt. Í hinu daglega lífi reynir hún að leggja sitt á mörkum með því að vera góð við fólk og sýna öðrum skilning. Ár hvert er Friðarsúlan tendruð tveimur tímum eftir sólsetur á afmælisdegi John Lennon heitins, 9. október, og logar hún til og með 8. desember en það er sá dagur sem John Lennon var skotinn til bana árið 1980. Hún logar einnig á öðrum völdum tímum, svo sem á vetrarsólstöðum, á gamlárskvöld, í eina viku kringum vorjafndægur og á sérstökum tilefnum sem Yoko Ono og Reykjavíkurborg koma sér saman um. Friðarsúlan var til að mynda tendruð í ágúst síðastliðnum þegar átökin milli Palestínu og Gaza stóðu sem hæst. Fer alltaf í Bláa lónið Þeim hefur fjölgað ár frá ári sem eru viðstaddir þegar kveikt er á Friðarsúlunni á fæðingarafmæli John Lennon og kemur fjöldi ferðamanna til að vera við þessa stund. Sérstakt Óskatré Yoko Ono stendur þá við súluna og geta gestir þar skrifað óskir sínar, en í kringum Friðarsúluna eru grafnar óskir hálfrar milljónar einstaklinga víða að úr heiminum sem Yoko Ono hefur safnað saman á síðustu áratugum. Áður en Friðarsúlan var tendruð afhenti hún friðarverð- launin „Lennon-Ono Grant for Peace“ en meðal þeirra sem fengu þau var Jón Gnarr, grínisti og fyrr- verandi borgarstjóri, sem Yoko Ono hefur miklar mætur á, en meðal þeirra sem hafa fengið verðlaunin eru Lady GaGa og meðlimir pönksveitarinnar Pussy Riot. Yoko Ono er sannkallaður Íslandsvinur og þykir gott að koma hingað til lands. „Ísland er einstaklega fallegt land,“ segir hún. „Þegar ég kem hingað byrja ég alltaf á að hvíla mig aðeins eftir flugið en svo reyni ég að fara í göngutúra. Í hvert sinn sem ég kem til Ís- lands fer ég síðan í Bláa lónið. Allt sem ég geri hér er mjög heilsusamlegt, bæði fyrir líkama og sál.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Dýrmæt tengsl á samfélagsmiðlunum Yoko Ono minntist John Lennons heitins, eiginmanns síns, í gær þegar hún tendraði Friðarsúluna í áttunda skipti. Yoko leggur sitt af mörkum daglega til að auka friðsæld í heiminum, með því að vera góð við fólk og sýna því skilning. Hún heldur baráttunni fyrir friði á lofti á samfélagsmiðl- unum en hún er með tæplega 5 milljónir fylgjenda á Twitter. Yoko Ono tendraði á Friðarsúlunni í gær á 74 ára fæðingarafmæli John Lennon. Hún hefur haldið baráttu þeirra hjóna fyrir heimsfriði ötullega áfram eftir fráfall hans. Ljósmynd/Hari 22 viðtal Helgin 10.-12. október 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.