Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 14
 Fimmtudagur 11. desember 200814 Bækur Ævisaga Sagan um Benedikt Davíðsson eftir Hauk Sigurðsson er forvitnilegt verk. Eftir að hafa velt viðfangsefninu fyr- ir sér og ræðst við ákváðu Benedikt og Haukur að ekki skyldi rituð hefðbundin ævisaga þar sem Benedikt hefði orðið frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu. Haukur hefði þar með verið í hlutverki skrásetjara. Því leitar Haukur víða fanga, ræðir við samstarfs- menn og vini Benedikts, blaðar í fundargerðum, göml- um dagblöðum, skjölum og óprentuðum gögnum. „Ég lít svo á að ævisagan sé launþegavæn, hjá því varð ekki komist. Þó koma fram viðhorf andstæðinga með ýms- um hætti,“ segir Haukur sjálfur í eftirmála bókarinnar. Hann kallar bókina félagslega ævisögu með þeim tak- mörkunum sem fræðirit að hún sé ekki málefnasaga. „Umfjöllun um málefni hlýtur alltaf að stöðvast við per- sónuna og þá er mörgum þáttum ekki gerð skil,“ segir Haukur ennfremur. Þetta eru ágætar ábendingar um að sagnaritunin sé háð sjónarhornum. Sjónarhornið er Benedikts Davíðs- sonar, sem þekktastur er fyrir störf sín sem forseti Al- þýðusambands Íslands árin 1992 til 1996 og trúnaðar- störf sín fyrir Landssamband eldri borgara frá 1997 til ársins 2005. Færri þekkja starf hans frá fyrri tíð í þágu verkalýðshreyfingar og kjara almennings. Benedikt er í rauninni hið algera félagsmálatröll en félagsmálaferill hans hófst þegar hann var kosinn í sameiginlega samn- inganefnd verkalýðs- og iðnfélaga árið 1951. „Þegar spurt er um lífsskoðun mína held ég að stysta svarið gæti verið: sósíalismi ... sem skapar öllum sam- bærilega möguleika í lífinu. Möguleika til mennta, vel- ferðar og lífsafkomu, óháð kyni fólks, litarhætti, uppruna eða stéttarstöðu og skapi fyrirtækjum og stofnunum eðlilegt starfsumhverfi,“ segir Benedikt um lífsskoðun sína og bætir við: „Mín skoðun er því sú, eins og raunar áður, að einungis sterk verkalýðshreyfing í samvinnu við stjórnmálaöfl í landinu geti komið í veg fyrir að hér fari svo illa sem nú virðist stefna í samfélagslegu tilliti vegna sóknar frjálshyggjunnar. Af frumkvæði verkalýðshreyf- ingarinnar hefur áður fyrr tekist að byggja upp og forð- ast verulega vá, til dæmis árið 1990 og oftar.“ Benedikt Davíðsson húsasmiður fæddist á Patreks- firði 3. maí 1927. Í 34 ár var hann formaður Sambands byggingarmanna. Hann var orðinn 65 ára og jafnvel orð- inn afhuga því að standa í eldlínu átaka á vinnumarkaði þegar hann var kjörinn forseti Alþýðusambands Íslands árið 1992. Frásögnin af aðdraganda forsetakjörsins á þingi ASÍ þetta ár er athyglisverð, en Benedikt tók við af Ásmundi Stefánssyni sem setið hafði á forsetastóli í 12 ár. Frásögn af samningaviðræðum við stjórnarherra á þessum mögru árum í byrjun tíunda áratugarins, með- al annars um lækkun matarskatts, er einnig áhugaverð. Þar komu við sögu Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson, Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir úr ráðuneyti Davíðs kjörtímabilið 1991 til 1995. Benedikt sat í framkvæmdastjórn Sambands al- mennu lífeyrissjóðanna í 20 ár en lífeyrismál kallar hann sitt sérsvið. Tólf ár sat hann í bankaráðum, fyrst í bankaráði Iðnaðarbankans en 11 ár var hann formaður bankaráðs Alþýðubankans. Frá því greinir að bankinn hafi farið í gegnum þykkt og þunnt, meðal annars vegna ónógra veðtrygginga. Stuttlega er greint frá viðskiptum Guðna í Sunnu og Air Viking við bankann og hremm- ingum sem Guðni greinir sjálfur frá í nýlegri ævisögu sinni. Myndin verður æ skýrari. Athyglisvert er hversu illa hinum unga banka gekk að fá ýmis leyfi til starfsemi sinnar við hlið stórra ríkisbanka og annarra sem fyrir voru á markaðnum. Þannig segir til dæmis frá refjum vegna lóðar sem Alþýðubankinn vildi tryggja sér undir fyrirhugað útibú á Akureyri. Benedikt var aðeins 10 ára þegar hann greindist með berkla. Heil fjögur ár glímdi hann við sjúkdóminn og dvaldi langdvölum á Landakotsspítala. Þetta truflaði skólagöngu hans. Engu að síður útskrifaðist hann sem trésmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1949. Farsæll baráttumaður fyrir jöfnuði og bættum kjör- um verkalýðsins hefur nú dregið sig í hlé og komið sér fyrir á fögrum stað skammt innan við Grenivík við aust- anverðan Eyjafjörð. Bók Hauks Sigurðssonar er prýdd mörgum mynd- um og brot úr viðtölum eru skráð (pólitíkin og plottið) og tilvitnana-, nafna- og myndaskrá er til fyrirmynd- ar. Titil bókarinnar „Með seiglunni hefst það“ má hæg- lega hafa um höfundinn sjálfan. Hann hefur unnið gott verk. Jóhann hauksson Óbilandi verk- maður launafólks Frelsisbarátta á 21. öld Íslenskar bókmenntir eru fremur blankar þegar kemur að framtíð- arsögum en þeim mun ríkari af sögulegum skáldsögum. Skáld- saga Halls Hallssonar gerist á ofanverðri 21. öld, þó að hann skauti léttilega langt aftur í aldir þegar svo ber undir. Segja má að Váfugl sé allt í senn hrollvekja, spennusaga og ádeila en kannski fyrst og fremst viðvörun til Íslendinga um að ganga ekki Evrópusambandinu á hönd. Það mikla bákn hefur breyst í sannkallað skrímsl þeg- ar sagan gerist en Ísland orðið að útkjálkasveit með þrjá þingmenn af 1086 á Evrópuþinginu og löngu búið að missa öll yfirráð yfir auðlindum til lands og sjávar. Hallur notar atburðarás, viðburði og persónur úr frelsisbaráttu Íslands á 19. öld af mikilli hugkvæmni. Þarna stíga fram, undir nýjum nöfum, menn á borð við Jón Sigurðsson, Valtý Guðmundsson, Hannes Hafstein, Magnús Stephensen og Björn Jónsson og flytja jafnvel sömu ræðurnar, tvö hundruð árum síðar. Kjarninn í bókinni er spurningar, sem vissulega eiga erindi: Á Ís- land að standa á eigin fótum eða gefa sig á vald sameinuðu Evrópuríki? Höfundurinn fer ekki í felur með afstöðu sína. Íslensku frelsishetjurn- ar eru til muna geðþekkara fólk en þeir evrópsku skúrkar úr öllum áttum, sem ekki víla fyrir sér að beita fjárkúgun, njósnum, morðum og vélabrögð- um. Þá er texti bókarinnar ríkulega kryddaðar fornum kveðskap og sígildum brýningarorðum sem óhjákvæmilega hljóta að fá Íslendingshjartað til að slá örar. Þetta er sem sagt pólitísk skáldsaga, eins og Atómstöðin, og framtíðar- hrollvekja, einsog 1984. En þetta er líka spennusaga og þarna er meira að segja pláss fyrir drykkfelldan blaðamann. Hrærigrautur? Nei, fyrst og fremst hressileg viðbót við íslenska skáld- sagnaflóru, frumleg aðferð til að koma boðskap á framfæri. Textinn er lipur og persónurnar svo kjarnyrtar að maður fær að minnsta kosti ekki áhyggjur af framtíð íslenskrar tungu í trylltum heimi. En er þetta ekki eintóm fjarstæða? Að fullveldi Íslands sé í bráðri hættu og að lýðveldið geti liðið undir lok? Að við töpum auðlindum okkar og að ungt fólk streymi úr landi? Að dáðlausir og ráðlausir pólitíkusar brjóti fjöregg þjóðarinnar? Tja, sá hluti spádómsins í Váfugli virðist vera að rætast hraðar en nokkurn hefði órað fyrir. Góðu fréttirnar? Ísland öðlast aftur sjálfstæði. Eftir svona sjötíu ár. Og blóð, svita og tár. hraFn Jökulsson VáFugl Hallur HallssonLipurlega saman sett ádeila, hroll- vekja og fram- tíðarskáld- saga. Útgefandi: Bókaútgáfan Vöxtur Með seiglunni heFst það – saga benedikts daVíðssonar Haukur Sigurðsson Ekki ævisaga í venjulegum skilningi heldur hlutlæg sagn- fræði frá bæjar- dyrum verka- lýðsleiðtoga. Útgefandi: JPV Skáldsaga Sambærirmöguleikar„Þegar spurt er um lífsskoðun mína held ég að stysta svarið gæti verið: sósíalismi ... sem skapar öllum sambærilega möguleika í lífinu,“ segir Benedikt í ævisögu sinni. Benedikt (til hægri) er hér djúpt hugsi á árum áður. sMellnar sMásögur Þessi bók hefur að geyma þrett- án smásögur og mun vera frum- raun höfundar á þessu sviði. Að minni hyggju hefur honum tekist vel upp og er augljóslega góður sögumaður, eins og hann á kyn til. Sögurnar þrettán eru ólíkar innbyrðis, en eiga það sameig- inlegt að vera skemmtilegar af- lestrar og fullar af græskulausu gamni. Þetta eru „gamaldags“ íslenskar sögur, þar sem sögu- hetjur birtast lesendum gjarnan í skoplegu ljósi og sögusviðið er oft kunnuglegt. Sumar sögurnar eru reyndar stílfærðar bernsku- og æskuminningar höfundarins og dregur hann enga dul á það. Honum lætur og vel að gera grín að sjálfum sér og er það öfundsverður eiginleiki. Ekki þykir mér líklegt, að svokölluð bókmenntaelíta telji útkomu þessara sagna til meiriháttar viðburða. Þær fylgja engri formúlu, taka ekki á neins konar vandamálum og flytja engan samfélagslegan boðskap. Markmið höf- undar er það eitt að skemmta lesendum (og sjálfum sér um leið) með góðum sögum og það tekst honum vel. Allur frágangur bókarinnar er snotur og kápumyndin er skemmtileg. Prófarkalestur hefði hins vegar mátt vera betri. Jón þ. þór Með stein í skónuM Ari Kr. SæmundsenSkemmtilegar sögur. Bók- menntaelítan telur útkomu þeirra þó vart til meiriháttar viðburða. Útgefandi: Salka Smásögur nennti Varla að lesa Tracy Beaker er stelpa sem býr á munaðarleysingjaheimili og dreymir um að mamma henn- ar komi að sjá hana leika í jóla- leikriti í skólanum.Hún fær að- alhlutverkið í Jóladraumi og leikur sjálfan Ebenezer Scrooge. Það var eiginlega ekkert að ger- ast í bókinni og ég var lengi að lesa hana. Skemmtilegasti hlut- inn var þegar Tracy var að sýna leikritið. Bókin er auðskilin en mér fannst að það ætti að gerast meira í henni. Ég nennti varla að klára að lesa hana. Mér fannst bókin léleg og mæli ekki með henni, en það eru örugglega einhverjir sem hafa gaman af henni. harpa MJöll reynisdóttir, 12 ára tracy beaker í aðalhlutVerki Jacqueline WilsonEiginlega ekkert sem gerist. Mæli ekki með þessari bók. Útgefandi: JPV Barnabók

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.