Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 20
20 2 / 2 0 0 2 samfélagsins og leysa þyngri refsingar einhvern vanda? Hagsmunir samfélagsins sem verið er að verja með refsingum er að varna því að framin séu af- brot og koma í veg fyrir að sá sem einu sinni hefur framið afbrot geri það aftur, þ.e.a.s. að afbrota- maðurinn verði betri eftir refsivistina. Næst þessi tilgangur með þyngri refsingum en nú er? Þessari spurningu svara ég neitandi vegna þess að ég hef ekki fundið haldgóð rök fyrir því. Reynsla ann- arra, t.d. Bandaríkjamanna, gefur okkur ekki ástæðu til að þyngja refsingar í þeim tilgangi að minnka afbrot. Ýmsir hafa bent á að þyngri refs- ingar geri glæpaumhverfið harðsvíraðra og gróf- ara enda meira undir þegar þung viðurlög eru við brotum. Það má ekki skilja orð mín svo að ekki eigi að refsa fyrir afbrot. Það er að mínu mati nauðsyn- legt að brotamaður finni til ábyrgðar auk þess sem þær eru nauðsynlegar út frá varnaðarsjónar- miðum. Refsingar þurfa hins vegar ekki alltaf að felast í langri fangelsisvist til að varnaðaráhrifum þeirra sé náð. Umræðan um refsingar má ekki stjórnast af hefndinni því þá er hætt við að hatrið magnist upp og öfgarnar verði áberandi. Þyngjum því ekki refsingar nema að vel athuguðu máli og látum þær ekki ráðast af dægurumræðunni hverju sinni. Við ættum frekar að einbeita okkur að því að gera refsivistina árangursríkari. Þótt þessi stutta grein mín fjalli um refsingar eru áhyggjur mínar ekki mestar yfir því hvort þær séu almennt of þungar eða of vægar. Áhyggjur mínar beinast meira að sönnun og sönnunarmati í opinberum málum. Það er ljóst að barátta ýmissa þrýstihópa fyrir því að slakað verði á sönnunar- kröfum í kynferðisbrotamálum hefur borið ár- angur og margt sem bendir til þess að vafinn á sekt sé ekki skýrður ákærða í hag. Sú þróun mun óhjákvæmilega verða til þess að saklausir einstak- lingar munu í framtíðinni sæta refsivist ef það hefur ekki þegar gerst. Þessi umfjöllun er efni í aðra grein og fræðilegri. Kven/karlsmannslaus í kulda og trekki... Sæl. Alveg datt mér í hug ofangreint kvæð- isbrot, sem helst er sungið af gorgeir nokkrum í lopapeysustemmningu af sitthvoru kyninu með sitthvorum textanum, þarna á árshátíðinni þegar veislustjóri fór að spæla okkur. Svakalega getur mannskapurinn ann- ars orðið vanstilltur af litlu, og hallaði þar varla á! Kveðja, Gróa. Nagaðir bílar. Blessuð. Fannst þér annars ekki heiðurs- gesturinn Eldjárn ekki góður? Svo var það líka bráðkostulegt við hrossa-nagerís-jeppa- söguna að hann skyldi detta svona niður á veruleikann eins og hann birtist kollega okkar honum Jóhannesi Bjarna hérna um árið. Hann efndi víst til málaferla um sinn bíl. Kveðja, Gróa. Séntilmenn. Sæl enn, ég er enn að hugsa um árshátíð- ina. Mikið var gaman að sjá virðulegan mið- aldra hæstaréttarlögmanninn yngjast um mörg ár og sörvera guðaveigarnar til einnar af yngri meðlimum félagsins. Gott að vita að séntilmenn finnast enn í þessum kallaklúbbi! Bæ, Gróa. Meiri/minni félagar. Hvernig er þetta með sumt fólk? Ég var að heyra að lögmannsfulltrúar séu eitthvað for- nem yfir því að að vera gert lægra undir höfði í símaskrá félagsins á hjemmesiden. Þeim finnst það eitthvað skrítið að einungis sé hægt að finna nöfn þeirra djúpt í undirdjúpum síð- unnar. Furðulegt nokk, þeir eru greinilega ekki nógu vel lesnir í Orwell. Ble, Gróa. Groa@leiti.is TIL LEIGU / SÖLU Lögmenn Borgartúni 33 hafa beðið blaðið að koma á framfæri að þar sem tveir lögmanna þar eru að draga sig út úr lögmennsku, annar vegna aldurs og hinn hyggst snúa sér að öðru starfi, þá losnar og verður til ráðstöfunar góð aðstaða fyrir tvo lögmenn. Áhugasamir snúi sér til Lög- manna Borgartúni 33, Guðmundar Jónssonar eða Ásgeirs Björnssonar, sími 562 9888.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.