Lögmannablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 13
lögmannaBlaðið TBl 04/12 13 UMfJöllUn Hvað kostar starfsábyrgðartrygging lögmanna? að meðaltali greiða lögmenn á bilinu 120­250 þúsund á ári í iðgjöld fyrir lágmarks trygginguna, með hliðsjón af áhættumati vátrygg­ ingafélagsins sem á í hlut. flest vátryggingafélögin bjóða upp á tvær leiðir í starfsábyrgðartryggingu lögmanna. annars vegar er reiknað fast iðgjald fyrir hvern lögmann og viðbótargjald fyrir hvern fulltrúa og hins vegar sameiginleg trygging lögmanna samkvæmt reglugerð nr. 200/1999. Þá er miðað við lág marks fjárhæð reglugerðar um starfsábyrgðartryggingu lögmanna en tekið ákveðið iðgjald fyrir fyrsta lögmann og svo ákveðið hlutfall af iðgjaldi reiknað fyrir hvern lögmann umfram þann fyrsta, auk viðbótargjalds fyrir fulltrúa. sameiginleg trygging lögmannsstofa með sex lögmenn, tvo fulltrúa og aðstoðarfólk greiðir fyrir sameiginlega starfs­ ábyrgðartryggingu árið 2012 kr. 360.000,­. eigin áhætta er 10% í hverju tjóni, að lágmarki kr. 650.000,­ að hámarki kr. 1.900.000,­ Hámarksbætur á vátryggingarárinu eru 49 milljónir. einyrki einyrki með starfsábyrgðartryggingu fyrir árið 2012 greiðir kr. 106.500,­ eigin áhætta er 256.500 í hverju tjóni. Hámarksbætur á vátrygg­ ingarárinu eru 34 milljónir. alveg ljóst að það stoðar lítið að benda á aðra þegar lögmaðurinn sjálfur stýrir eigin lögmannsstofu. Mér sýnist þó að þetta séu oftast mál þar sem einfaldlega hefur gleymst að huga sérstaklega að frestum. eitthvað sem lögmenn eiga að vita að getur skipt miklu máli en einföld mistök verða til þess að frestur rennur út án aðgerða. í öðrum tilvikum er yfirsýn lögmanns yfir þau mál sem hann er með í gangi ekki nægilega mikil eða viðkomandi er ekki nægilega skipulagður. Til hvaða ráða er hægt að grípa til að breyta þessari þróun? í upplýsingatæknisamfélagi nútímans eru auðvitað margar leiðir til hjálpar við að halda utan um mál og hver staða þeirra er. Ég held að flestar lögmannsstofur hér á landi séu mjög meðvitaðar um mikilvægi þess að hafa upplýsingakerfi, einhvers konar málaskrár, þar sem upplýsingar um mál eru skráðar þannig að auðvelt sé að hafa yfirsýn yfir þau. Það þarf auðvitað samt að gæta þess að í kerfin fari upplýsingar og þá réttar og uppfærðar upplýsingar. Hvernig sem kerfið er eða hvort lögmenn eru að notfæra sér upplýsingatækni af nýjustu sort eða af eldri sort þá er alla vega ljóst að gott skipulag í rekstrinum hlýtur að kalla á vandaðri vinnubrögð. Þar sem mikill hluti tjónamála tengist því að lögmenn eru að klikka á tilkynningar­ eða fyrningarfresti hlýtur að kalla á það að þróunin verði sú að vátryggingafélög líti frekar til þessa í áhættumati vegna verðlagningar starfsábyrgðartrygginga. Þeir lögmenn sem sýna skipulag í rekstri og að þeir séu með gott upplýsinga­ eða gæðakerfi vegna þeirra mála sem þeir eru að vinna hverju sinni fái þá hagstæðari kjör en þeir sem ekki sýna það. Eru lögmenn að kaupa aukatryggingar í nógu miklum mæli og hvernig tryggingar eru það þá? Það er alveg ljóst að lögmenn sem sjálfstæðir atvinnurekendur þurfa auðvitað að huga að því hvernig þeir eru í stakk búnir til að mæta fjárhagslegum áföllum vegna veikinda eða slysa og blasir við að kaupa einhvers konar persónu tryggingar hjá vátryggingafélagi til að mæta slíku. að öðru leyti gildir um rekstur lögmanna eins og annarra að þeir þurfa að meta sjálfir hvaða fjárhagslegu áföll þeir geta mögulega borið sjálfir, hvort og hvaða vátryggingarvernd þeir geti mögulega keypt vegna þeirra áfalla sem fyrirséð er að þeir geti ekki borið sjálfir. Ég minni á hversu mikilvægt fjárhagslegt sjálfstæði lögmanna er í ljósi orðalags 2. tl. 1. mgr. 6. gr. laga um lögmenn þar sem kemur fram að lögmannsréttindi séu háð því sá sem þau sækir hafi aldrei sætt því að bú hans sé tekið til gjaldþrotaskipta. alvarleg fjárhagsleg áföll geta því sett miklu meira strik í reikning lögmanna en annarra. Ég get ekki svarað því með tæmandi hætti hvaða vátryggingar lögmenn eru almennt að kaupa en hvet alla til að kynna sér þau mál vel og reglulega. eins og ég sagði áðan þá virðist „trendið“ vera þannig að æ fleiri lögmenn eru að hækka fjárhæðir starfsábyrgðartrygginga sinna. Það má einnig velta fyrir sér hvort lögmenn nýti sér að einhverju leyti heimild í lögum um lögmenn til þess að takmarka skaðabótaábyrgð sína í einstökum málum eins og þeim er heimilt að gera skv. 4. mgr. 25. gr. Það má sjá þessa dæmi í einhverjum gjaldskrám lögmannsstofa en mér er ekki kunnugt um að það reyni mikið á þetta í samningum. EI.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.