Lögmannablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 33

Lögmannablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 33
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/15 33 AÐSENT EFNI að í raun og veru er annað og miklu umfangsminna internet í Kína en í flestum öðrum löndum. Lén er heimili og heimilisfang á netinu Skammstöfunin www stendur fyrir „world wide web“, sem á íslensku nefnist Veraldarvefurinn, eða bara „vefurinn“. Vefurinn er samheiti yfir ótölulegan fjölda vefsíðna (vefskjala) sem geta ýmist staðið einar og sér, eða verið hluti af stærri heild. Finna má marga litla vefi og alls kyns vefþjónustur undir þekktum lénum á borð við ruv.is, visir.is, mbl.is eða google.com svo dæmi séu tekin. „Vefur“ og „lén“ eru semsagt sitthvor hluturinn. Tölvupóstþjónusta er líklega mun stærri þjónusta á heildina litið en vefþjónustan (vefurinn). Þegar lokað er á vefslóðir þá er jafnframt lokað á lén og þar með á alla þjónustu sem á léninu hvílir og hvíla kann - líka tölvupóstinn. Þá reiða IP-símkerfi nú til dags að hluta til á lén. Þetta vill gleymast. ISNIC fékk á sínum tíma óformlegt erindi um að loka léninu istorrent.is og hafnaði því. Í símtali við viðkomandi embætti, og öðru við lögmann sækjanda, spurði ISNIC hvort rétthafi lénsins hafi með dóminum líka verið bannað að senda og taka á móti tölvupósti á istorrent.is. Aldrei var farið fram á lokun lénsins istorrent.is eftir þetta, en viðkomandi rétthafi fékk hins vegar á sig þungan dóm fyrir að deila efni á vefsíðu. Lén er í senn heimili og heimilisfang á Netinu, ekkert annað. Ef það er rétt skráð af viðkomandi rétthafa (skoðið t.d. skráningu eigin léns í Whois glugganum efst á www.isnic.is) er hægur vandi að hafa uppi á ábyrgðarmanninum (rétthafanum) og gera hann ábyrgan fyrir þjónustunni, sem veitt er á viðkomandi vef. Það dugar ekki að hengja bakarann þegar smiðnum er um að kenna. Alþjóðlegt fyrirtækjanet PwC er alþjóðlegt fyrirtækjanet sem þjónustar fyrirtæki og stofnanirmeð ráðgjöf á sviði skatta, lögfræði og fjármála auk endurskoðunar. pwc.is Leiðrétting Í 4. tbl. Lögmannablaðsins 2014 misritaðist orðalag ályktunar sem samþykkt var á félagsfundi í Lögmannafélagi Íslands þann 26. nóvember 2014. Rétt útgáfa ályktunarinnar hljóðar svo: „Fundurinn ályktar að lögmanni sé rétt og geti eftir atvikum verið skylt að hafa samband við vitni í máli. Hafi lögmaður samskipti við vitni ber honum að gæta tillitsemi og forðast að hafa áhrif á framburð vitnis. Lögmenn sem gæta að þessu gæta faglegra vinnubragða og sem samrýmast þeim siðareglum sem gilda um störf þeirra. Stjórn félagsins er falið að vinna áfram að þeirri tillögu sem liggur fyrir fundinum um breytingar á siðareglum félagsins þessu til staðfestu“.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.