Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 20.–22. maí 201416 Fréttir Erlent B rasilísk kona, Fabiane Maria de Jesus, 33 ára, var myrt af hópi fólks eftir að falskur orðrómur fór af stað á Face- book. Atvikið átti sér stað laugardaginn 3. maí síðastliðinn í borginni Guarujá í Sao Paulo-hér- aði Brasilíu. Æstur múgur réðst á konuna úti á götu með ofsafengn- um hætti. Fabiane var flutt illa slös- uð á sjúkrahús, en lést mánudaginn 5. maí, tveimur dögum eftir árásina. Svartigaldur og barnsrán Orðrómur hafði komist á kreik um að kona ein í borginni, hálfgerð skugga- vera, stundaði svartagaldur og rændi börnum í því skyni. Það var Guaru- ja Alerta, vinsæl Facebook-síða í borginni, sem kynnti undir orðróm- inum og birti nokkrar færslur um umrædda konu. „Hvort sem þetta er orðrómur eða ekki, þá skulum við vera á varðbergi,“ sagði í einni færsl- unni. Þá var birt teikning af konunni, sem sögð var vera frá lögreglunni, en síðar kom í ljós að teikningin tengdist allt öðru og eldra sakamáli í borginni. Hvernig æstur múgurinn fékk það út að Fabiane væri umrædd kona skal ósagt látið, en teikningin sem birt var á Facebook-síðunni líktist Fabiane nokkuð. Þá var tekið fram í einni færslu á Guaruja Alerta að um- rædd kona hefði ávallt Biblíu í fórum sínum og var Fabiane með Biblíu í farteskinu þegar ráðist var á hana. Uppspuni frá rótum International Business Times og BBC fjölluðu um málið á dögunum. Þar var meðal annars haft eftir lögreglu að engin ástæða væri til að ætla að Fabiane, tveggja barna móðir, hefði verið viðriðin mannrán eða svarta- galdur. Raunar hafði lögregla fullyrt í samtölum við umráðamenn Face- book-síðunnar að ekkert væri hæft í orðróminum – þetta væri allt upp- spuni frá rótum. Vegfarendur tóku árásina á Fabi- ane upp á myndband og hefur upp- takan ferðast um internetið undan- farnar vikur. Einn handtekinn Talsverð umræða hefur skapast um málið í Brasilíu undanfarna daga, sérstaklega um ábyrgð þeirra sem standa að baki Facebook-síðunni sem 50 þúsund manns lesa reglu- lega. Hafa þær raddir gerst háværari að viðurlög verði sett við því að dreifa fölskum orðrómi á netinu, en engin lög banna það í Brasilíu eins og sakir standa. „Ég tel ekki að eigandi Face- book-síðunnar sé morðingi. Ég held að hann sé mjög óábyrgur einstak- lingur sem þarf að axla ábyrgð á gjörðum sínum,“ segir Airton Sinto, lögfræðingur sem skoðað hefur mál- ið fyrir hönd aðstandenda Fabiane. Lögmenn þeirra sem standa að baki Facebook-síðunni segja að ábyrgð- in liggi fyrst og fremst hjá einstak- lingunum sem réðust á konuna og þeim sem gerðu ekkert til að hjálpa henni. Kennsl hafa verið borin á fimm árásarmenn sem sáust á mynd- bandinu, en enn sem komið er hefur aðeins einn verið handtekinn. n Myrt eftir falskan Facebook-orðróm Myrt Fabane Maria de Jesus var sögð norn og stunda rán á börnum. Í ljós kom að um uppdiktaðan orðróm var að ræða. n Var sögð stunda svartagaldur og rán á börnum n Barin til bana af æstum múg Málið í rannsókn Lögregla hafði bent forsvarsmönnum síðunnar á orðrómurinn væri falskur. Einn hefur verið handtek- inn í tengslum við málið. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Skotinn til bana í Gautaborg Tuttugu og fimm ára karlmaður var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð á laugardagskvöld. Þá særðist annar maður í skotárás í borginni þetta sama kvöld. Tuttugu manns hafa verið skotn- ir í borginni það sem af er ári, að sögn fréttamiðilsins The Local. Lögreglan í Gautaborg fer með rannsókn málsins en á mánudag hafði enginn verið handtekinn vegna málsins. Forseti í fótbolta Bólivíska fyrstu deildar fót- boltaliðið The Sports Boys hef- ur nælt sér í nýjan leikmann, forseta landsins, Evo Morales. Samkvæmt fréttatilkynningu frá liðinu hyggst það setja Morales á völlinn í allt að hálftíma í senn, þrátt fyrir nokkuð háan aldur, en forsetinn er fimmtíu og fjögurra ára. „Hann elskar fótbolta og spilar mjög vel. Við erum að gera samning við mann sem er í mjög góðu formi,“ sagði Mario Cronenbold, framkvæmdastjóri Sport Boys, í samtali við frétta- veituna Reuters. Er forsetinn miðjumaður í fótbolta en til vinstri í pólitík. Ríkur verður miklu ríkari Eignir Johns Fredriksen, ríkasta manns Noregs, jukust um 450 milljónir punda, 85 milljarða króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í norska hluta vefjarins The Local og er vísað í úttekt í Sunday Times sem birtist um helgina. Fredriksen er umsvifamikill í skipasmíði en auk þess rekur hann laxeldi í Noregi sem mokar inn seðlum. Eigur hans eru metn- ar á 9,5 milljarða punda, 1.800 milljarða króna. Hann hefur sjálf- ur látið hafa eftir sér að hann ætli sér að gefa stærstan hluta auðæfa sinna þegar hann deyr. Kveikti í námslánum Síleskur listamaður brenndi skuldabréf að andvirði fimmtíu og sex milljarða króna Þ etta er búið, frágengið,“ segir síleski listamaðurinn og að- gerðasinninn Francisco Tapia í Youtube-mynd- bandi sem hefur farið víða. Í mynd- bandinu játar hann ábyrgð á að hafa stolið og svo brennt þúsundir skuldabréfa að námslánum nem- enda við Viña del Mar háskólann í Síle. Hefur gjörningurinn gert það að verkum að háskólinn er í stöku- stu vandræðum við að innheimta útistandandi skuldir. Virði skulda- bréfanna nemur rúmlega fimmtíu og sex milljörðum króna. Hyggst háskólinn reyna að innheimta lán- in þrátt fyrir brunann en án skulda- bréfanna mun það reynast þeim erfitt. Samkvæmt síleska blaðinu The Santiago Time þarf skólinn nú að hefja málaferli gegn hverjum og einum skuldara til að tryggja inn- heimtu. Það er þó mjög kostnaðar- samt sem og tímafrekt. „Þið þurfið ekki að borga einn einasta pesó í viðbót af námslán- um ykkar. Við verðum að losna við ótta okkar, óttann um við séum tald- ir glæpamenn eingöngu vegna þess að við erum snauðir. Þetta er gjöf mín til ykkar,“ segir Tapia í Youtu- be-myndbandinu. Komst Tapia í skuldabréfin í svokölluðu „toma“, yf- irtöku nemenda á háskólabygging- um. Mikið uppreisnarástand hefur ríkt meðal síleskra stúdenta síð- astliðið ár og er það talið hafa haft veigamikil áhrif á kosningasigur for- seta landsins, Michelle Bachelet, í desember, en hún lofaði umbótum í menntakerfi landsins í kosninga- baráttu sinni. Hét hún því meðal annars að boðið yrði upp á ókeypis háskólamenntun. Háskólakerfi Síle er mjög einkavætt og borga nemendur að jafnaði um sjötíu og fimm prósent af kostnaði menntunar sinnar, en til samanburðar er hlutfallið um fimm prósent í Skandinavíu og fjörutíu pró- sent í Bandaríkjunum. Veitir síleska ríkið aðeins þeim allra fátækustu styrk til háskólamenntunar. n hjalmar@dv.is Francisco Tapia Listamaðurinn axlaði ábyrgð á að hafa eyði- lagt þúsundir skulda- bréfa fyrir námslánum í Youtube-myndbandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.