Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 26
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Maturinn sem börn í leikskólum í Reykjavík fá uppfyllir ekki opinber manneldismark- mið. Þetta hef ég sjálfur sannreynt með því að bera saman matseðla í leikskóla dóttur minnar og þau næringarviðmið sem finna má í Handbók fyrir leikskólaeldhús sem Lýðheilsustöð (nú Landlæknir) gefur út og matráðum leikskóla er ætlað að starfa eftir. Þetta hafa embættismenn Reykjavíkur- borgar líka staðfest í samskiptum sínum við foreldraráð leikskólans Sunnufoldar í Grafarvogi. Upphæð til kaupa á hráefni á að vera um 250 kr. á barn á dag! Starfsfólk leikskólans Sunnufoldar hefur gert úttekt á þessu, en til þess að uppfylla manneldismarkmið þarf fjármagn til hrá- efnisinnkaupa að vera um 415 kr. á barn á dag. Þennan mun þarf að brúa. Þess vegna skýtur það skökku við, að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem var lögð fram í síðustu viku sé gert ráð fyrir 7,5% lækkun vegna hráefniskaupa í mötu- neytum leikskóla. Ef þetta gengur eftir þá verður 36 milljónum kr. minna eytt í mat handa leikskólabörnum í Reykjavík á næsta ári. Þessari lækkun verður náð fram með hagræðingu er sagt. Það er sjálfsagt að fara vel með opinbert fé, en af hverju mega ekki leikskólabörnin njóta góðs af hagræðing- unni í betri mat? „Hvar vilt þú skera niður til að börnin fái að borða?“ gæti einhver spurt. Svarið er augljóslega: „Hvar sem er annars staðar.“ Við getum ekki ákveðið það bara sisona að víkja frá opinberum manneldismarkmiðum, sérstaklega ekki þegar börn eiga í hlut. Um þetta höfum við eiginlega ekkert val. Foreldrar borga fyrir mat barnanna með leikskólagjöldum, sem samanstanda af námsgjaldi og fæðisgjaldi. Nú er lagt til að lækka námsgjald í leikskólum. Liggur þá ekki beint við að hækka fæðisgjaldið á móti þannig að við getum bætt matinn í leikskól- anum? Eru borgarfulltrúar tilbúnir til þess að styðja þá hugmynd? Það er kannski of djúpt í árinni tekið að segja sem svo að verið sé að innleiða „Oli- ver Twist-kúrinn“ í leikskólum í Reykjavík, en ef það væri hið yfirlýsta markmið þá mundi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 teljast „skref í rétta átt“. Oliver Twist-kúrinn SAMFÉLAG Kristinn Tryggvi Þorleifsson faðir leikskólabarns í Reykjavík O ft hafa ráðherrar glímt við vanda í starfi og sagan geymir mörg dæmi um slíkt. Staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er erfið og erfiðari en þekkst hefur í langan tíma. Lekamálið hefur reynst henni erfitt og hún á eftir að vinna sér traust víða, fari svo að hún gefist ekki upp. Ráðherrar þurfa ekki endilega að hafa brotið lög eða verið dæmdir sekir til að þeir verði að huga að stöðu sinni. Jafnvel segja af sér. Slíkt þekkist í öðrum löndum, en er fáttítt hér. „[É]g vil nota tækifærið og hvetja eindregið kollega mína, fyrr og síðar, til þess að viðhafa svipuð vinnubrögð og ég hef gert og opinbera stjórnsýslu sína,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson þegar hann sagði af sér ráðherradómi fyrir réttum tuttugu árum. Hann hafði falið Ríkisendurskoðun að gera úttekt á störfum sínum. Ríkisendur- skoðun gerði athugasemdir við nokkur verk ráðherrans. Guð- mundur Árni sjálfur gerði ekki mikið úr þeim athugasemdum. Ríkisendurskoðun skoðar ekki embættisfærslur Hönnu Birnu. Hún er ekki grunuð um að hafa farið frjálslega með peninga eða gert vel við fólk eða félög á ríkisins kostnað. Nei, það er annað og kannski engu betra í hennar tilfelli. Hanna Birna bíður álits umboðsmanns Alþingis þar sem hann fjallar um embættisfærslur hennar og hvort hún hafi gengið of langt þegar hún fundaði með lögreglustjóra meðan ráðuneytið sætti opinberri rannsókn. Að hún hafi sem dómsmálaráðherra reynt að hafa, eða hafi haft, áhrif á rannsókn lekamálsins. Finni hann að verkum hennar, sem almennt er reiknað með miðað við það sem á undan er gengið, versnar staða hennar enn frekar og þá fýkur eflaust í flest skjól. En hvers vegna sagði Guðmundur Árni af sér, ef hann sá fátt athugunarvert við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar? Hann sagði að umfjöllun fjölmiðla og annarra um sig og störf sín, sem hefði sjaldnast byggst á málavöxtum heldur fyrst og síðast á endur- tekningum, hefði augljóslega skaðað sig og haft skaðvænleg áhrif á störf sín í félagsmálaráðuneytinu. Með því að biðjast lausnar frá embætti félagsmálaráðherra sagðist Guðmundur Árni hafa brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. Hann hefði tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og sagt af sér embætti án sakarefna og þrýstings eftir að hafa ráðfært sig við fjölmarga stuðningsmenn sína sem hefðu látið í ljós mjög misjafnar skoð- anir á málinu. Stöldrum við hér. Guðmundur Árni sagði af sér vegna þess að henn hefði ákveðið að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og sagt af sér án sakarefna og þrýstings. Þetta er merkilegt þegar staða Hönnu Birnu er metin. Hvaða hagsmunir eru mestir? Hennar eða ráðuneytisins og þá þeirra mála sem þar er unnið að? Búið er að brjóta ráðuneyti hennar upp, ráðherrann hefur misst traust víða og jafnvel er nánast sama hvað hún gerir eða hvað hún segir. Allt tengist sjálfkrafa þeirri stöðu sem hún er í. Það er ómögulegt hlutskipti. Fyrir hana og ráðuneytið. Svo er það íslenska hefðin. Hún er sú að ráðherra víkur ekki fyrr en í lengstu lög. Ef Hanna Birna vissi ekkert um lekann og ef umboðsmaður finnur ekkert, eða lítilræði, að embættisverkum hennar, hvað þá? Stjórnmálamenn eru ekki alltaf á beinni braut: Ráðherrar í klípu Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is ➜ Við getum ekki ákveðið það bara sisona að víkja frá opinberum manneldismarkmiðum, sérstaklega ekki þegar börn eiga í hlut. Bjarni seinn til svara Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjár- málaráðherra, er ekki allskostar sátt við Bjarna Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra. Oddný hefur kvartað ítrekað vegna þess hversu illa gengur að fá svör frá Bjarna. Oddný sagði á þingi: „Forseti sagði þá að ráðherra hefði fengið frest til 6. nóvember, sem var á fimmtudaginn, til að skila svari við þessari spurningu, sem var lögð fram 18. september.“ Bjarni sagði ráðuneytið vart ráða við að svara öllum fyrirspurnum: „Þar hefur orðið alveg ótrúlega mikil fjölgun á fyrirspurnum og reyndar ekki dæmi þess að ráðuneytin hafi svarað jafn mörgum fyrirspurn- um og komið hefur verið til þingsins.“ Bjart fram undan? „Ég get ekki annað en áréttað það sem ég benti á áðan sem nokkrir ráðherrar hafi vakið athygli á; það sé farið að bera árangur hversu vel ríkisstjórnin hefur tekið á ríkisfjármál- unum og því sé að skapast svigrúm til að bæta í á ákveðnum sviðum. Við lítum svo sannarlega á heilbrigðismál- in sem eitt af þeim sviðum þar sem mestu máli skiptir að byggja upp,“ ítrekaði forsætisráðherra á þingi þegar hann átti orðastað við Katrínu Jakobsdóttur. Ráð- herrann hikaði ekki við að tala um batnandi efnahag og óska þess að Katrín tæki þátt í þeirri umræðu sem fram undan er. Vitleysisupptalning Það er grunnt á því góða milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Helga Hjörvar. Þegar þeir talast við úr ræðustól Alþingis fýkur í flest skjól. „Hvar eru 300 milljarðarnir? Hvar er heimsmetið? Hvar eru 20%? Hvar er afnám verðtryggingarinnar? Hvar eru aðgerðirnar fyrir 110%-fólkið? Hvar eru aðgerðirnar fyrir 31 þúsund leigjendur í landinu?“ spurði Helgi. Og Sigmundur svaraði: „Að hátt- virtur þingmaður skuli mæta hér í dag og leyfa sér að halda áfram með vitleysisupptalningu sem hann hefur verið með hér undanfarna mánuði og hefur nú komið í ljós að er alröng að öllu leyti, er því með hreinum ólíkindum.“ sme@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.