Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Vikublað 20.–22. maí 2014 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods „Kolólögleg einkavæðing“ Snorri Hjaltason tjáir sig um einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka Þ etta var kolólögleg einkavæð­ ing. Á öllum stöðum var stað­ ið ólöglega að þessu, sem og Hæstiréttur svo samþykkti,“ segir Snorri Hjaltason, byggingarmeistari og einn af þeim aðilum sem bauð í verktakafyrir tækið Íslenska aðalverktaka þegar íslenska ríkið seldi fyrirtækið árið 2003. Snorri var einn þeirra bjóðenda í fyrirtækið sem höfðuðu mál gegn íslenska rík­ inu vegna einkavæðingar Íslenskra aðalverktaka. Snorri tjáir sig hér um einkavæð­ ingu fyrirtækisins, meðal annars sökum þess að DV hefur á síðustu vikum fjallað um hana í í ljósi þess að Landsbanki Íslands fjármagnaði yfirtökuna á fyrirtækinu og var rík­ isábyrgð á 1.600 milljónum króna af skuldum fyrirtækisins í árslok 2003. Vanmetnar eignir Einkavæðing Íslenskra aðalverktaka er eina einkavæðingin sem dæmd hefur verið ólögleg fyrir dómi á Ís­ landi. Ástæða þess dóms, sem féll í Hæstarétti um vorið 2008, var sú að talið var stjórnendur verktaka­ fyrirtækisins hefðu búið yfir innherja upplýsingum um eignir fé­ lagsins sem aðrir bjóðendur höfðu ekki vitneskju um. Orðrétt sagði í dómi Hæstaréttar Íslands um málið að aðkoma inn­ herjanna, meðal annars Jóns Sveins­ sonar, stjórnarformanns félagsins, að kaupunum hefði verið óeðlileg. Hæstiréttur taldi því að þeir sem stýrðu félaginu hefðu ekki átt að koma að kaupum á því en með því að „láta þetta undir höfuð leggjast var ekki tryggt jafnræði þeirra, sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskipta­ reglna gætt. Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd út­ boðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hafi verið ólögmæt“, eins og segir í dómnum. Meðal þess sem síðar kom fram var að verðmæti eigna Íslenskra aðalverk­ taka var vanmetið, meðal annars hið svokallaða Blikastaðaland í Mosfells­ bæ. Landið var verðmetið á 900 millj­ ónir króna í bókhaldi verktakafyrir­ tækisins við einkavæðinguna í árslok 2002 en 4,5 milljarða í árslok 2003. Sagt að leita sér upplýsinga Snorri segir að í samskiptum sínum við Landsbanka Íslands, sem sá um söluna á verktakafyrirtækinu, hafi komið fram að bjóðendurnir ættu sjálfir að afla sér upplýsinga um verðmæti eigna verk­ takafyrirtækisins. „Okkur var strax sagt að við værum ekki líklegir kaupendur af því við værum bara litlir gaurar úti í bæ sem hefðu ekkert púður í þetta […] Okkur voru sýnd grunngögnin sem all­ ir áttu að hafa fengið en þar var með­ al annars talið upp að félagið ætti hinar og þessar eignir – þetta voru bara örfá gögn sem við fengum. Við óskuðum eftir nánari upplýsingum um verð­ mæti eigna félagsins, meðal annars á Blikastaðalandinu. Þá fengum við bara þau svör að við ættum að afla þessara upplýsinga sjálfir. Þá komum við með þetta: En bíddu, þeir sem eru að bjóða á móti okkur eru stjórnendur fyrirtæk­ isins og þeir hafa allar upplýsingar, af hverju fáum við ekki sömu upplýs­ ingar? Við sögðum þá að allir sætu ekki við sama borð. Þannig að það voru innherjarnir sem vissu hina raunveru­ legu stöðu.“ Snorri segir að til að mynda hafi í söluferlinu mjög verið dregið úr því að Blikastaðalandið væri verðmætt. Telur rannsókn mikilvæga Snorri segir aðspurður að hann telji að rannsaka þurfi einkavæðingu Ís­ lenskra aðalverktaka sérstaklega. „Já, taka þetta alveg niður í kjölinn. Þó við höfum unnið málið í Hæstarétti þá, þá fengum við engar bætur eða neitt slíkt. Fyrir okkur vakti fyrst og fremst þetta prinsipp að ríkið virti alla sem jafna. Það kom meira að segja fram í auglýsingu um útboð fyrirtækisins að væntanlegir bjóðendur yrðu ekki settir í innherjastöðu.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Sjúklingar sendir heim n Allsherjarverkfall sjúkraliða á miðvikudag n Kennarar í verkfall á fimmtudag V erkfallsaðgerðir mismunandi stétta koma til með að setja íslenskt samfélag talsvert úr skorðum í vikunni komi ekki til samninga. Þrátt fyrir lagasetningu á verkfall atvinnuflugmanna sem áttu í kjaraviðræðum við Icelandair hef­ ur flugfélagið aflýst fjölmörgum flug­ ferðum á liðnum dögum. Sem kunnugt er setti Alþingi lög á verkfall flugmanna Icelandair fyrir helgi. Þar með eru verkfallsaðgerð­ ir sem Félag íslenskra atvinnuflug­ manna hóf gegn félaginu fyrir tíu dögum óheimilar. Þrátt fyrir lagasetn­ inguna hafa flugmenn neitað að vinna yfirvinnu sem setur dagskrá félagsins úr skorðum. Þá eru flugfreyjur einnig í yfirvinnubanni vegna kjaraviðræðna við Icelandair. Á mánudag aflýsti Icelandair sjö flugferðum og búist var við miklum seinkunum hjá félaginu. En það eru fleiri í verkfallsaðgerð­ um sem hafa víðtæk áhrif. Aðgerð­ ir Sjúkraliðafélags Íslands og SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu voru í fullum gangi á mánudag þegar lögð voru niður störf 300 sjúkraliða og 150 starfsmanna SFR í sólarhring. Verði ekki samið fyrir miðvikudag fer af stað allsherjarverkfall. Fari svo er ljóst að senda verður heim fólk af sjúkrastofnunum, meðal annars meðferðarheimilinu Vogi, Landspít­ alanum og á hjúkrunarheimilum um allt land. Verkfallið hafði tals­ verð áhrif á mánudag en sem dæmi má nefna að göngudeildir á Vogi voru lokaðar í Reykjavík og á Akureyri. Ef ekki tekst að semja í deilu Fé­ lags grunnskólakennara fyrir fimmtu­ dag fara kennarar í sólarhringsverk­ fall, annað á tveimur vikum. Þá verða rúmlega fjörutíu þúsund grunnskóla­ börn send heim og tæplega fimm þúsund kennarar mæta ekki til vinnu. Þriðji verkfallsdagurinn hefur verið boðaður í næstu viku. n astasigrun@dv.is Skipin koma eitt af öðru Fyrstu skemmtiferðaskipin sem sigla hingað til lands í sumar komu til Reykjavíkur á mánudag og í dag, þriðjudag. Thomson Spirit kom til hafnar á mánudag og japanska skemmtiferðaskipið Asuka II kemur til höfuðborgar­ innar í dag en skipið er 50 þús­ und tonn að stærð og á því eru 960 farþegar. Skipið verður tvo daga í höfn og munu japönsku ferðamennirnir því fá tækifæri til að skoða sig ágætlega um á Ís­ landi. Þetta kemur fram í TVG­ Zimsen sem þjónustar skipin. Þar kemur fram að Asuka II sé glæsilegt í alla staði með tvær sundlaugar, átta bari, spilavíti, leikhús og líkamsræktarstöð svo eitthvað sé nefnt. Búist er við að tæplega hundrað þúsund far­ þegar komi hingað til lands með skemmtiferðaskipum í sumar, en það er svipaður fjöldi og í fyrra. Verða send heim Ljóst er að sjúkrastofn- anir þurfa á stuðningi aðstandenda að halda fari svo að sjúkraliðar fari í allsherjar- verkfall á miðvikudag. Mynd GuðMundur VIGFúSSon „Þannig að það voru innherjarnir sem vissu hina raunverulegu stöðu Aðkoma Halldórs Aðkoma Halldórs Ás- grímssonar að einkavæðingu Íslenskra að- alverktaka var meðal annars sú að hann lét boð ganga inn á fund einkavæðingarnefndar um hvaða tilboð hann teldi álitlegust. Blikastaðalandið Landið var verðmetið á 900 milljónir króna í bókhaldi ÍAV við einkavæðinguna í árslok 2002 en 4,5 milljarða í árslok 2003. Breikkun vegar í Norðurárdal Eins og vegfarendur um Norður­ árdal hafa vafalítið tekið eftir stendur nú yfir vinna við þjóð­ veginn sunnan megin í Holta­ vörðuheiði. Um er að ræða breikkun og endurbætur á 6,4 kílómetra kafla, að því er fram kemur í svari frá Vegagerðinni. „Vegurinn er núna um 7 metra breiður og upp í 8 metra en verð­ ur allur 9 metra breiður,“ segir upplýsingafulltrúinn, G. Pétur Matthíasson, í svari við fyrir­ spurn DV. Lagt verður nýtt slitlag á kaflann, sem nær frá Forna­ hammi að Heiðarsporði. Metra breið vegöxl verður á kaflanum, hvorum megin, eftir að verkinu lýkur. Áætlað er að verkinu ljúki fyrir 5. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.