Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 11
mestu viðunandi fyrir lögmenn og skjólstæðinga þeirra. Í 19. gr. er þröngt undanþáguákvæði, sem varð tilefni til langrar og ákafrar deilu, sem þó fór mjög hljótt. Kunnugt er, að á vegum endur- skoðunarfyrirtækis hér í borg var rekin sérstök lögmannsstofa og átti endurskoðunarfyrirtækið allt hluta- fé lögmannsstofunnar. Endurskoð- unarfyrirtækið sótti samkvæmt 5. mgr. 19. gr um undanþágu til dómsmálaráðherra frá skilyrði 4. mgr., það er um eignarhaldið. Um- sóknin var send Lögmannafélaginu til umsagnar, eins og fyrir er mælt í 5. mgr. Félagið sendi ítarlega rök- studd mótmæli við umsókninni. Fór svo að lokum, að dómsmála- ráðherra hafnaði umsókninni. Um sumarið 1999 urðu húsbóndaskipti í dómsmálaráðuneytinu og var þá umsóknin endurnýjuð af ein- hverjum ástæðum og hafnað á nýjan leik. Lyktir málsins urðu síð- an þau, að lögmannsstofa endur- skoðunarfyrirtækisins sameinaðist annarri lögmannstofu og úr varð ein öflugasta lögmannsstofa lands- ins, LEX. Allt ofangreint fór fram sam- kvæmt settum reglum. Svo var ekki um sumt annað, sem á daga stjórn- ar dreif á þessum tíma. Ýmsir lög- lærðir starfsmenn endurskoðunar- og fjármálafyrirtækja töldu, að hefðu þeir lögmannsréttindi, gætu þeir veitt viðskiptamönnum vinnu- veitenda sinna lögmannsþjónustu. Þurfti til þeirrar afstöðu æði sér- stakar lögskýringar, eða réttara sagt lögskýringaleysi. Varð úr þessu nokkur glíma, en á endanum sýn- ist þetta hafa færzt í rétt horf. Rétt er að leggja á það mikla áherzlu, að afstaða Lögmannafélagsins var ekki gegn því, að lögfræðingar í þjónustu endurskoðunar- og fjár- málafyrirtækja veittu lögfræðilega ráðgjöf, enda sjálfsagt mál, heldur hitt að þeir veittu viðskiptamönn- um vinnuveitenda sinna lögmanns- þjónustu í trássi við skýr fyrirmæli 12. og 19. gr. lögmannalaga. Framtíðin. Engum er ljósara en þeim sem unnu að undirbúningi lögmanna- laganna, að þau eru ekki gallalaus. Sumt sem að þeim er fundið, stafar þó ýmist af misskilningi eða vit- leysu, en önnur gagnrýni á fyllilega rétt á sér, þótt um séu deildar meiningar. Nú mun hafa verið komið á fót nefnd til endurskoðun- ar laganna í samstarfi dómsmála- ráðuneytis og Lögmannafélagsins. Verður að vona, að sú endurskoð- un veiki ekki rétt skjólstæðinga lögmanna og rýri ekki stöðu lög- manna sjálfra. Jafnframt er sú fróma ósk látin í ljós, að stjórnin geri sér sama far og fyrr um að kynna stöðu viðræðna fyrir lög- mönnum áður en ákvarðanir verða teknar. 1 Dómur Hæstaréttar 19. febrúar 1998, H 1998.71. 11Lögmannablaðið Fréttatilkynning frá Lánstrausti hf. Nóvember 2001 Lánstraust hf kaupir Innheimtukerfi lögmanna – ILplús Lánstraust hf . og Landsteinar Ísland hf. hafa gert með sér samning um að Lánstraust taki yfir allan rekstur ILplús, með kaupum á grunni kerfisins. Tekur þessi breyting gildi frá 1.nóvember 2001. Er það mat Lánstrausts og Landsteina Ísland að þessar breytingar muni koma notendum ILplús afar vel. Landsteinar munu einbeita sér frekar að sölu og þjónustu við Navison viðskiptakerfi en Lánstraust hefur að undanförnu lagt aukna áherslu á víðtæka þjónustu við lögmenn, m.a. með kaupum á vefnum www.rettarrikid.is og hugbúnaðarfyrirtækinu Sólveri ehf á síðasta ári. Kaupin á ILplús eru liður í þessari þróun hjá Lánstrausti. Samhliða því að Lánstraust tekur yfir rekstur ILplús mun félagið leitast við að auka þjónustu við notendur enn frekar. Notendur kerfisins eru ekki einvörðungu lögmenn og lögmannstofur heldur einnig bankar, sveitarfélög og opinberar stofnanir. Framtíðarmarkmið Lánstrausts með kaupum á kerfinu eru m.a. að tengja kerfið enn frekar gagnagrunnum Lánstraust og auka sjálfvirkni sendinga milli ILplús og t.a.m.Vanskilaskrár. Þá er og áformað að koma á tengingum milli bókhaldsforrita og ILplús.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.