Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 22
22 lÖgmaNNaBlaÐIÐ tBl 02/11 Á léttUM nÓtUM af merði lögmanni Mörður er mikill aðdáandi Árna prófasts Þórarinssonar, sem hann kynntist sem ungur maður á Snæfellsnesi. Mörður telur sig, eins og Árni forðum, sennilega eina manninn á jörðinni sem kann að ala upp börn. Mörður tók að vísu mjög takmarkaðan þátt í uppeldi eigin barna þar sem barnsmæður hans stöldruðu stutt við í sambúðinni. Mánaðarleg umgengni Marðar við börnin dugði skammt til að koma þeim almennilega til manns, en mun þó hafa bjargað því sem bjargað varð. Mörður er ekki mikill aðdáandi fræðimanna almennt og sérstaklega ekki þeirra sem telja sig sérfræðinga í uppeldi og menntun barna. Síðan sérfræðingar fóru að kenna barnauppeldi hefur allt farið á verri veg. Í stað þess að halda uppi normal húsaga er börnunum gefin eiturlyf til að hafa hemil á óþekktinni. Þau sem ekki eru að drepa alla úr óþekkt eru of feit. Kurteisi og mannasiðir á undanhaldi meðan sjálfhverfa, frekja og yfirgangur þykir í góðu lagi og sýna sjálfstæði og styrk. Svo þegar á að reyna að skikka börnin til og kenna þeim góða siði í kristnum anda veifa þau einhverjum bæklingum um réttindi barna, sem eru hluti af kennsluefni í grunnskóla. Þá hafa nokkrir undarlegir menn, sem einhverra hluta vegna eru allir með sítt að aftan og tagl eða sköllóttir, stofnað til sérstaks félagsskapar til að berjast gegn guðstrú. Mörður sér í hendi sér að fá börn eiga nú orðið möguleika að komast til manns. Enda mun það vera svo að þeir sem komast á fullorðinsár eru allir illa haldnir af alls kyns sjúkdómum. Algengasti sjúkdómurinn er svokölluð áfengissýki. Nú hefur Mörður aldrei haft ólyst á víni án þess að telja sig sjúkling. Mörður hefur hins vegar alltaf talið bindindi alvarlegan sjúkdóm sem virðist arfgengur. Helstu einkenni þess sjúkdóms eru almenn leiðindi og ólíklegt er að þeir sem eru verst haldnir líti nokkurn tíma glaðan dag. Annar algengur sjúkdómur er mikill áhugi á kynlífi. Hann leggst á bæði kynin en birtingarmyndin er mismunandi. Til að reyna að halda sjúkdómseinkennum í skefjum hjá körlum hafa öll viðskipti með kynlíf verið bönnuð og allir staðir þar sem sést gæti til fáklæddra kvenna. Gamaldags daður og áreitni að hætti Marðar er einnig illa séð, eiginlega glæpsamleg. Mörður var talsvert illa haldinn af þessum sjúkdómi en sjúkdómurinn hefur tilhneigingu til að læknast af sjálfu sér með aldrinum. Nú er svo komið hjá Merði að sjúkdómseinkenna verður ekki vart lengur. Þá er ónefndur sjúkdómur sem herjað hefur á fólk seinustu misseri og nefnist offita. Líkja má þessum sjúkdómi við faraldur. Mörður hefur einkenni þessa sjúkdóms sem lýsir sér í miklum ofvexti á vömb og stækkun brjósta. Ef Mörður hyldi andlit sitt gætu margir haldið að þar væri ólétt kona á ferð. Kannski ekki glæsileg en kona samt. Sérfræðingar hafa uppgötvað nýjan sjúkdóm sem felst í tóbaksbrúki. Telst þessi sjúkdómur bráðdrepandi. Líka fyrir þá sem standa nálægt sjúklingunum. Ættmenni Marðar í beinan karllegg hafa allir tuggið og reykt tóbak frá barnsaldri en samt lifað lengur en umhverfinu fannst æskilegt. Kannski er almættið að reyna fresta komu þess fólks eins og kostur er. Til að hefta útbreiðslu þessa skæða sjúkdóms hafa nokkrir frjálslyndir stjórnmálamenn lagt til að tóbak verði aðeins selt samkvæmt læknisráði í apótekum. Sennilega verður bætt við vörum eins og áfengi, klámblöðum og hamborgurum og frönskum til að hefta útbreiðslu hinna sjúkdómanna. Mörður hefur þegar skráð sig í apótekarafræði við HÍ í haust. Kannski verður Mörður loksins ríkur. Við öflum fyrir þig Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is Íslensk verðbréf eru sjálfstætt og sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem þjónað hefur einstaklingum og fagfjárfestum frá árinu 1987. Íslensk verðbréf eru staðsett á Akureyri og jafnframt með skrifstofu að Sigtúni 42 í Reykjavík sem þjónar viðskiptavinum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Leitar þú að traustum og óháðum aðila til að ávaxta fjármuni þína? Kynntu þér málið á www.iv.is eða hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700. Hver ávaxtar peningana þína?

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.