Lögmannablaðið - 01.06.2006, Qupperneq 17

Lögmannablaðið - 01.06.2006, Qupperneq 17
Lögmennska er að mörgu leyti sérstök atvinna. Lögmenn standa oft við hlið skjólstæðinga sinna á mikilvægustu stundum lífs þeirra, t.a.m. þegar verið er að rétta yfir þeim vegna meintra sakargifta af hálfu ákæruvalds, við skilnað, við skipti á dán- arbúum aðstandenda, við kaup eða sölu á fyrir- tækjum o.fl. o.fl. Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að góður lögmaður þurfi að vera í senn sál- fræðingur og mannþekkjari auk þess að kunna skil á lögunum. Lögmaður sem ekki getur sett sig í spor skjólstæðinga sinna, skilið andlega líðan þeirra og áhyggjur verður aldrei góður lögmaður, sama hversu vel hann er að sér í þeim lögum sem um ræðir í viðkomandi máli. Þessi auka vídd í starfi lögmannsins gerir það að verkum að enn mikilvægara er fyrir lögmenn að gæta þess að taka mál skjólstæðinga sinna ekki inn á sig. Augljóst er að lögmaður sem hefur ekki þann hæfileika getur hæglega eyðilagt líf sitt með áhyggjum af málum og lífi skjólstæðinga sinna og orðið algerlega ónothæfur sem fagmaður af þeim sökum. Fólk sem álítur það manndómsmerki að hafa ekki tekið sér frí svo árum skiptir vegna þess að það er svo mikið að gera, eða fólk sem álítur að vinnan fari á hliðina ef það leyfir sér að líta upp og sinna áhugamálum sínum, er örugglega mun verr í stakk búið að takast á við krefjandi verkefni en þeir sem gæta þess að skipta tíma sínum milli vinnu, hvíldar, hreyfingar og áhugamála. Þetta er sérstaklega mikilvægt hjá sérfræðingum sem selja út þjónustu á sviði sem varðað getur fjárhag skjól- stæðinganna og framtíð svo sem er um lögmanns- þjónustuna. Ég vænti þess að flestir passi upp á þetta, en þó er mikilvægt að hafa þetta í huga, sér- staklega núna þegar dagurinn er bjartastur hér á landi og skemmtilegt að gera eitthvað annað en horfa á sumarið út um skrifstofugluggann. Gleðilegt sumar. LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2006 > 17 Pistill formanns Helgi Jóhannesson hrl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.