Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 22
22 Umræða Vikublað 20.–22. maí 2014 Þjóðin vildi barmgóðar beibsur! S varthöfði er brjálað Eurovision- fan og fylgdist agndofa með keppninni þar sem hin skeggj- aða Conchita Wurst fór með sigur af hólmi. Afskaplega frambæri- leg ung kona en ekki voru þær síðri konurnar sem fluttu framlag Pólverja í Eurovision-keppninni. Svarthöfði getur ómögulega munað hvernig lag- ið hljómaði eða hvað það heitir en konurnar sem sýndu gömlu húsverk- in á meðan lagið var flutt eru ógleym- anlegar. Ekki nóg með að kunna algjörlega til verka þá var klæðnaðurinn fram- úrskarandi og ekki hatar Svarthöfði það þegar konur eru ófeimnar við að vera í flegnu og sýna guðsbless- aða barminn. Svarthöfði þreif fram símann og þrefaldaði símareikn- inginn við að kjósa þessar slavnesku fegurðardísir. Ekki varð Svarthöfði hrifinn þegar hann sá að pólsku stúlkurnar fengu aðeins þrjú stig frá Íslendingum. ÞRJÚ STIG!!!! Hvern- ig mátti þetta vera? Svarið fékkst síð- ar þegar í ljós kom að einhver dóm- nefnd á vegum Íslands hafði kolfellt lagið en símaóðir Íslendingar höfðu sett það í annað sæti. Hverra erinda gengur þessi dómnefnd? Þarf virki- lega að hafa vit fyrir fólki. Ef þjóð- in vill kjósa barmgóðar beibsur í söngvakeppni þá á hún bara að fá að gera það. Ímyndið ykkur ef það væri nú dómnefnd eftir hverjar alþingiskosn- ingar? Til að mynda í þeim síðustu þar sem fólkið í landinu fékk að kjósa það sem það vildi, skuldaleiðréttingu frá Framsóknarflokknum sem mun svala sárasta réttlætisþorsta fólks sem á vart til Samsung Galaxy 5-síma eða iPads? Ímyndið ykkur hryllingin ef einhver hópur siðgæðinga hefði fengið að taka fram fyrir hendurnar á þjóðinni og fella þessa tillögu niður í þrjá þingmenn í stað 19. Þvílíkur og annar eins hryllingur. n Kosið um kosningar Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni R eykjavík er góð borg. Borgin er lifandi og hún er alls staðar. Það er gott að alast upp í Reykjavík og þannig á að borgin að vera áfram, en lengi má gott bæta. Lið- ur í þeirri vegferð er að koma enn frekar til móts við barnafólk og tryggja að borgin verði áfram hag- stæðust fyrir þennan hóp í saman- burði við önnur sveitarfélög. Yngri börn koist fyrr í leikskóla Samfylkingin hefur lagt fram ítar- lega barnastefnu í þremur liðum. Ein af megináherslum okkar er að borgin eigi að taka við yngri börnum inn í leikskólana í áföng- um með það að markmiði að börn hefji leikskólanám í síðasta lagi haustið sem þau verða 18 mánaða. Um gríðarlega stórt verkefni er að ræða en um leið afar brýnt mál- efni sem snertir hag margra fjöl- skyldna. Breytinguna þarf að vinna með dagforeldrum sem munu líkt og áður gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við barnafólk. Þá þarf Reykjavíkurborg einnig að þrýsta á ríkisvaldið um lengingu fæðingar- orlofs foreldra eins og ríkisstjórn Samfylkingar og VG stefndi að, en núverandi ríkisstjórn hefur aftur- kallað. Hærri frístundastyrkur Önnur stoð barnastefnu Samfylk- ingarinnar er að tryggja jafnt að- gengi barna og unglinga að frí- stunda- og íþróttastarfi óháð félags- eða fjárhagslegum aðstæð- um. Þess vegna viljum við hækka frístundastyrk með hverju barni úr 30.000 í 50.000 krónur árlega. Um leið er ljóst að stuðla þarf að aukinni virkni barna af erlendum uppruna í íþrótta- og frístunda- starfi og kynna frístundastyrkinn betur fyrir aðstandendum þeirra. Enn fremur viljum við gera fleiri fjölskyldum kleift að njóta systkinaafsláttar þvert á skóla- stig þannig að fjölskyldur sem eiga börn bæði í leikskóla og á frí- stundaheimili fái afslátt af gjaldi. Raunhæfar aðgerðir Ýmislegt fleira leggjum við til sem gagnast mun barnafólki, þar á meðal að foreldrum standi til boða ráðgjöf og foreldrafræðsla sem taki mið af ólíkum aldurs- skeiðum barna. Einnig viljum við minnka skutlið og efla enn frekar frístundastrætó fyrir yngstu börn- in og tryggja öllum grunnskóla- börnum hollar og ódýrar skóla- máltíðir. Barnastefnan og önnur áherslu- mál Samfylkingarinnar taka öll mið af 5 ára fjárhagsáætlun borg- arinnar og traustri fjármálastjórn undanfarin ár. Til þess að þessi metnaðarfullu stefnumál komist í framkvæmd verður Samfylkingin og borgarstjóraefni flokksins, Dag- ur B. Eggertsson, að fá góða kosn- ingu í lok maí. n Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar til borgar- stjórnar. Best fyrir barnafólk „Breytinguna þarf að vinna með dag- foreldrum sem munu líkt og áður gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við barnafólk. Magnús Már Guðmundsson frambjóðandi Samfylkingarinnar Kjallari Svarthöfði MYndin tenGist fRéttinni ekki beint. 20 „Mér sýnist í fljótu bragði að við getum haldið uppi um 90 þúsund manns í 25 ár á fullum launum fyrir þá peninga sem Davíð eyddi síðustu vikuna í Seðlabankanum.“ tryggvi Marteinsson við grein á vefnum um Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins, þar sem hart var sótt að útlendingum. „Loksins kemur einhver maður, sem tekið er eftir, og segir það sem fáir þora að segja. Semsagt DO.“ Skoðanirnar á téðu Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins voru misjafnar. Guðmundur bjarna- son á þessa athugasemd við þá grein. 18 „Þetta er ekki framkvæmd á loforðinu stóra. Þetta er lýðskrum andskotans á kostnað ríkissjóðs, en afturhaldskommaflokkurinn með öfugmælanafnið „Framsókn“ reynir að ljúga því að þetta séu efndir loforðsins. Af hverju er þetta fólk látið komast upp með svona lygar og rangindi?“ ingi Gunnar Jóhannsson skrifaði vinsæla athugasemd við grein þar sem fjallað var um mynd af þingflokki Framsóknarflokksins fagna því að skuldaleiðréttingin kæmist til framkvæmda. 24 „Ólafur Arnarson er í hlutverki Sovéskra rithöfunda sem sögðu sannleikann um valdníðinga Sovétríkjanna á sínum tíma, og hlutu bágt fyrir og voru sendir í Gúlagið eða reknir úr landi. Ég skora á Ólaf að skrifa bók um Svarta Pétur íslenskra stjórnmála, Halldór Ásgrímsson.“ Brot úr langri athugasemd eiríks stefánssonar, við grein þar sem haft er eftir Ragnari Önundarsyni athafnamanni að bók Ólafs Arnarsonar hagfræðings sé skrifuð undir dulnefni. 40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.