Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 25
25L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð heimilt að að blanda sér í umræðuna vegna þess hversu hart var gengið fram af hálfu ýmissa ann- arra aðila sem tjáðu sig um málið á opinberum vettvangi. Hann hafi hins vegar stigið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins og þeir fyrirvarar sem hann setti fyrir ummælum sínum um dóttur skjól- stæðings síns hafi ekki nægt til að draga úr áhrifum þeirra. Af dómnum megi draga þá ályktun að tjáningarfrelsi lögmanna sé a.m.k. sett sömu mörk og tjáningarfrelsi almennings. Hins vegar sé því ekki skýrt svarað hvort tjáningarfrelsi lög- manna geti verið takmarkaðra en annarra við sér- stakar kringumstæður. Varðandi nauðsyn þess að breyta siðareglum lögmanna, þá taldi Ástráður að e.t.v. mætti bæta við ákvæðum með leiðbeinandi reglum fyrir lög- menn um það hvernig rétt væri að ganga fram við þær aðstæður sem dómur í máli nr. 306/2001 fjallar um. Hins vegar gæti verið erfitt að setja niður skýrar og afmarkaðar reglur um það hvernig best sé staðið að slíkri umfjöllun. Líkt og Jakob, hvatti Ástráður Jón Steinar til að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Auk frummælenda tóku Jóns Steinar Gunn- laugsson hrl., Þórunn Guðmundsdóttir hrl. og Hjörtur Torfason, fyrrverandi hæstaréttardómari, til máls á fundinum. Tæplega 40 manns sóttu fundinn. Af Merði lögmanni Það var hálfgerð ólund í Merði þegar hann gekk út úr Héraðsdómi. Sossöm þurfti ekki að kippa sér upp við það þó málið hefði tapast, það gat alla tíð brugðið til beggja vona, en verra var með flýruglottið á lögmanni gagnaðila þegar dómsorðið var lesið upp. Mörður hefur í gegnum tíðina reynt að tileinka sér að taka málin ekki of persónulega og reynt að fylgja þeirri reglu að samsama sig þeim ekki of um. Gott ef ekki eru ekki einhver orð um þetta í siðareglunum. Hann einsetti sér að kíkja á það við tækifæri. Hitt er verra að gömul minning um keppnisskap lét alltaf á sér kræla á svona stundum. Keppnisskap frá því að Mörður var ungur drengur og atti kappi við Pele, Júsebú, Krjoff og hina kappanna á pollóttum malarvelli í Hlíðunum íklæddur annað hvort finnskum eðalgúmmístígvélum (frá símaframleiðandanum) eða tékkneskum gúmmískóm, allt eftir veðri. Það gengur einhvern veginn ekki almennilega að bæla þetta og taka úrslitum mála af stóískri ró. Jamm, Mörður yrði víst að sætta sig stöðuna eins og hún var en það var ekki til að létta hans geð að þurfa að fara með málið til hæstaréttarlögmannsins sem fer með flest mál fyrir Mörð á vit höfðingjanna á hólnum. Eitt var að þurfa að umbera það að láta tala niður til sín fyrir málatilbúnaðinn í héraði. Hitt var enn verra að þurfa að taka slíku frá sér miklu yngri manni. Mörður er enn að naga sig í handarbökin fyrir að hafa verið svona latur að taka munnlega flutt mál hér í gamla daga þegar 40 mála reglan gilti svo núna þegar rukkið er nánast horfið allt inn í einhver rukkaragímöld með útlendum nöfnum situr hann uppi með þann kost að fara að sitja um málaskrá Hæstaréttar, helst áður en hún er gefin út, til að ganga bónarveg fyrir kollegana og skæla í þeim að lána sér mál til að sækja um til nefndarinnar, sem fékk það hlutverk að segja nei þegar það þótti ekki lengur sæma að dómstóllinn gerði það sjálfur. Á meðan hins vegar hann er ekki búinn að manna sig upp í þetta þá er bara að hlusta á ræðuna um hvernig best hefði verið að hafa málið í laginu í upphafi og hve knár kolleginn með errið góða hefði verið í hinu eða þessu málinu og hve snaggaralega hann hefði brugðist við lymskulegum tilraunum lævísra kollega til að afvegaleiða dómara málsins. Þetta þyrfti Mörður að þola og á að hlusta en strákskrattinn hefur reynst svo drjúgur í áfrýjununum að Mörður gat illa réttlætt það fyrir sér að hætta að biðja hann fyrir málin sem þarf að áfrýja, jafnvel þó drýldnin væri svolítið þreytandi á stundum. Nei, sá ungi með errið var ört rísandi stjarna í sólkerfi lögmennskunnar og átti eftir að ná langt að mati Marðar. Kannski jafnvel upp á þann stall að verða einn af álitsgjöfum þjóðarinnar? Einn af þeim sem fjölmiðlar leita alltaf til þegar eitthvað ber á góma sem snertir lögfræði? Hver veit?

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.