Lögmannablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 19
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/15 19 UMFJÖLLUN eftir að fyrningalögum var breytt 2008. Ekkert vit er í því að ríkið sé að kosta til vinnu dómara við að fara í gegnum mikla sönnunarfærslu ef málið getur fallið á fyrningu. Það sama gildir um þann sem er stefnt en hann á ekki að þurfa kosta til fjármunum þegar málið hefði aldrei átt að komast lengra,“ sagði hann. Munnlegar matgerðir Í 5. og 6. gr. frv. er gert ráð fyrir því að mögulegt sé að viðhafa munnlegar mats- og skoðunargerðir. Matsmanni ber síðan að kröfu aðila að koma fyrir dóm til að gefa skýrslu til skýringar og staðfestingar á matsgerðinni. Skúli taldi þetta mjög skynsamlegt skref í þá átt að létta á mats- og skoðunargerðum í minniháttar málum: „Matsmaðurinn fær matsspurningu og boðar til matsfundar að viðstöddum aðilum. Síðan verður skýrslutaka fyrir dómi um afstöðu matsmanns en hægt yrði að fá svör matsmanns útprentuð ef menn vilja fara fram á yfirmat,“ sagði hann. Skúli taldi að sá möguleiki ætti að vera til staðar að svör matsmanns við matsspurningum væru skráð í þingbók af dómara í stað þess að matsmaður legði þau fram í sérstöku skjali, eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Stefán taldi að með þessu yrði matsferlið skilvirkara og ódýrara, sem gæti stundum verið til bóta: „Sum mál þola ekki mikinn kostnað en eins og ég skil frumvarpið þá mun matsmaðurinn skila svörum við spurningum en síðan yrði hægt að spyrja hann út í forsendurnar,“ sagði hann en benti hins vegar á að stundum væri það þannig að lögmaður, áður en matsmaður kæmi fyrir dóm og gæfi skýrslu, þyrfti að leita til sérfræðings til að fá álit á matsgerð í flóknum málum, þ. á m. forsendum matsgerðar, og það væri ekki hægt þegar hann vissi ekki hverjar forsendurnar væru fyrr en í skýrslutökunni sjálfri. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. kvaddi sér hljóðs í umræðum og lýsti yfir áhyggjum af lausung sem væri viðhöfð í sambandi við matsmenn og matsgerðir. Ef farið yrði að heimila munnlegar matsgerðir í einhverjum mæli væri enn verið að auka þá lausung og að fara þyrfti varlega í breytingar. Eiríkur Tómasson, hæstaréttardómari og formaður réttarfarsnefndar, benti í lokin á að breytingartillögur um munnlegar matsgerðir væru fyrst og fremst hugsaðar til notkunar í einföldum málum, svo sem í neytendamálum. Með munnlegum matsgerðum opnaðist sú leið að lækka kostnað við dómkvaddan matsmann og yrði það mikil réttarbót í einfaldari málum. Frávísun Í 8.gr. frv. er gert ráð fyrir að ef stefndi krefst þess að máli sé vísað frá dómi Arnfríður Einarsdóttir stjórnaði fundi. Skúli Magnússon. Stefán A. Svensson. Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík Sími 414 4100 · Fax 414 4101 · www.law.is LIT ehf. Ingi Tryggvason hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.