Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 30
30 lÖgmaNNaBlaÐIÐ tBl 02/11 Aðsent efni Jens PétUr Jensen, frAMkVæMDAstJÓri internets Á ÍslAnDi Hf (isniC). lén fyrirtækja oft verðmæt réttindi til athugunar fyrir bústjóra og aðra umboðsmenn Með ÞeSSUM GreinarStÚF vil ég benda lesendum Lögmannablaðsins á nokkur mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga varðandi umsýslu .is-léna, en um rekstur þeirra sér iSniC (iS network information Center). vörumerkið Coca-Cola var þar til fyrir fáum árum álitið vera verðmætasta vörumerki heims. Frá árinu 2007 nefna flestir sérfræðingar á þessu sviði hins vegar Google sem verðmætasta vöru- merki heims og innan tíðar gæti það orðið Facebook. Munurinn á vöru- merkjunum Google og Facebook annars vegar og Coke hins vegar, er sá að Google og Facebook er ekki hægt að nálgast annars staðar en á internetinu. aðeins með því að kalla lénin (e. domains) þeirra upp í vafra, t.d. google. is, fær maður notið þjónustunnar. Meginatriðið varðandi örugga með- höndlun léns er að skráningar upplýsingar þess séu réttar á öllum tímum í rétt- hafaskrá iSniC (oft kölluð „Whois“) en rétthafi lénsins er ábyrgur fyrir því að svo sé. Skráningarskírteini allra .is-léna má skoða með því að rita nafn lénsins ásamt .is-endingunni inn í Whois- leitargluggann, sem er staðsettur efst til hægri á vef iSniC (www.isnic.is). Svonefndur „tengiliður rétthafa“ léns (oftast rétthafinn sjálfur) hefur tæknilega séð full umráð yfir léninu. Þetta þýðir t.d. að hann getur breytt öllum skrán- ingarupplýsingum lénsins í rétthafa- skránni, þ. á m. getur hann skipt um rétthafa lénsins hvenær sem er. aðrir tengiliðir lénsins hafa minni réttindi. allir geta skráð sig sem tengilið og fengið notandanafn á vef iSniC (svonefnt niC-auðkenni) en það er nauðsynlegt að hafa til að geta orðið „tengiliður léns“ og til að geta skráð .is-lén. engin tæknileg kunnátta er nauðsynleg til að skrá lén eða gerast tengiliður léns. læsing léns Fyrir bústjóra þrotabús sem skráð er fyrir verðmætum lénum kann að vera nauðsynlegt að gera eftirfarandi: Í fyrsta lagi að yfirtaka hlutverk „tengiliðs rétthafa“ og öðlast þar með umráð yfir lénunum og í öðru lagi að skipta um rétthafa þeirra léna sem í hlut eiga og skrá þrotabúið fyrir þeim á meðan á gjaldþrotameðferð stendur. Sé hins vegar uppi deila um réttinn til lénanna, sem vísað hefur verið til viðeigandi yfirvalda, getur bústjóri látið læsa skráningarupplýsingum lénsins hjá iSniC. Læsing léns er nýlegur þjónustu- liður sem sótt er um með rafrænum hætti á vef iSniC. Læsingin er í sjálfu sér neikvæð aðgerð gagnvart rétthafanum (viðskiptamanni iSniC) og til þess eins ætluð að koma í veg fyrir rétthafaskipti léns á meðan á málsmeð ferð stendur. Því er það sem læsingin er framkvæmd án vitundar rétthafans (læsingar- þolandans), þ.e.a.s. hann fréttir fyrst af henni eftir að hún er orðin. Læsing léns felur í sér að ekki er hægt að skipta um rétthafa þess, en lénið heldur eigi að síður tæknilegri virkni sinni, s.s. gagnvart tölvupósti og vef (heimasíðu). Læsingin gildir fyrst í allt að 6 mánuði og hana má framlengja einu sinni um jafnlangan tíma án þess að leggja fram ný gögn. Læst lén verður opnað þegar sættir takast í deilu, eða þegar dómur eða úrskurður yfirvalds liggur fyrir. Læsingar- beiðandi verður sjálfkrafa nýr rétthafi lénsins vinni hann málið, eða ef læsingarþolandi samþykkir sátt með því að smella á þar til gerðan takka sem er virkur á hans notandasvæði í iSniC- kerfinu á meðan á læsingu lénsins stendur. Lögmenn, bústjórar og aðrir umboðs- menn rétthafa léna eru hvattir til að kynna sér reglur og vefþjónustu iSniC, t.d. með því að skrá lén sjálfir, en slíkt kostar ekkert skilji menn nýskráð lén eftir ógreitt í biðröð nýrra léna. Þá er sjálfsagt mál fyrir lögmenn að vera sjálfir skráðir sem tengiliður rétthafa eigin léna. iSniC veit nokkur dæmi þess að lén hafi tapast úr þrotabúum vegna athugunarleysis bústjóra, sem er óþarfi. eins og dæmin tvö í byrjun greinarinnar sýna verða réttindi til léna sífellt verðmætari eftir því sem internetinu vex fiskur um hrygg.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.