Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 21
mánudagur 28. júlí 2008 21Sport ÓVÆNTUR MEISTARI Í EYJUM Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum lauk í gær. FH vann samanlagða keppni með yfir- burðum á mótinu sem heppn- aðist vel. Kristbjörg Helga Ingv- arsdóttir sleggjukastari úr FH varð fyrst kvenna yfir 50 metra og setti glæsilegt Íslandsmet upp á 51,86 metra. Sveinn El- ías Elíasson og Silja Úlfarsdótt- ir unnu bæði öll sín hlaup í 100, 200 og 400 metra hlaupum. Tvö meistaramótsmet voru sett. Sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson úr FH kastaði 72,94 metra fyrir nýju meistaramóts- meti og þá setti Arndís Ýr Haf- þórsdóttir meistaramótsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hún hljóp á 10:02,58. Hljóp með kökkinn í hálsinum „Ég tárast bara við að hugsa um það þegar ég kom í mark,“ sagði hlaupadrottningin Silja Úlfarsdóttir við DV í gær. Silja brast í grát um leið og hún tryggði FH sigurinn í lokagrein- inni, 4x400 metra boðhlaupi. „Ég er alveg viss um að helm- ingurinn af FH-ingunum hefur fengið tár allavega í annað aug- að,“ sagði Silja ánægð sem legg- ur nú skóna á hilluna en það ákvað hún fyrir mótið. „Þetta eru mjög blendnar tilfinningar. Það var gaman að vinna öll þessi hlaup en sorg- legt að þetta sé að taka enda. Ég fór í startblokkina í 200 metra hlaupinu með kökkinn í háls- inum og alla fjölskylduna með mér. Ég þurfti nú að vinna til að sýna þeim hversu dugleg ég væri,“ sagði Silja og skellihló en hún var að drífa sig heim að pakka niður í ferðatösku þegar DV náði tali af henni. „Allir gömlu heiðursmenn- irnir úr FH gáfu mér gullmerki FH eftir hlaupið við mikla og skemmtilega athöfn. Svo gaf frjálsíþróttadeild FH mér ferð til Parísar kl. 7.45 í fyrramál- ið þannig ég er á leiðinni heim að pakka. Loksins fæ ég frí með manninum mínum,“ sagði Silja kampakát að lokum. Engir sénsar teknir Meistaramótið var síðasta tækifærið til að sjá ólympíufar- ana Berg Inga Pétursson, Þórey Eddu Elísdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur. Í frétt á heima- síðu Frjálsíþróttasambands Ís- lands fyrir mótið stóð að þau öll tækju þátt á mótinu en að- eins Bergur tók þátt. „Ásdís og Þórey eiga við smávægileg meiðsli að stríða,“ sagði Egill Eiðsson framkvæmdastjóri FRÍ við DV í gær. „Þetta er síðasta mótið þeirra fyrir ólympíuleikana og því var ákveðið að taka enga óþarfa áhættu. Ásdís meiddist lítillega á síðasta móti sem hún tók þátt í en Þórey Edda hefur verið að berjast við meiðsli í hásin und- anfarin tvö ár,“ sagði Egill sem var ánægður með mótið. „Þetta heppnaðist vel. Eitt Íslandsmet var sett og tvö meistaramótsmet sem er flott,“ sagði Egill sem var í miðri verðlaunaafhendingu þegar DV ræddi við hann. Meistaramóti Íslands í frjálsum lauk á Laugardalsvelli í gær. Tilfinningaþrungið Silja úlfarsdóttir grét af gleði þegar hún kom í mark í sínu síðasta hlaupi á ferlinum. SILJA KVÖDD MEÐ GULLMERKI Höfum til sölu nokkur málverk eftir Kristján Davíðsson MÁLVERKAUPPBOÐ Erum að taka við verkum á næsta uppboð. Vinsamlegast hafið samband við Pétur Þór í síma 511 7010 eða 847 1600 LÆGRI SÖLULAUN - ÖRUGG ÞJÓNUSTA Viku eftir síðasta uppboð höfðu allir seljendur fengið uppgert Skipholti 35 105 Reykjavík. sími 511 7010 petur@galleriborg.is H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.