Lögmannablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 11

Lögmannablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 11
lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 11 lAGADAGUr 2013 má ekki afskrifa alla gagnrýni Að loknum framsöguerindum tóku við pallborðsumræður með þeim dr. Guðmundi sigurðssyni deildarforseta lagadeildar háskólans í reykjavík, kristínu edwald hrl. og formanni Lögfræðingafélags íslands, hirti O. Aðalsteinssyni dómstjóra héraðsdóms suðurlands og formanni dómarafélags íslands og jónasi Þór Guðmundssyni hrl. og formanni Lögmannafélags íslands. hjá Guðmundi kom meðal annars fram að hann teldi menntun lögfræðinga í dag vera þannig að þeir væru betur undir það búnir að takast á við verkefnin sem bíða. Mikilvægt væri að einskorða lögfræðinámið ekki við að sem flestir næðu „hdl­námskeiðinu“ heldur yrði að hafa í huga að lögfræðin væri víðtækari og lögfræðinám væri góð grunnmenntun. kristín tók fram að hún teldi klassíska námið henta best en vék einnig að umræðu um stöðu lögfræðinnar og traust á stofnunum. hún sagði að stéttin yrði að gæta sín á því að afskrifa ekki alla þá sem vantreysta kerfinu sem bloggara og vitleysinga, heldur bregðast við umræðunni. hjörtur greindi frá því að hjá dóm­ stólum væri nú til skoðunar að setja siðareglur og reglur um að birta hagsmunatengsl en einnig væri verið að skoða reglur um birtingu dóma. jónas Þór sagði að það gleymdist oft í umfjöllun um störf lögmanna að þeir væru bundnir af siðareglum lögmanna ásamt því að vera skyldugir til að hafa starfsábyrgðartryggingu. Þetta tæki t.d. ekki til starfa lögfræðinga en engu að síður sæi Lögmannafélagið sífellt fleiri dæmi um að lögfræðingar auglýsi þjónustu sem lögmenn einir geta sinnt. Nokkrar umræður urðu í lokin þegar framsögumenn og gestir í pallborði svöruðu spurningum en Ása ólafsdóttir lektor við lagadeild háskóla íslands stýrði málstofunni. Árni Helgason hdl. lagadagurinn hefur öðlast sess í hugum lögfræðinga og að þessu sinni sóttu 440 dagskrána um daginn. BrYddAð VAr á þeirri nýjung að bjóða upp á nýjungar í lögfræði að morgni lagadags. dr. Natalia Loukacheva, gestaprófessor við háskólann á Akureyri hélt erindi sem hún nefndi „polar law and major developments“ þar sem hún fjallaði um hnattræna hlýnun og málefni norðurslóða. páll Ásgeir davíðssson LL.M, frkvstj. Vox Nature hélt að því búnu erindi um samspil loftlagsbreytinga, jökla og mannréttinda. hrefna friðriksdóttir dósent við lagadeild háskóla íslands og stjórnarformaður rannsóknastofnunar Ármanns snævarr um fjölskyldumálefni kynnti þverfaglega nálgun lögfræði og annarra fræðisviða á fjölskyldumálefnum. fundarstjóri var Ágúst Þór Árnason formaður lagadeildar háskólans á Akureyri. F.v. Hrefna Friðriksdóttir, Páll Ásgeir davíðsson, Ágúst Þór Árnason og natalia loukacheva. nÝJungar Í lÖgFræÐi ljósmynd: Þorkell Þorkelsson. lj ós m yn d: Þ or ke ll Þo rk el ss on .

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.