Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 23
setning sem átti eftir að reynast jafn mikilvæg og þessi stafaði af frumkvæði ríkisstjórnar og ráð- herra. Svo var þó ekki, heldur virð- ist frumvarpið hafa komið fram fyrst og fremst fyrir frumkvæði eins þingmanns, Bergs Jónssonar (1898 – 1953), en hann var þingmaður Framsóknarflokksins fyrir Barða- strandarsýslu 1931 – 1942. Bergur var skipaður sakadómari í Reykja- vík frá 1945, en rak lögfræðiskrif- stofu í Hafnarfirði frá 1947 þar til hann lést á árinu 1953. Eftir gildistöku laganna frá 1942 má segja að ræksla þeirra starfa sem löggjafinn lagði félaginu á herðar með framangreindum laga- ákvæðum hafi jafnan verið einn mest áberandi þátturinn í reglulegu starfi þess. Er óhætt að segja að þetta hafi öðru fremur einkennt innra starf félagsins allar götur síð- an og hafa erindi sem að þessu lúta jafnan verið fyrirferðamest á fundum stjórna allt þar til gildandi lög nr. 77/1998 tóku gildi og verk- efni þessi voru falin sérstakri nefnd innan félagsins. Þórunn Guð- mundsdóttir, þáverandi formaður, ritar í Lögmannablaðið á árinu 1997: „Oft hefur maður óskað þess að stjórn félagsins hefði meiri tíma til þess að sinna eiginlegum félags- málum en nú er. Eins og málum er komið nú og eins og allir þeir lög- menn þekkja, sem setið hafa í stjórn félagsins, þá fer stærstur hluti af tíma stjórnarinnar í að fjalla um svokölluð kæru- og um- kvörtunarmál.” Má segja að þessi orð séu lýsandi um þann þátt í starfsemi félagsins sem var mest áberandi í marga áratugi. Þótt opinber störf félagsins hafi vissulega verið mest áberandi í starfsemi þess lét félagið sig ýmis- legt annað varða. Þannig fjallað fé- lagið talsvert um löggjafarmálefni, einkum á þeim sviðum sem snertu beint og óbeint störf lögmanna, svo sem löggjöf um lögmenn og réttarfarslöggjöfina. Þá lét það til sín taka beinni hagsmunamál lög- manna, svo sem gjaldskrá, stofnun styrktarsjóðs og síðar ábyrgðar- sjóðs og lífeyrissjóðs. Ennfremur verður að nefna setning siðareglan á árinu 1960. Snemma fór einnig að bera á áhuga einstakra félags- manna á að félagið léti til sín taka ýmis almennari fagleg málefni lög- fræðinga. Verður þetta nokkuð áberandi um og eftir 1930, en á þeim tíma voru fyrirlestrar um lög- fræðileg málefni tíðir. Þessi faglegi þáttur starfseminnar dettur aftur niður í kringum 1935 og verður ekki að ráði áberandi fyrr en á síð- ari hluta áttunda áratugarins og enn frekar á þeim níunda. Meðal annarra faglegra málefni sem félag- ið lét til sín taka var útgáfa Tímarits lögfræðinga sem hófst á árinu 1951. Árið 1961 tók Lögfræðingafé- lag Íslands við útgáfu þess, en það félag hafði verið stofnað 1958. Er ekki á neinn hallað þótt því sé haldið fram að frumkvæðið að út- gáfu tímaritsins og útgáfa þess á fyrstu árunum sé frá sögulegu sjón- armiði eitt mikilvægasta framlag lögmannafélagsins til lögfræðilegr- ar menningarstarfsemi á Íslandi. Þótt félagið hafi þannig sinnt ýmsum málum verður varla komist hjá þeim dómi sögunnar að starf- 23Lögmannablaðið Síðasti málflutningur Sigurðar Ólasonar, hrl. fyrir Hæstarétti Íslands árið 1985. Aðrir lögmenn á myndinni eru: Gunnlaugur Claessen nú hæstaréttar- dómari og Jóhann H. Níelsson, hrl. Frá síðasta yfirfærsludegi Hæstaréttar 1. júní 1994.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.