Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 29
29L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð samgönguráðuneytið vegna niðurfellingar samn- inga um sjúkra- og áætlunarflug. Á þessum tíma átti félagið hendur sínar að verja á ýmsum víg- stöðvum og gat að litlu leyti blandað sér í viða- mikla fjölmiðlaumfjöllun sem átti sér þá stað. Á þeim tíma var ákveðið að láta kyrrt liggja og voru fyrir því ýmsar ástæður s.s. að um var að ræða tæknilega mjög flókið mál þar sem um- fjöllun í formi uppsláttar og fyrirsagna var mun auðveldari en greining á einstökum efnisatriðum málsins. Einnig var fjölmiðlaáhuginn svo mikill að forsvarsmenn fyrirtækisins sem í hlut átti hefðu einfaldlega ekki haft bolmagn til að svara öllu því sem svara þurfti. Eitt af því sem þarf að hafa í huga áður en metið er hvort svara eigi umfjöllun fjölmiðla er að það hefur verið nokkuð óbrigðul regla að þeir taka gagnrýni á eigin skrif óstinnt upp og yfirleitt er henni svarað fullum hálsi með ólund hins óskeik- ula. Þetta gerir það jafnframt að verkum að menn hika við að senda leiðréttingar við greinar og fréttir því jafnan fylgir þeim athugasemd fjölmið- ilsins um að þessi gagnrýni sé nú tóm vitleysa. Í áðurnefndum leiðara Morgunblaðsins sagði m.a. eftir að fjallað hafði verið um að almenn- ingur ætti að geta treyst því að öryggi flugrekstri væri tryggt þegar þjónusta flugfélaga væri nýtt: ,,Bregðist yfirvöld flugmála í landinu ekki við því með neinum hætti … er ljóst að sá trúnaður sem nauðsynlega þarf að ríkja á milli almennings og þeirra, sem eiga að hafa eftir- lit með þessari viðkvæmu starfsemi brestur. En auðvitað er það samgönguráðherra og heilbrigðisráðherra að taka af skarið en ekki embættismanna“. Með þessum orðum var samgönguráðherra m.a. hvattur til dáða í tileknu stjórnsýslumáli einkaaðila sem var til meðferðar í ráðuneyti hans. Þrátt fyrir að þessi hvatning virðist í fyrstu saklaus álít ég að þegar nánar er að gáð að hún hafi verið mistök sem hægt sé að draga lærdóm af. Fyrir því eru eftirtaldar ástæður: 1. Tekin er afstaða til meðferðar ólokins stjórn- sýslumáls og samninga ríkisins við einkaaðila sem eiga mikilla hagsmuna að gæta. 2. Eindregin afstaða var tekin til málsins án þess að fyrir lægi efnislega viðhorf þess sem í hlut á. Ekki dugir hér að bera því við að leitað hafi verið eftir viðhorfi forsvarsmanna félagsins. Afar skammur tími (7 dagar) voru liðnir frá því að skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa lá fyrir. Aukinheldur ber þeim aðilum sem eiga mál til meðferðar hjá hinu opinbera engin skylda til að bæta við sig málsvörn í fjöl- miðlum. Ef þeir gera það ekki ber fjölmiðill enn meiri ábyrgð á sinni umfjöllun. 3. Eftir að tekin er afstaða á móti aðila ágrein- ingsmáls í ritstjórnargrein er að mínu mati ekki hægt að líta á fjölmiðil sem hlutlægan aðila í þeirri fréttaumfjöllun sem á eftir fylgir. Fjölmiðlar tóku á þessum tíma þátt í að kynda undir miklum þrýstingi sem myndaðist á stjórn- völd að taka á málum flugfélagsins með ein- hverjum hætti. Í framhaldinu varð sá sérstaki og vonandi einstæði atburður að ráðuneyti tók til at- hugunar hvort rétt væri að rifta gerðum samn- ingum, þrátt fyrir að ráðherra viðurkenndi síðar að það hefði líklegast verið ólögmætt. Á vegum ráðuneytanna komu hins vegar að málum hæfir embættismenn sem sáu skynsemi þess að leita fremur samninga en að ríkisvaldið fremdi vísvit- andi lögbrot, þ.e. rifti samningum án dóms og laga. IV. En niðurstaðan er þessi: Ef fjölmiðill gerist sjálfur þáttakandi í umræðu um tiltekið mál sem er til meðferðar hjá opinberum aðilum og áður en það er til lykta leitt; hann tekur eindregna og fyr- irvaralausa afstöðu án upplýsinga frá þeim sem í hlut á, þá missir fjölmiðillinn þar með hlutlægni sína til flutnings og öflunar frétta af málinu. Í framhaldi af þessu vakna spurningar hvort fjölmiðlar muni leiðast út á þá braut – sem sjálf- skipaðir málsvarar almennings – að skora á dóm- ara að komast að ákveðnum niðurstöðum í dóms- málum? Ég tel að slíkir tilburðir grafi á endanum undan trausti á fjölmiðla og að þeir sem stjórna þessum miðlum ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir blanda sér í viðkvæm og flókin mál sem eru til meðferðar hjá viðeigandi stjórnvöldum. Frásagnir og fréttir af dómsmálum eru allt annað mál sem engin ástæða er til að amast við.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.