Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 22
mánudagur 28. júlí 200822 Dagskrá NÆST Á DAGSKRÁ Ótrúlegt kjaftæði Tuttugu bestu dansararnir munu sýna listir sínar í þessum þætti. Þeir dansa í pörum og í einir sér eins og venjan er. Pörin eru dregin saman sem og dansarnir sem þau sýna. Eftir að hafa gengið í gegnum æfingar er síðan tekið á því og dómararnir segja skoðun sína. að því loknu eru dansaðir sólódansar og áhorfendur kjósa. Einn karl og ein kona verða send heim. Fjölskyldumynd sem fjallar um ungt og efnilegt vélmenni sem dreymir um að verða uppfinningamaður en þarf fyrst að glíma við vondan auðkýfing sem kúgar öll vélmennin og ætlar sér að útrýma öllum vélmennavarahlutum. Framleiðendur robots eru þeir sömu og gerðu hinar geysivinsælu myndir Ice age. Sjónvarpið sýnir aðra þáttaröðina um lögreglukonuna Önnu Pihl. Þættirnir eru danskir, framleiddir af sjónvarps- stöðinni TV2 og hafa fengið góð viðbrögð í heimalandinu. Þættirnir hafa einnig verið sýndir í Finnlandi, Svíþjóð og noregi en sýningum var hætt í Þýskalandi þar sem þeir fengu lítið áhorf. Annarrar þáttaraðar af hinum geysi- vinsæla Gossip Girl er beðið með mik- illi eftirvæntingu en þættirnir verða frumsýndir í haust. Gossip Girl fjall- ar um líf ofdekraðra táninga í fínasta skóla New York-borgar og höfðar því töluvert til yngri kynslóðarinnar. Í næsta mánuði munu auglýsingar til að kynna þessa nýju þáttaröð sjást víðs vegar um Bandaríkin en eftir að fyrstu myndirnar úr auglýsingaher- ferðinni láku á netið og komu þannig fyrir augu almennings hafa vaknað upp miklar gagnrýnisraddir meðal foreldra og kennara en mikið er gert út á nekt og kynþokka í auglýsingunum. Myndirnar sem um ræðir sýna meðal annars kynþokkafulla mynd af stúlku sem verið er að mata á kirsu- berjum og önnur sýnir lostafulla hálfnakta stúlku sem karlmaður eru að kyssa á hálsinn. Hin fjörutíu og fimm ára Barbara frá Central Park West kveðst eiga ungl- ingsdóttur sem sé mikill aðdáandi þáttanna en nú íhugi hún að hætta að leyfa dóttur sinni að fylgjast með Gossip Girl. „Þetta er viðbjóðslegt. Al- veg hræðilega smekklaust. Þau þyrftu alls ekki að kynna þættina á þenn- an máta. Þau eru eins og dýr en ekki menn,“ sagði Barbara. Rosimer Fuarez sem sjálf er eingöngu tuttugu og sjö ára og ætti því að teljast innan markhóps þáttanna tekur í sama streng: „Sjálf er ég kennari og ég held að slíkar auglýs- ingar og þættir eins og Gossip Girl hafi mikil áhrif á unga krakka. Fyrir mér er þetta grófara en Sex and The City.“ AnnA Pihl Sjónvarpið kl. 20.10 Robots Stöð 2 Bíó kl. 20.00 Frétt mánaðarins hlýtur að vera handtaka Radovans Kar- adzic, hins ægilega stríðsglæpa- manns, í Belgrad í síðustu viku. Það er margt alveg ótrúlegt og hálfpartinn heillandi við þetta mál. Vissulega sú staðreynd að honum tókst að dulbúa sig svo vel að nýju vinirnir hans úr óhefðbundna lækningageiranum höfðu ekki hugmynd um hvaða fúlmenni leyndist bakvið hvíta skeggið og þykku gleraugun. Það er hins vegar ekki það ótrúleg- asta. Hvers vegna hefur augljósa heimsfréttin aldrei verið sögð, um að auðvitað vissu yfirvöld í land- inu alveg upp á hár hvar Karadzic var að finna? Maðurinn flúði ekki ýkja langt og ef eftirlýstasta manni Evrópu tekst að lifa ágætu og jafnvel op- inberu lífi í Belgrad, með því einu að safna smá skeggi, þá er annað- hvort eitthvað stórkostlega mik- ið að leyniþjónustunni eða yfir- völd leyfðu honum bara að ganga frjálsum. Heimsfjölmiðlarnir hafa ekki að neinu ráði hjólað í ráðamenn í Serbíu og spurt hvers vegna þeir hafi látið stríðsglæpamann- inn ganga lausan í 13 ár, en skili honum nú fyrir dómara á sama tíma og þeir daðra við Evrópu- sambandið. Það er ömurlegt þeg- ar réttlæti fyrir hundruð þúsunda ættingja fórnarlamba Karadzic er háð því sem ráðamen telja hent- ugar pólitískar tímasetningar. Þá er eitthvað mikið að! Það trúir því enginn heilvita maður að Karadzic hafi getað fal- ið sig með þessum hætti og allir verið grunlausir um að þarna væri fyrrverandi forseti og fjöldamorð- ingi á ferð. Ef Ólafur Ragnar yrði nú skyndilega eftirlýstur maður, væri þá líklegt að hann gæti bara safnað hári í tagl, látið sér vaxa yfirvaraskegg og opnað litla nátt- úrubúð niðri á Hverfisgötu, undir nýju nafni og enginn myndi fatta neitt? Jafnvel haldið fyrirlestra og skrifað blaðagreinar? Nei, auðvit- að ekki. Þetta er ótrúlegt kjaftæði. Valgeir Örn um Radovan Karadzic. pReSSAN GoSSip GiRl: Mikil reiði hefur sprottið upp meðal foreldra í Bandaríkjunum eftir að myndir fóru að sjást úr nýjustu auglýsingaherferð fyrir hinn geysivinsæla þátt Gossip Girl. Önnur og síðasta þáttaröðin af þáttunum dirt þar sem Courteney Cox fer með aðalhlutverk. Þáttaröðin byrjar nákvæmlega þar sem hin endaði. lucy er meðvitundarlaus eftir að julia réðst á hana. Hún kenndi lucy og dirtnow um að ferill hennar fór í vaskinn. don á í erfiðleikum vegna geðrænna vandamála og frægðarsól Holts heldur áfram að rísa. DiRt Sjónvarpið kl. 22.45 so you think you CAn DAnCe Stöð 2 kl. 20.05 of kynþokkafullar auglýSingar? 16.35 Leiðarljós (Guiding Light) 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 Ungar ofurhetjur (62:65) (Teen Titans) 17.55 Gurra grís (100:104) (Peppa Pig) 18.00 Lítil prinsessa (28:35) (Little Princess) 18.12 Herramenn (13:52) (The Mr. Men Show) 18.25 Út og suður Viðmælandi Gísla Einarssonar að þessu sinni er Hildur Anna Björnsdóttir á Grjótnesi á Melrakkasléttu. Dagskrárgerð: Freyr Arnarson. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 19.55 Fótspor mannsins (Human footprint) Í þessari bresku heimildamynd er sagt frá því hve mikils meðalmaðurinn neytir og notar af ýmiss konar varningi og hve mikinn úrgang hann skilur eftir sig á ævinni. 20.45 Vinir í raun (7:13) (In Case of Emergency) 21.10 Anna Pihl (2:10) (Anna Pihl) Dönsk þáttaröð um erilsamt starf lögreglukonunnar Önnu Pihl á Bellahoj-stöðinni í Kaupmanna- höfn. Leikstjóri er Carsten Myllerup og meðal leikenda eru Charlotte Munck, Iben Hjejle, Paw Henriksen, Kurt Ravn og Peter Mygind. Nánari upplýsingar um þáttaröðina er að finna á vefslóðinni http://annapihl.tv2.dk/. 22.00 Tíufréttir 22.20 Sportið 22.45 Slúður (14:20) (Dirt II) 23.30 Kastljós 23.50 Dagskrárlok 07:15 Rachael Ray (e) 08:00 Dr. Phil (e) 08:45 Dynasty (e) 09:30 Vörutorg 10:30 Óstöðvandi tónlist 16:00 Vörutorg 17:00 Rachael Ray 17:45 Dr. Phil 18:30 Dynasty Ein frægasta sjónvarpssería allra tíma. Blake Carrington stýrir olíufyrirtæki og hann er umkringdur konum sem eru óhræddar við að sýna klærnar þegar þess þarf. 19:20 Top Chef (e) 20:10 Kimora: life in the fab line (7:9) 20:35 Hey Paula (5:7) Söngdívan og dans- drottningin Paula Abdul sýnir áhorfendum hvernig stjörnulífið er í raun og veru. Paula ætlar að leigja sér hús á meðan það er verið að gera endurbætur á heimili hennar og hún biður besta vin sinn, Daniel, að sjá um að innrétta nýja húsið. Þegar hún sér afrakstur- inn er hún óánægð með útkomuna og neitar að flytja inn. 21:00 Eureka (11:13) 21:50 The Evidence (5:8) Bandarísk sakamálasería þar sem Anita Briem leikur eitt aðalhlutverkanna. Strangtrúaður kínverji er myrtur í köldu blóði og Bishop og Cole verða að leita út fyrir raðir lögreglunnar til að leysa málið. 22:40 Jay Leno 23:30 Criss Angel Mindfreak (e) 23:55 Family Guy (e) 00:20 Dynasty (e) 01:10 Vörutorg 02:10 Óstöðvandi tónlist 13:45 PGA mótaröðin (Canadian Open) 16:45 Íslandsmótið í golfi 2008 (Ís- landsmótið í golfi 2008) 19:45 Landsbankadeildin 2008 (Þróttur - Breiðablik) 22:00 Landsbankamörkin 2008 (Lands- bankamörkin 2008) 23:00 Umhverfis Ísland á 80 höggum (Umhverfis Ísland á 80 höggum) 23:45 Landsbankadeildin 2008 (Þróttur - Breiðablik) 01:35 Landsbankamörkin 2008 (Lands- bankamörkin 2008) 16:00 Hollyoaks (240:260) 16:30 Hollyoaks (241:260) 17:00 Seinfeld (4:13) 17:30 Entourage (17:20) 18:00 Live From Abbey Road (6:12) (e) 19:00 Hollyoaks (240:260) 19:30 Hollyoaks (241:260) 20:00 Seinfeld (4:13) 20:30 Entourage (17:20) 21:00 Live From Abbey Road (6:12) (e) Þættir með lifandi tónlist frá þessu þekktasta upptökuveri heims sem Bítlarnir gerðu ódauðlegt. Heimsfrægir tónlistarmenn flytja þrjú lög á milli þess sem þeir spjalla um tónlist sína og lífið. Fjölbreytnin er mikil og meðal gesta eru: Josh Groban, Massive Attack, Iron Maiden, Muse, Red Hot Chili Peppers, Jamiroquai, Damien Rice, Richard Ashcroft, Gipsy Kings, Norah Jones og Paul Simon. Frábærir tónlistarþættir þar sem tónlistarmennirnir eru í sínu rétta umhverfi. 22:00 Women´s Murder Club (6:13) 22:45 The Riches (7:7) 23:30 Wire (6:13) 00:30 Sjáðu 00:55 Tónlistarmyndbönd frá Skífan TV 07:00 Firehouse Tales 07:25 Ofurhundurinn Krypto 07:45 Kalli kanína og félagar 07:55 Kalli kanína og félagar 08:05 Kalli kanína og félagar 08:10 Oprah 08:50 Í fínu formi 09:05 Bold and the Beautiful 09:25 La Fea Más Bella (114:300) 10:10 Notes From the Underbelly (7:13) 10:40 Bandið hans Bubba (9:12) 12:00 Hádegisfréttir 12:30 Neighbours 12:55 Numbers (24:24) 13:35 The Perfect Man 15:15 Friends 15:35 Friends (21:24) 15:55 Háheimar 16:15 Leðurblökumaðurinn 16:40 Tracey McBean 16:53 Louie 17:03 Skjaldbökurnar 17:28 Bold and the Beautiful 17:53 Neighbours 18:18 Markaðurinn og veður 18:30 Fréttir 18:49 Íþróttir 18:56 Ísland í dag 19:04 Veður 19:15 The Simpsons 19:40 Friends Joey kemur fram í spurninga- þætti sem stjörnuvinur þátttakanda en þeir komast ekki langt á gáfum Joeys. Rachel og Monica ráða karlkynsstrippara í gæsaveislu Phoebe. Þær verða fyrir þónokkrum vonbrigðum þegar stripparinn mætir, en Danny Devito leikur hann. 20:05 So you Think you Can Dance (6:23) 21:30 So you Think you Can Dance (7:23) 22:15 Missing (12:19) Þriðja þáttaröð þessa vinsæla spennumyndaflokks sem fjallar um leit bandarísku alríkislögreglunnar að týndu fólki. Jess Mastrini er sjáandi og sérlegur aðstoðarmaður hennar í þeim rannsóknum. Nicole Scott er félagi hennar og er hörkulögga sem veigrar sér ekki við að beygja reglurnar til þess að leysa glæpi. Magnaðir þættir í anda Cold Case. 23:00 The Mudge Boy 00:35 Las Vegas (3:19) 01:20 Silent Witness (4:10) 02:10 The Riverman 03:35 The Perfect Man 05:15 Missing (12:19) 06:00 Fréttir 06:40 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 06:00 Big Momma´s House 2 08:00 Fjöldskyldubíó: Over the Hedge 10:00 Life Support 12:00 FJÖLSKYLDUBÍÓ: Robots 14:00 Big Momma´s House 2 16:00 Fjöldskyldubíó: Over the Hedge 18:00 Life Support 20:00 FJÖLSKYLDUBÍÓ: Robots 22:00 Stealth 00:00 From Dusk Till Dawn 2: Texas 02:00 The Prophecy 3 04:00 Stealth 17:50 Premier League World 2008/09 18:20 Season Highlights 19:15 Bestu leikirnir (Portsmouth - Derby) 20:55 Argentina: River Plate v Boca 21:50 PL Classic Matches (Arsenal - Man United, 99/00) 22:20 Bestu leikirnir (West Ham - Liverpool) SKJáREiNNSJÓNVARPið STÖð 2 STÖð 2 SPORT STÖð 2 BÍÓ STÖð 2 SPORT 2 STÖð 2 EXTRA Gossip Girl Þættirnir nutu mikilla vinsælla hérlendis sem erlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.