Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 29
UMfjöllUn lögmannablaðið tbl 01/11 29 fjöldi félagsmanna nálgast 900 Þann 1. mars s.l. var fjöldi félagsmanna LmfÍ kominn í 891 og nemur fjölgun milli ára tæplega 8%. að öllu óbreyttu verður fjöldi félagsmanna því kominn vel yfir 900 þegar félagið fagnar 100 ára afmæli þann 11. desember n.k. fjölgun lögmanna hefur verið nokkuð stöðug síðustu tíu ár en félagsmönnum hefur fjölgað um 51,5% á tímabilinu mars 2001 til mars 2011. Sé fjölgunin hins vegar skoðuð yfir lengra tímabil kemur í ljós að lögmönnum hefur fjölgað um 156% á síðustu 20 árum. mest var fjölgunin milli áranna 2000 og 2001 eða 11,1 %, sem sjálfsagt má rekja til þess að á þessum tíma lauk fjöldi lögfræðinga öflun málflutnings- réttinda á grundvelli eldri reglna, auk þess sem öflun málflutningsréttinda fór í fyrsta sinn fram á grundvelli nýrra reglna sem tóku gildi með lögum um lögmenn nr. 77/1998. Þessi mikla fjölgun félagsmanna er að einhverju leyti tilkomin vegna fjölgunar lagadeilda og fjölgun útskrif- aðra lögfræðinga hin síðari ár. augljóst er hins vegar að þessi þáttur skýrir ekki nema hluta þeirrar fjölgunar sem átt hefur sér stað, þar sem hún var í raun hafin meðan laganám var aðeins kennt við lagadeild HÍ. Því má kannski segja að fjölgun lagadeilda megi að einhverju leyti skýra með aukinni eftirspurn atvinnulífsins eftir lögfræði menntuðu fólki. beiðni um niðurfellingu málflutningsréttinda Í byrjun árs 2011 fór stjórn Lög manna- félagsins fram á það við innanríkis- ráðherra, á grundvelli 3. mgr. 13. gr. lögmannalaga nr. 77/1998, að mál- flutningsréttindi sjö lögmanna yrðu felld niður vegna vanskila þeirra á fjárvörslu- yfirlýsingu fyrir árið 2009, sem skila bar fyrir 1. október 2010. Í kjölfar bréfs ráðherra, þar sem hlutaðeigandi lög- mönnum var veitt tækifæri til and svara, skiluðu fimm lögmenn full nægjandi yfirlýsingu en þeir tveir sem eftir stóðu gátu hins vegar ekki gert grein fyrir vanskilum sínum og hefur innan- ríkisráðherra fellt réttindi þeirra niður. samráðsfundur með dómstólaráði fyrir nokkru var haldinn samráðsfundur með dómstólaráði. meðal þess sem rætt var á fundinum voru órökstuddar þóknunarákvarðanir dómara í einka- málum, ákvarðanir dómara um máls- varnarlaun í opinberum málum og fjárhæðir málskostnaðar í útivistarmálum. Einnig var farið yfir stöðu rafræns gagnaflutnings milli lögmanna og dómstóla, undirbúning millidómstigs, fjölföldun gagna í kærumálum í einkamálum til sendingar til Hæstaréttar, gæðamál dómstóla og stöðu trúnaðar- skyldu lögmanna m.a. í ljósi húsleitar- heimilda og haldlagningar gagna. breytingar hjá úrskurðarnefnd lögmanna Þann 1. janúar s.l. tók Valborg Snævarr, hrl. sæti sem nýr aðalmaður í úrskurðar- nefnd lögmanna í stað gests Jónssonar hrl. og grímur Sigurðsson, hrl. tók sæti sem varamaður í stað Ásgeirs thor- oddsen, hrl. kristinn Bjarnason, hrl., var kjörinn formaður í stað gests sem hafði setið í úrskurðarnefnd og gegnt formennsku frá því hún var sett á laggirnar með lögum nr. 77/1998. Stjórn Lögmannafélags Íslands þakkar fráfarandi nefndarmönnum fyrir störf í þágu nefndarinnar og þá sérstaklega gesti Jónssyni, hrl., fyrir langan og farsælan formannsferil. aðalfundur haldinn 13. maí Stjórn Lögmannafélagsins hefur ákveðið að aðalfundur félagsins og félags deildar fari fram föstudaginn 13. maí n.k. dagskrá fundarins verður auglýst síðar. Ingimar Ingason af vettvangi félagsins

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.