Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 12
Sjálfsvígum fjölgar í Grikklandi n Ástæðan rakin til aukinnar fátæktar og atvinnuleysis í kjölfar efnahagshrunsins S jálfsvígum í Grikklandi fjölg- aði um 45 prósent á fyrstu fjórum árunum eftir efna- hagshrunið. Þetta kemur fram í tölum heilsuverndarsamtakanna Klimaka í Grikklandi og AP-frétta- veitan fjallar um. Að sögn samtak- anna voru sjálfsvíg í Grikklandi árið 2007 328 talsins en árið 2011 voru þau 477. Hækkuðu þau lítillega frá ári til árs. Ekki eru til opinberar tölur um sjálfsvíg fyrir árið 2012 og það sem af er þessu ári, en að sögn forsvars- manna samtakanna eru vís- bendingar um að þeim hafi fjölgað árið 2012. Þrátt fyrir þessa aukningu er tíðni sjálfsvíga einna lægst í Grikk- landi af öllum Evrópuríkjum. Ástæða fjölgunar sjálfsvíga, sam- kvæmt Klimaka, er rakin til aukinn- ar fátæktar og aukins atvinnuleys- is, en Grikkland hefur komið einna verst út úr efnahagshruninu af ríkj- um Evrópu. Aris Violatzis, yfirsál- fræðingur hjá Klimaka, segir að sam- tökin hafi safnað upplýsingum frá fjölskyldum þeirra sem framið hafa sjálfsvíg, kirkjum, útfararstofnun- um og sjúkrahúsum. Þær tölur gefi til kynna að sjálfsvígum hafi haldið áfram að fjölga. Fulltrúar Klimaka, sem með- al annars tekur á móti símtölum frá fólki í sjálfsvígshugleiðingum, segja að fjórum sinnum fleiri karlar svipti sig lífi en konur. Ef aldursskipting er skoðuð sést að karlmenn á fimm- tugsaldri eru í hvað mestri hættu og konur á fertugsaldri. n einar@dv.is Strauss-Kahn fékk vinnu Dominique Strauss-Kahn, fyrr- verandi forstjóri Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, hefur samþykkt að gerast sérstakur efnahagsráð- gjafi ríkisstjórnar Serbíu. Strauss- Kahn hætti sem forstjóri sjóðs- ins árið 2011 í kjölfar ásakana um að hann hafi beitt herbergis- þernu kynferðisofbeldi á hóteli í New York. Málinu lauk með sátt en Strauss-Kahn hefur nú ver- ið ákærður vegna annars máls, en hann er grunaður um að hafa tengst vændishring í frönsku borginni Lille. Aðstoðarforsætisráðherra Serbíu, Aleksandar Vucic, seg- ir að reynsla Strauss-Kahn úr fjármálalífinu hafi legið að baki ákvörðuninni um að ráða hann. Vill opna klaustrin fyrir flóttafólk Kaþólska kirkjan á ekki að breyta tómum klaustrum í hót- el til þess að græða á þeim. Þetta sagði Francis páfi í síðustu viku, að því er fram kemur í frétt- um ABC News. „Tómu klaustrin eru ekki eign okkar, þau eru fyr- ir hold krists: flóttafólk.“ Páfinn sagði þetta í tilefni heimsókn- ar sinnar í flóttamannabúðirnar Centro Astalli í miðborg Rómar á þriðjudaginn. Páfinn hitti um 500 manns í heimsókn sinni sem stóð í tæpa tvo tíma. Páfinn hvatti presta og aðra hátt setta innan kirkjunnar til þess að nota klaustrin til þess að hýsa flóttafólk sem flúið hefur aðstæð- ur í heimalandi sínu. Ferðamenn á Ítalíu hafa frá því fyrir árið 2000 getað borgað fyrir gistingu í ein- hverjum af þeim mörgu klaustrum sem þar er að finna. Þetta er ekki góð þróun að mati páfans. Francis páfi tók við embætti páfa í upphafi árs og hefur þegar vakið athygli fyrir viðhorf sem þykja nýlunda hjá íhaldssamri stofnun eins og Páfagarði. Francis sem hét upphaflega Jorge Mario Bergoglio og er frá Argentínu var spurður út í afstöðu sína til samkynhneigðar nýlega. Svar hans var einfalt: „Hver er ég að dæma þau?“ Fjöldi múslima var í flóttamannabúðunum sem páfinn heimsótti. Í samtali við þá sagði hann algjöran óþarfi að óttast ólíkar lífsskoðanir. Mótmælt Grikkir hafa mótmælt ástandinu í landinu undanfarin misseri. Tölur sýna að sjálfsvígum hefur fjölgað í kjölfar gríska efnahagshrunsins. Uppreisnarmenn berjast sín á milli n Veraldleg öfl láta í minni pokann fyrir herskáum íslamistum í Sýrlandi B orgarastríðið í Sýrlandi sem hefur nú staðið yfir í nærri tvö og hálft ár fer stigvax- andi. Í nýlegum fréttum hef- ur komið fram að þriðjungur þjóðarinnar er á flótta frá heimilum sínum og er talið að mannfall sé á að giska hundrað þúsund manns. Ekk- ert lát virðist vera á stríðinu því upp- reisnarfylkingarnar eru farnar að berjast sín á milli. Þó einræðisherr- anum Assad væri komið frá virðast endalok stríðsins vera fjarri augsýn. Hinir veraldlegu og andlegu láta sverfa til stáls Fréttaritari BBC í Sýrlandi ræddi ný- verið við Abu Somer, sem var áhrifa- mikill meðlimur í Saladín (Salah al- Din) fylkingunni. Til að byrja með var sú fylking með öllu veraldleg og barðist hún fyrst og fremst fyr- ir fráhvarfi harðstjórans Bashar al- Assad og frjálsum kosningum. Abu Somer segir að áherslubreyting í Saladín-fylkingunni hafi fyrst kom- ið fram fyrir tæpu ári síðan. Þá fór að bera meira á öfgatrú og tilheyr- andi þröngsýni. Í samtali við BBC segir Abu Somer að í kjölfar yfir- töku harðlínu íslamista á fylking- unni hafi margoft verið reynt að taka hann af lífi til að minnka áhrif hans í landinu. Í dag stýrir hann hópi upp- reisnarmanna sem hafa lausleg tengsl við Saladín-fylkinguna. Hann segir að hann hafi komið skilaboð- um til íslam istanna og beðið þá um að hætta morðtilraununum þar sem þeir ættu jú sameiginlegan óvin. Þau skilaboð koma ávallt til baka að þeir séu saklausir og að það hafi verið flugumenn Assad sem hafi reynt að launmyrða hann. Abu Somer segir að þessi saga sé lýsandi fyrir ástand borgarastríðsins í dag, það er að segja að innbyrðis deilur uppreisnarfylkinga séu hafnar áður en búið sé að koma Assad frá. Í raun sé stríðið háð á milli margra fylkinga. Flestir höfðu gert ráð fyr- ir því að slík staða gæti komið upp eins og mýmörg dæmi eru um, svo sem átök Bræðralags múslíma og veraldlegs hers í Egyptalandi bera vitni um, en færri töldu að innan- flokkserjur myndu hefjast áður en stríðið væri unnið. Tyfta við minnsta tilefni Í baráttunni um hug og hjörtu Sýr- lendinga virðast íslamistarnir hafa sigurinn. Fréttaritari BBC lýsir því svo að þar sem eitt sinn blakti græni fáni veraldlegu uppreisnar- mannanna blakti nú hinn svarthvíti fáni íslamista. Gott dæmi um hvað koma skal ef íslamistarnir hafa sigur af hólmi er bærinn Saraqeb, en þar ráða þeir lögum og lofum. Al-Nusra- fylkingin stýrir bænum, en þeir eru styrktir af hryðjuverkasamtökun- um al-Qaeda. Komið hefur verið á fót sharía-lögum í bænum með til- heyrandi harðræði. Fréttaritari BBC varð vitni að því er brjálaður múgur tyfti mann sem var sakaður um að leyfa dóttur sinni að giftast áður en hún hafði lokið einangrunartímabili sínu. Ákveðin undiralda virðist þó vera í bænum því víðs vegar mátti sjá veggjakrot svo sem „Burt með shar- ía-lög í Saraqeb“. Í bænum er bæði bannað að funda og mótmæla. Vilja kalífadæmi Augljóst er að framtíðarsýn þessara andstæðu fylkinga stangast veru- lega á. Hinir veraldlegu berjast fyrir þingræðislegu lýðræði með svipuðu sniði og tíðkast á Vesturlöndum. Sýn íslamistanna á stjórnarfar landsins eftir sigur gæti ekki verið ólíkari að formi en vestrænt lýðræði. Þeir sjá fyrir sér að stofna kalífadæmi, sem í stuttu máli má lýsa sem samblöndun konungsríkis og klerkaveldis. Þeir sjá fyrir sér að útvíkka landamæri Sýr- lands, sér í lagi á kostnað þess lands sem þeir hata mest, Ísraels. Einn viðmælenda BBC sagði að þó ríkis- stjórn Assad myndi falla væri stríð- inu ekki lokið fyrr en frelsun Palest- ínu væri staðreynd. n Hjálmar Friðriksson blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is Hermaður Frjálsa hersins Ef núverandi staða heldur áfram er ólíklegt að Sýrland verði lýðræðisríki í náinni framtíð. 12 Fréttir 16. september 2013 Mánudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.