Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 8
mánudagur 28. júlí 20088 Fréttir GIBSON GEKK ILLA Í GOLFI Ástralski stórleikarinn Mel Gibson, sem meðal annars hlaut óskarsverð- laun fyrir leikstjórn stórmyndarinnar Braveheart, fór í golf á sunnudaginn og gekk nokkuð illa. Þá lék hann átján holur á Urriðavellinum í Heiðmörk en sá völlur er talinn sá glæsilegasti hér á landi. Með Gibson í för voru synir hans tveir en þeir fengu eigin golfvagn til þess að fylgja föður sínum eftir. Þegar ljósmyndari DV kom á svæðið gekk Gibson illa, hann skaut af vellin- um og út í röffið, eins og það er kallað þegar golfarar skjóta út fyrir brautina. Eftir nokkrar misheppnaðar sveiflur gafst hann upp og hélt á brott ásamt fylgdarliði. Stórleikari í íslenskri peysu Hinn ástralski Gibson kom hing- að til lands á föstudagsmorgun ásamt sonum sínum. Hann kom á einkaþotu. Gibson kom við í verslun 66°Norður í Skeifunni og þar keypti hann flíspeysu merkta þessu vinsæla vörumerki. Þar með er hann kominn í hóp fleiri Ís- landsvina eins og leikstjórans Qu- entins Tarantino sem þreytist ekki á að auglýsa land og þjóð í kvikmynd- um sínum með vörum frá 66°Norður annars vegar og svo hins vegar með íslensku brennivíni sem hann er sér- staklega hrifinn af. Ekki fylgir sögunni hvort Mel Gibson hafi dreypt á eld- vatninu góða. Súkkat eldaði fyrir Gibson Leikarinn góðlegi spókaði sig í ról- egheitum á Laugaveginum á föstu- deginum og heyrðist meðal annars af honum á Te og kaffi á Laugaveginum. Þar á hann að hafa pantað þrefaldan latte sem hefur sennilega gefið hon- um góða orku fyrir langa helgi. Á laugardagskvöldið fór hann síð- an á veitingastaðinn Við Tjörnina en hann er rekinn meðal annars af tón- listarmanninum og kokkinum Haf- þóri Ólafssyni, sem er í hljómsveit- inni Súkkat. Þegar hann var spurður um Gibson sagði hann það reglu að gefa ekki upplýsingar um staka gesti á staðnum. En sjálfur stóð hann vaktina alla helgina. Samkvæmt heimildum lék Mel Gibson á alls oddi og sýndi af sér jarð- bundna og jafnframt vingjarnlega framkomu. Fór í veiði Það var síðan á laugardeginum sem Gibson lagði land undir fót og skellti sér í veiði. Það var Selá í Vopna- firði sem varð fyrir valinu. Samkvæmt vefmiðlinum Vísi eyddi Gibson deg- inum í félagsskap Landsbankamanna. Selá er ein flottasta laxveiðiá Íslands og svo virðist sem Gibson láti ekkert minna nægja en það allra flottasta. Eftir erfiðan dag í laxveiðinni virð- ist hann hafa snúið aftur til Reykjavík- ur enda stefnt á golfferð daginn eftir ásamt sonum sínum. Skaut í röffið Það var síðan á sunnudeginum sem til Mels Gibson sást á golfvell- inum í Urriðaholti. Völlurinn er all- ur hinn glæsilegasti og var Gibson í för með sonum sínum tveimur og fylgdarmönnum. Hann var kominn á fimmtándu braut þegar myndir náð- ust af honum og sýndi góðan þokka í sveiflunni. Honum gekk þó ekki mjög vel en hann skaut meðal annars í röff- ið og sást leita að kúlunni í nokkurn tíma. Hann gerði sér síðan lítið fyrir og henti henni inn á völlinn þar sem hann sló stutt högg, ekki sást til hans við púttið. Eftir erfiðan golfhring stoppaði hann og spjallaði við föruneyti sitt og hélt svo á brott. Mel Gibson yfirgefur Ísland í vik- unni en ekki er ljóst hvenær það verð- ur. Stórleikarinn, leikstjórinn og golfarinn Mel Gibson átti vondan dag á golfvellinum við Urr- iðaholt á sunnudaginn. Þar sló hann meðal annars út í röffið. Leikarinn hefur farið víða um helgina en það var enginn annar en tónlist- armaðurinn Hafþór Ólafsson, annar liðs- manna Súkkats, sem eldaði kvöldverð fyrir ástralska ofurleikarann á laugardagskvöldinu. valur GrettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Mikið umstang Það fór þó nokkuð mikið fyrir leikaranum heimsfræga í golfinu en strákarnir hans voru á eigin golfbílum og fylgdu honum hvert fótmál. Í miðri sveiflu Sunnudagurinn var ekki dagur gibsons í golfinu en hann átti sína spretti. Mel Gibson leikarinn knái hvíldi sig eftir erfiðan golfhring ásamt sonum sínum tveimur og föruneyti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.