Lögmannablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 28
28 lögmannaBlaðið TBl 04/12 Aðsent efni HrAfn BrAGAsOn fyrrVerAndi HæstAréttArdÓMAri í síðasta Hefti lögmannablaðsins er birt grein eftir núverandi formann lögmannafélagsins undir ofangreindri fyrirsögn. gerir hann þar athugasemd við umsagnir dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómarastörf síðast þegar á reyndi. Ég hef ekki haft tækifæri til að sjá umsögn nefndarinnar. Miðað við umsækjendurna geri ég ráð fyrir að hún hafi að flestu leyti verið jákvæð. Það sem rekur mig til þessara skrifa er miklu frekar að ég hef lengi komið að þessu efni og sat á tímabili í dómnefnd um hæfni umsækjanda um héraðsdómaraembætti. Forsagan fljótlega eftir að stétt umboðsstarfalausra dómara myndaðist við héraðsdómstólana, fyrst í reykjavík og síðar utan höfuð­ staðarins, fóru þeir að berjast fyrir því að umsagnarnefndum varðandi umsækjendur um dómaraembætti yrði komið á fót. sýslumenn, sem áður höfðu haft yfirumsjón með dómstörfum auk umfangsmikilla umboðsstarfa, höfðu lengi haft mikil tengsl við stjórn málaflokkana en nú myndaðist dómarastétt sem eðlilegt var að krefjast að sæti á hliðarlínunni og horfði á þjóð­ félagsátök úr nokkrum fjarska. Þetta leiddi óhjákvæmilega til þess að tengsl þessara dómara við stjórnmálaöflin í landinu urðu lítil og þeir sáu að með óbreyttri tilhögun gæti það orðið til þess að þeir og aðrir slíkir hefðu ekki sömu aðstöðu og aðrir umsækjendur um dómaraembætti. sá er þessar línur ritar tók sem héraðsdómari þátt í þessari baráttu og átti síðar sem þátttakandi í réttarfarsnefnd aðild að tillögugerð um slíka nefnd þegar réttarfarsumbæturnar um og eftir 1990 voru á teikniborðinu. Þegar umsagnarnefndinni var komið á laggirnar þótti eðlilegt að Hæstiréttur færi að gefa miklu ítarlegri umsagnir en áður um umsækjendur um dómara­ embætti við réttinn. eðlilega voru umsækjendur misjafnlega ánægðir með þessar umsagnir en nokkur sátt ríkti þó um þær í byrjun. í dómsmálaráðherratíð björns bjarnasonar urðu svo sem kunnugt er slík átök um veitingu dómaraembætta að talið var rétt að létta nokkuð ábyrgð Hæstaréttar á umsögnum um umsókn­ irnar og fá fleiri en hæsta réttar dómara að verkinu. Því var efnt til núverandi skipunar. áður en að því kom hafði ég gert samantekt um sjónarmið við veitingu dómaraembætta sem birt var í tímariti lögfræðinga 1/2006. sú samantekt bar vissulega einhvern keim af skoðunum mínum en var samt aðallega byggð á ríkjandi viðhorfum hjá evrópuráðinu, á norðurlöndum og við Hæstarétt íslands. Þessi grein mun m.a. hafa verið höfð til hliðsjónar við samningu að frumvarpi því sem varð að lögum nr. 45/2010. samanburður við nágranna á norðurlöndum sem hér tíðkaðist lengi að hæstaréttardómarar komu að verulegu leyti úr annarri opinberri þjónustu þótt nokkrir fyrrum lögmenn væru oftast í dómarahópnum. Það er því tæpast rétt sem kemur fram í grein formannsins að í þjóðfélögum sem við viljum bera okkur saman við hafi fyrrum lögmenn verið áberandi í hópi dómara hæstarétta. Það á miklu frekar við engilsaxneskar þjóðir, en réttarkerfi og viðhorf til réttarins er svo sem kunnugt er nokkuð annað þar en á norðurlöndum. Þar er dómskerfið miklu meira byggt á kviðdómum, sumstaðar jafnvel bæði í sakamálum og einkamálum. Þetta hefur óhjákvæmilega bæði áhrif á málflutning og samningu dóma og gerir dómskerfið meira miðað að málflutningnum. á norðurlöndum verður málflutningurinn fræðilegri, og dómasamningin einnig, og því ekki síður sóst eftir umsækjendum með mikla reynslu á sviði dómstarfa og mat á hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.