Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 74
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54 „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands en það hefur lengi verið á listanum yfir þá hluti sem ég þarf að gera áður en ég dey. Ég hef heyrt að þetta sé eitt fal- legasta land í heimi og ég varð að komast þangað. Tónleikarnir voru gott tækifæri til þess,“ segir leik- arinn og tónlistarmaðurinn Alan Fletcher. Hann er hvað þekktast- ur fyrir að túlka vinalega lækn- inn Karl Kennedy í áströlsku sápu- óperunni Neighbours. Hann heldur tónleika með sveitinni The X-Rays á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi hinn 9. janúar næstkomandi. Alan er ekki aðeins lunkinn tón- listarmaður og hæfileikaríkur leik- ari heldur hefur hann einnig unnið fyrir sér sem atvinnuljósmyndari. „Ég er búinn að vera að kynna mér Ísland því ég er mjög áhuga- samur ljósmyndari og ég elska að taka landslagsmyndir. Ég hef eytt fáránlega miklum tíma á internet- inu að skoða jökla og aðra áhuga- verða staði á Íslandi. Ég á líka vini sem hafa búið á Íslandi þannig að ég er nokkuð vel að mér þegar kemur að landinu. Ég á líka Facebook-vini frá Íslandi sem hafa gefið mér upp- lýsingar um landið,“ segir Alan. Þá hefur hann smakkað brennivín sem hann segir hafa verið áhugaverða lífsreynslu. „Þrír aðdáendur Neighbours frá Íslandi heimsóttu tökustað fyrir stuttu og þeir gáfu mér smakk af brennivíni frá Íslandi. Það var áhugaverð lífsreynsla. Ég verð að prófa það aftur en ég held að maður verði að drekka það í hófi. Mér fannst bragðið gott en ég held að ég myndi lenda í tómu tjóni ef ég fengi mér of mikið,“ segir Alan hlæjandi. Leikarinn ætlar að dvelja á Íslandi í fimm daga og ferðast um landið. Hann er ekki í vafa um hvað hann vill helst berja augum hér á landi. „Ég vona að ég fái að sjá norð- urljósin. Mest hlakka ég bara til að koma til Íslands. Það verður hápunktur lífs míns að koma til Íslands.“ Alan er spenntur að spila fyrir Íslendinga, sérstaklega þar sem margir þeirra eru aðdáendur Neighbours, sápuóperu sem fagnar þrjátíu ára afmæli sínu á næsta ári. „Það sem hvatti mig til að koma til Íslands var að ég heyrði að næst- um því hálf þjóðin horfi á Neigh- bours. Á tónleikum spila ég alltaf frumsamið efni en meirihluti lag- anna er þó eftir aðra. Lög sem hægt er að syngja með og dansa við. Svo syng ég alltaf lag sem ég tileinka Susan Kennedy,“ segir Alan. Vísar hann í eiginkonu sína í Neighbours sem leikin er af Jackie Woodburne en hann syngur ávallt Living Next Door to Alice með Smokie á tónleik- um og breytir nafninu Alice í Susan. Neighbours-goðið segist alveg laust við stjörnustæla. „Ég reyni ekki að vera Mick Jagger. Og ég reyni svo sannarlega ekki að vera Kylie Minogue,“ segir Alan glaður í bragði en Kylie túlkaði Charlene í Neighbours áður en hún sló í gegn á heimsvísu sem söng- kona. „Ég tek mig ekki of alvarlega. Ég tengist salnum á persónulegum nótum og ég leik ekki rokkstjörnu. Mér finnst áhorfendur kunna að meta það og tónleikarnir breytast yfirleitt í eitt stórt partí.“ Fyrirtækið Reykjavík by Night stendur fyrir komu Alans til lands- ins en leikarinn hafði samband við fyrirtækið að fyrra bragði. Miða- sala á tónleikana hefst á föstudag og eru um þúsund miðar í boði. Auk þess eru 150 miðar í boði á tæplega tveggja tíma stund með leikaranum sem hefst á Spot fyrir tónleikana. Þar geta aðdáendur hitt kauða, fengið mynd af sér með honum og spjallað. „Því miður get ég ekki hitt alla – það myndi taka margar klukku- stundir. En ég fæ að hitta ákveðinn fjölda í eigin persónu, þessa eldheitu aðdáendur,“ segir Alan. Alan hefur leikið Dr. Karl Kenn- edy í Neighbours í tuttugu ár. Hann segist aldrei fá leiða á doktornum. „Þetta hefur liðið hjá á svip- stundu í sannleika sagt. Ef maður er í vinnu sem maður elskar þá er erfitt að kalla það vinnu. Þetta eru langir tökudagar og stundum gengur illa. En þetta hefur verið mér ánægja, listrænt séð, og ég get ekki beðið um meira. Þetta er draumastarfið mitt. Og besta við það, það sem mér finnst skemmti- legast að gera, er að hitta fólk sem elskar þáttinn. Ég vinn líka mikið í leikhúsi en í Neighbours eru engir áhorfendur. Þá skynjar maður ekki hve vinsæll þátturinn er fyrr en maður hittir aðdáendur,“ segir Alan. Hann veit ekki hvað framtíð- in ber í skauti sér hvað Karl varðar og hugsar ekki nema eitt ár fram í tímann. „Mér semur vel við alla sem standa að þáttunum og öllum virð- ist semja vel við mig. Karakterinn er enn vinsæll og því er erfitt að segja hve lengi ég leik hann. Ég fæ eins árs samning í senn og kannski kemur að því að nærveru minnar verði ekki óskað lengur eða ég vil gera aðra hluti. Ég elska vinnuna mína, ég elska þetta hlutverk og ég vil ekki hugsa til þess að þessu ljúki á næstunni.“ Alan er kvæntur fréttakonunni Jennifer Hansen og saman eiga þau tvö börn sem komin eru á unglings- aldur. Alan fær tólf vikur í frí frá Neighbours á ári og reynir að nýta þær með fjölskyldunni. Hann segir flesta drauma sína uppfyllta nema einn. „Minn stærsti draumur sem for- eldri er að sjá börnin mín vaxa úr grasi og að þau njóti velgengni í líf- inu og verði hamingjusöm. Það er lífstíðardraumur,“ segir Alan. En hefur skemmtanabransinn gert hann ríkan? „Ég hef það gott. Ef mig langar í dýra vínflösku get ég leyft mér það. Það frábæra við mitt starf er að ég get hjálpað öðrum í gegnum góð- gerðarstarfsemi. Ég og eiginkona mín leitum sífellt leiða til að leggja málefnum lið og það veitir okkur mikla ánægju. Það er það sem gerir mig ríkan.“ liljakatrin@frettabladid.is „Það verður hápunktur lífs míns að koma til Íslands“ Neighbours-leikarinn Alan Fletcher heldur tónleika á Spot í janúar. Hann hefur lengi ætlað sér að koma til Íslands og vonar að hann fái að sjá norðurljósin. Hann smakkaði brennivín fyrir stuttu og fannst það áhugaverð lífsreynsla. Fréttablaðið sló á þráðinn til Alans. SAMAN Í FJÓRTÁN ÁR Með eiginkonu sinni, Jennifer Hansen. TRYLLT STEMNING Á SVIÐI Alan tekur sig ekki of alvarlega. KARL KLIKKAR EKKI Hér er Karl Kennedy ásamt eiginkonu sinni, Susan. ÖFLUGUR GÍTARLEIKARI Alan er lunkinn á gítar og prýðilegur söngvari. 1960 1970 1980 1990 2000 Fæddur 30. mars árið 1957 í Perth í Vestur-Ástralíu Fékk fyrsta hlut- verkið í sjónvarpi árið 1976 í The Young Doctors Lék bróður Jackie Woodburne í sjónvarpsseríunni Cop Shop árið 1977 en hún leikur eiginkonu hans í Neighbours Fékk aukahlutverk í Neighbours árið 1987 sem Greg Cooper Árið 1994 byrjaði hann að leika Dr. Karl Kennedy ALAN FLETCHER Í HNOTSKURN ➜ Alan hefur leikið talsvert á sviði, bæði í Ástralíu og Englandi - þar á meðal í My Fair Lady og Peter Pan ➜ Er talinn einn af þremur bestu portrett-ljósmyndurum í Melbourne í Ástralíu N O RD ICPH O TO S/G ETTY Ég reyni ekki að vera Mick Jagger. Og ég reyni svo sannar- lega ekki að vera Kylie Minogue. Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.