Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 18
Pistill forMAnns Það HEfur aukiSt talsvert í seinni tíð að lögmenn tjái sig um dómsniðurstöður í fjölmiðlum enda dómsmál orðin helsta fréttaefni fjölmiðla. Það er ekki endilega vegna þess að lögmenn hafi sérstakan áhuga á því heldur er ástæðan sú að erfitt er stundum að komast út úr dómshúsinu án þess að rekinn sé upp í lögmanninn míkrafónn. Við þær aðstæður er mikilvægt að lögmenn gæti hófs í orðræðu þótt umbjóðandinn hafi farið halloka í úrlausn dómsins. Það er ekkert við það að athuga að lögmenn gagnrýni dóma með faglegum og málefnalegum hætti en gífuryrði um persónu dómarans á ekki erindi í opinbera umræðu um dómsmál. Í þessu sambandi er mikilvægt að minna á ákvæði siðareglna Lögmannafélags Íslands um að lögmenn skuli sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og framkomu. Það eru ekki nýmæli að lögmenn séu ósáttir við niðurstöðu dómstóla. Oft eru miklir hagsmunir í húfi fyrir umbjóðandann. Stundum finnst lög- mönnum dómarnir beinlínis rangir og reiði og vonbrigði vegna dóms getur því verið eðlileg. Það réttlætir ekki persónuleg gífuryrði um dómarann. Lögmenn og dómarar eru nefnilega ekki í sitt hvoru liðinu. Við erum öll þjónar réttarins og okkur ber að vernda réttarríkið. góð samskipti milli dómara og lögmanna eru því mjög mikilvæg. gagnrýni lögmanna á persónu dómarans eða ómálefnaleg gagnrýni á dóma er til þess fallin að rýra traust almennings á dómstólum landsins og ekki síður traust og virðingu lögmannastéttarinnar. Bæði dómarar og lögmenn eiga undir högg að sækja í almennri umræðu í landinu nú um stundir. Það er svo sem ekki óeðlilegt við þær þjóðfélagsaðstæður sem við búum nú við. almenningur er reiður og finnst réttlætið verða útundan og lögmenn séu að maka krókinn á hruninu. Því er það enn mikilvægara en áður að við lögmenn gætum hófs í opinberri umræðu og forðumst gífuryrði og ómálefnalega umræðu. Þjónar réttarins BrynjAr nÍelsson Hrl. Hugsaðu dæmið til enda Fáðu ráðgjöf í síma 595 3400 Hvar er þínum séreignarsparnaði best borgið? Allianz Ísland hf. | Digranesvegi 1 | 200 Kópavogi | 595 3300 | allianz@allianz.is | allianz.is Ó · 1 31 75 Það sparast pláss og tími með lausnum frá Rými – fyrir alla muni • Ráðgjöf • Hönnun • Sérsmíði • Þjónusta Þtítí típtítítítít ptítítítí og títítí títítí títítítítítítí títítí títítítí - tíytítítí títítítí títítítí! Frábærar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki - Ráðgjöf - Lausnir - Þjónusta Skemmuvegur 6 Kópavogur Sími 511-1100 www.rymi.is - Skjalaskápar - Teikningaskápar - Geymsluhillur - Starfsmannaskápar - Lagerhillur - Verslunarhillur Þtítí típtítítítít ptítítítí og títítí títítí títítítítítítí títítí títítítí - tíytítítí títítítí títítítí! Frábærar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki - Ráðgjöf - Lausnir - Þjónusta Skemmuvegur 6 Kópavogur Sími 511-1100 www.rymi.is - Skjalaskápar - Teikningaskápar - Geymsluhillur - Starfsmannaskápar - Lagerhillur - Verslunarhillur Lager- hreinsu Frábærar lau nir fyrir stofnanir, einstaklinga og fyrirtæki vegna flutnings -25% af ÖLLUM vörum á lager 1936-2011 75 ÁR A 75 ÁR A 75 ÁR A 75 ÁR A METAL-BLÁTT GULL RÝMIS-GRÆNN BRONS Erum flutt í Brautarholt 26, 105 Reykjavík, sími 511-1100 – rymi@rymi.is – www.rymi.is • Geymslu- og lagerhillur • Skjalaskápar á hjólum • Starfsmanna- og munaskápar • Verslunarinnréttingar • Gínur og fataslár • Lagerskúffur og bakkar • Ofnar og hitakerfi • Sorpílát - úti og inni

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.