Lögmannablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 8
8 lögmannaBlaðið TBl 04/12 Á léttUM nÓtUM Hinir MargVíslegu og fjölbreyttu textar biblíunnar eru innblástur í dagsins önn. nálgunin við þá helgu bók sem við leikmenn þekkjum er svolítið upphafin og hátíðleg, framandi hversdagslífinu. en það þarf ekki að leita lengi í biblíunni til að finna einmitt það hversdagslega. í bókum biblíunnar má finna mörg og ólík sjónarhorn á lífið og tilveruna. eitt sjónarhornið er matur og veislur, borðhald og samfélagið við borðið. biblían er full af lýsingum á hversdagslegu lífi, margir textar fjalla um mat, veisluhöld og einnig fábrotnara og hversdagslegra borðhald. etið, drekkið og verið glöð ­ það er lífsspekin í borðhaldinu sem gott er að hafa í huga. Það er svo gefandi að setjast saman til borðs og borða saman, næra líkama og sál. Þau sem hafa gaman að elda og elda af ástríðu, þekkja tilfinninguna sem fylgir því að krydda matinn með kærleika og gleði. Þá verður uppskeran við matarborðið ríkuleg. á gleðiríkan og gjöfulan hátt uppfyllir það einhverja frumþörf að gefa fólki mat og búa til samfélag við matarborð. Þá er maður bæði sá sem gefur og þiggur sem er besta hlutskiptið því það er hvorki nærandi né uppbyggilegt að vera bara annaðhvort. orð, krydd og kærleikur er nestið sem gestirnir taka með sér frá máltíðinni ef vel tekst til. Matur er meira en bara magafylli, matur er minning, tilfinning, kærleikur. Við munum eftir mömmumatnum sem við reynum svo að bera á borð fyrir okkar fjölskyldu. Útkoman getur svo orðið allt önnur þó uppskriftin sé sú sama, það er svo erfitt að búa til mælieiningu fyrir kærleikann og góðu tilfinningarnar sem sáldrað var yfir réttinn í ómældum dössum á meðan eldað var. máltíð er ekki bara matur í aðdraganda jóla er matarstúss og veislugleði meira áberandi en á öðrum tímum ársins. á aðventunni, þessum hlýja og alltumlykjandi myrkurtíma, reynum við að gefa okkur tíma til að setjast niður með góðum vinum og fjölskyldu og njóta kræsinga og samveru. á jólunum sest svo fjölskyldan saman og borðar, borðhaldið er gjarnan í mjög föstum skorðum og flest hafa á því einhverja skoðun hver er hinn fullkomni og eini sanni jólamatur. en hver svo sem matseðillinn er þá er samfélagið lykilatriði, nærveran við ástvini. borðhaldið verður miðpunkturinn í hátíðahöldunum. í fjölskyldum þar sem hversdagslega er ef til vill borðað á ýmsum tímum eftir önnum og áhugamálum hvers og eins, verður borðhaldið í sjálfu sér helgistund sem ekki má trufla. utanaðkomandi áreiti sem við leyfum að trufli okkur í hversdeginum eru víðs fjarri og við lifum í núinu. Máltíðin er ekki bara matur heldur fólkið sem við neytum hennar með, samfélagið hvort sem það er lítið eða stórt. Þó meira sé lagt í matargerðina til hátíðabrigða þá er jafn mikilvægt og endranær að njóta matargerðarinnar á afslappaðan hátt. liljur vallarins og fuglar himinsins geta leiðrétt kúrsinn ef þarf: orð, krydd og kærleikur eftir kristínu Þóru Harðardóttur hdl. Hvort sem þið því etið eða drekkið eða hvað sem þið gerið, þá gerið allt guði til dýrðar. (Úr 1.Korintubréfi) Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? Og hví eruð þér áhyggjufull um klæðnað? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins sem í dag stendur en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlítil! .... Hafið því ekki áhyggjur af morgun­ deginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. (Úr 6. kafla Mattheusarguðspjalls)

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.