Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 26
26 lÖgmaNNaBlaÐIÐ tBl 02/11 í fYrrI greIN minni um mál þórs Kolbeinssonar gegn íslenska ríkinu sem birtist í 1. tbl. lögmannablaðsins 2011 voru helstu málavextir reifaðir í dómi efta dómstólsins í máli nr. e-2/10 auk þess sem greint var frá svörum efta dómstólsins til Héraðsdóms reykjavíkur. í seinni grein minni mun ég bæði fjalla um fyrrgreindan dóm efta dómstólsins og nýfallinn dóm Héraðsdóms reykjavíkur frá 5. apríl 2011 þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum þórs. ég er í verulegum atriðum ósammála forsendum dómsins og tel hann ganga í berhögg við álit efta dómstólsins. Hið takmarkaða rými sem ætlað er fyrir grein af þessu tagi í lögmannablaðið veldur því að aðeins er hægt að stikla á stóru í umfjölluninni hér á eftir. forsendur dómsins Sýknuástæður Héraðsdóms reykjavíkur eru reifaðar í alllöngu máli en kjarni röksemda dómsins eru í eftirfarandi forsendum: „Hér verður að líta til meginreglunnar sem fram kemur í 116. gr. laga um meðferð einkamála, um að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnisins og hafi fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greini þar til hið gagnstæða er sannað. Enn fremur verður að leysa úr framangreindu álitaefni með tilliti til reglunnar um að dómsúrlausn er ávallt háð því hvernig mál hefur verið lagt fyrir dóminn í samræmi við fyrirmæli í 2. mgr. 111. gr. sömu laga. Af dómi Hæstaréttar verður ekki ráðið að ókleift hafi verið að leggja til grundvallar við úrlausn málsins þau markmið sem stefnandi vísar til í formála tilskipunarinnar vegna þess að hún hefði ekki verið innleidd í íslenskan rétt. Að þessu virtu er ekki fallist á þau rök stefnanda að með dómi Hæstaréttar hafi verið sýnt fram á að framangreint ákvæðið hafi ekki verið réttilega innleitt í íslenskan rétt. Röksemdum stefnanda fyrir því að með þessu hafi verið sýnt fram á brot, sem stefnandi lýsir og telur að leiði til skaðabótaskyldu stefnda gagnvart honum, er því hafnað“. Í fyrsta lagi er ljóst að 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála (eml.) getur ekki haft nein áhrif í máli Þórs gegn íslenska ríkinu nema hvað varðar sönnunargildi um málsatvik. Dómur Hæstaréttar frá 20. desember 2005 í máli Þórs kolbeinssonar gegn Ístaki hf. er milli annarra aðila og fjallar um annars konar sakarefni en til meðferðar er í máli Þórs gegn íslenska ríkinu. Það, að leggja til grundvallar málsatvik eins og þau voru talin vera í dómi Hæstaréttar frá 20. desember 2005, hefur undir engum kringumstæðum þær afleiðingar að til sýknu leiði né leggur það neins konar grunn að sýknu. Í öðru lagi er tilvísun dómsins til 2. mgr. 111. gr. eml. algerlega óskiljanleg með vísan til þess að meginþungi málatilbúnaðar Þórs í málinu gegn Ístaki var byggður á tilskipununum tveimur. Það vekur raunar sérstaka athygli að Hæstiréttur skyldi ekki í dómi sínum 20. desember 2005 minnast einu orði á tilskipanirnar tvær, jafnvel þó meginþungi málatilbúnaðar Þórs væri byggður á þeim. Í þriðja lagi fæst ekki séð að neinu máli skipti um það sakarefni sem til úrlausnar er í málinu þó mögulegt hafi verið dómur efta dómstólsins í máli nr. e-2/10 og dómur Héraðsdóms reykjavíkur í máli nr. e-10868/2009 þór Kolbeinsson gegn íslenska ríkinu – seinni grein Aðsent efni stefÁn Geir ÞÓrisson Hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.